Vera - 01.02.2001, Qupperneq 22
Að flytja skólana frá ríki til sveitarfélaga er dreifstýr-
ing en hún nær í raun ekki markmiði sínu nema vald-
ið sé flutt áfram. Að láta valdið ekki stoppa á borði
skólastjórans heldur færa jaað til kennaranna. Kenn-
arinn á að hafa meira um það að segja hvernig skipu-
lag vinnunnar og skipulag skólastarfsins er og það er
inntak samningsins núna. Það er víða mikil umræða í
gangi um grunnskólann og mikil áhersla lögð á
grunnmenntunina. Ekki bara á Norðurlöndum heldur
víðar í Evrópu og í Bandaríkjunum en þessi lönd
stríða öll við sömu vandamálin. Það er erfitt aó fá
kennara til starfa, það er lausung í þjóðfélaginu sem
grunnskólinn endurspeglar, agavandamál, og þó að
við þúum ekki við ólæsi á íslandi er það vandamál í
Bandaríkjunum og Englandi til dæmis. Við sleppum
ekki við þessa umræðu hér frekar en önnur þjóðfélög.
Kennarastarfið hefur orðið margþættara með árunum
og við vorum orðin ef til vill svolítið ráðvillt, allt frá
því að vera bara kennarar sem komu inn í stofuna og
kenndu og fóru svo út aftur og yfir í það að gera allt
fyrir börnin, mennta þau, ala upp, forða þeim frá
glapstigum og gera þau með öllum tiltækum ráðum
að nýtum þjóðfélagsþegnum. Þarna á milli þurftum
við að finna eitthvert jafnvægi.
Trúnaðarbrestur
Árið 1997 gerðum við kjarasamninga sem margir voru
afar ósáttir með þó að þeir fælu í sér hækkun launa.
Þá var engin breyting gerð á starfinu. Afleiðing þessa
var að margir kennarar hættu störfum og fóru f önnur
störf enda þensla í þjóðfélaginu. Þá kom í Ijós að
flest sveitarfélögin urðu að setja viðbótargreiðslur í
launakostnað kennara. Þar sýndu sveitarfélögin fram
á það að þau vildu borga hærri laun en samið var um
og það voru mikilvæg skilaboð til okkar. Sveitafélögin
stungu svo upp á því árið 1998 að gerður yrði til-
raunasamningur á samningstímanum sem við tókum
vel í og aftur var farið f kynnisferðir til nágrannaland-
anna en að þessu sinni fórum við ekki saman. í kjöl-
farið ákváðum við að reyna að flytja sænska kerfið inn
í íslenska skólakerfið. En það gekk auðvitað ekki enda
verður þróun slíks kerfis að gerast heima fyrir þó vel
sé hægt að nýta góðar hugmyndir. Þrátt fyrir mikið og
gott starf þar sem gengið var út frá allt öðrum hlutum
en við hefðbundna kjarasamninga varð trúnaðarbrest-
ur milli samningsaðila sem leiddi til samningsslita.
Við töldum að þeirra eina markmið væri að ná af
kennurum kennaraafslættinum svokallaða en hann
felur í sér minni kennsluskyldu. Auk þess reyndu for-
svarsmenn sveitarfélaganna að fara fram hjá kennara-
félögunum eftir að við höfðum hafnað tilraunasamn-
ingnum og fá hann samþykktan í skólum í Reykjavík.
ímynd bætt og brosað
Fyrir ári gerðum við hjá Félagi grunnskólakennara
skoðanakönnun meðal kennara. Niðurstaða hennar
var sú að kennarar vildu hækka kaupið en jafnframt
komu í Ijós mjög varfærnisleg viðbrögð við breyting-
um. Hinn dæmigerði kennari, 44 ára gömul kona og
umsjónarkennari, var einna jákvæðust fyrir breyting-
um en karlarnir sem eru ekki nema rúmlega fimmt-
ungur félagsmanna gerðu lægri kaupkröfur en voru
harðari gegn breytingum. Ástæðan er sú að konurnar
hafa kennslu frekar að aðalstarfi og vilja eðlilega geta
framleytt sér á laununum en karlarnir eru mun líklegri
til að vinna önnur störf á sumrin og önnur launuð
störf á starfstíma skóla eða kenna mikla yfirvinnu.
Skilaboð skoðanakönnunarinnar voru þó fyrst og
fremst þau að við þyrftum að bæta ímynd kennara,
hækka grunnkaupið en ekki með verkfalli. Á vinnu-
fundi samninganefndar grunnskólakennara ívorvoru
ræddar helstu leiðir og varð sú niðurstaða ofan á að
ef við þyrftum að fara í verkfall væri árið í ár ekki gott
til þess. Við ræddum raunsætt hvað við gætum gert
til að hækka kaupið án þess að fara í verkfall. Meðal
þess sem var ákveðið var að við reyndum að tjá okkur
á jákvæðum nótum. Þegar fjölmiðlar spurðu til hins
ýtrasta: verður verkfall? svaraði ég því neitandi og
sagði að við myndum reyna aðrar og vænlegri leiðir.
Þá stóð Kennarasambandið fyrir samningatækninám-
skeiði í haust sem small mjög vel að því sem við vor-
um að hugsa.
Styr um kennsluafsláttinn
Vegna þess hvernig upp úr slitnaði árið 1997 var mikil
tortryggni í upphafi viðræðna nú í haust. Þau skila-
boð komu hins vegar snemma frá samninganefnd
Launanefndar sveitarfélaga að sveitarfélögin væru til-
búin að hækka grunnlaun kennara verulega. í samn-
ingaviðræðunum tókum við svo megináherslur sveit-
arfélaganna og flokkuðum í þrjá flokka. í fyrsta lagi
þau atriði sem við vorum sammála um, í öðru lagi at-
riði sem við vorum tilbúin að ræða nánar og svo að
lokum þau atriði sem engan veginn var hægt að
gangast inn á. Báðir samningsaðilar höfðu það að
leiðarljósi að ná saman um sem flesta þætti og
„moka sig" síðan í gegnum ágreiningsefnin, eins og
22