Vera - 01.02.2001, Qupperneq 25
Silíkon
að er ekkert mól fyrir unga og velskapaða
stúlku hér d landi að fú sér silíkon í brjóstin.
Hún pantar tíma hjó lýtalækni, talar við hann í kortér
og segist vilja fú stærri brjóst. Hann segir henni að
aðgerðin sé hættulaus, nefnir nokkur dæmi um auka-
verkanir og ofnæmisviðbrögð, síðan getur hún pantað
tíma þegar hún vill og komist að eftir nokkrar vikur.
Hún þarf engar sýnilegar óstæður fyrir því að vilja
stærri brjóst - bara að borga 170.000 krónur sem
hún getur sett ó raðgreiðslur eða borgað í þrennu eða
fernu lagi.
Að þessu komst ung stúlka sem fór til lýtalæknis fyrir
Veru. Frásögn hennar leiðir í Ijós að lýtalæknirinn sem
hún fór til uppfyllir ekki þá kröfu sem landlæknir seg-
ist gera til lýtalækna um hlutlausa upplýsingagjöf. Það
er því brýnt að landlæknisembættið láti verða af því
að gefa út upplýsingabækling þar sem sagt er frá kost-
um og göllum aðgerða og þeirri áhættu sem getur
fylgt silíkoni. Þá kröfu mun Evrópuþingið væntanlega
gera til heilbrigðisyfirvalda í aðildarlöndum sínum
innan skamms.
Það er á allra vitorði að brjóstastækkunaraðgerðir
hafa færst mjög í vöxt undanfarið, einkum hjá stúlkum
um tvítugt, en landlæknisembættið getur ekki gefið
upplýsingar um hversu margar þær eru. Lýtalæknirinn
sagði stúlkunni að hann framkvæmdi þessar aðgerðir
á færibandi, hafi t.d. stækkað brjóst hjá sex konum
vikuna áður. Út frá þeirri tölu má ljóst vera að sá
læknir framkvæmir tugi eða hundruð brjóstastækkun-
araðgerða á ári. Á gulu síðunum í símaskránni eru sjö
lýtalæknar og þeir framkvæma allir slíkar aðgerðir en
við vitum ekki hvort þær eru jafn margar og hjá um-
ræddum lækni. Þar sem aðgerðin kostar 170.000 krón-
ur er einnig Ijóst að um umtalsverða fjármuni er að
ræða. Það er því áleitin siðferðileg spurning hvort
læknarnir geti verið hlutlausir þegar samfélagslegur
þrýstingur beinir svo mörgum ungum konum inn á
stofu til þeirra. Það verður a.m.k. ekki sagt um lýta-
lækninn sem stúlkan heimsótti, eins og lesendur geta
séð hér á eftir.
Auk þess að standa fyrir útgáfu betri upplýsinga
þarf landlæknisembættið að komast að því í hve mikl-
um mæli þessar aðgerðir eru gerðar. Það er eðlileg
krafa f Ijósi þess að embættinu er kunnugt um að
konur hafa veikst alvarlega af sjúkdómum sem taldir
eru geta stafað af því að silíkon hafi lekið úr
brjóstapúðum. Viðamikil rannsókn bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitsins (FDA), sem frá er sagt annars
staðar í blaðinu, leiðir í ljós að í um 80% tilvika er si-
líkonið byrjað að leka eftir sex til tíu ár án þess að
konurnargeri sér grein fyrir því.
Það er því algjörlega óviðunandi að ungar og heil-
brigðar konur gangist undir slfkar aðgerðir í fullu
trausti til orða lýtalækna en geti síðan átt á hættu að
verða að alvarlegu heilbrigðisvandamáli eftir tíu til
tuttugu ár. í frásögn Sigrúnar G. Sigurðardóttur, for-
svarskonu Vonar, kemur vel fram hversu alvarleg þau
sjúkdómseinkenni eru sem talin eru geta stafað af lek-
andi silíkoni. Ekki er þvf óeðlilegt að líkja silíkoni við
tímasprengju, eins og stundum hefur verið gert.
Byggist sjólfstraustið ó brjóstastærð?
Augu margra opnuðust fyrir alvöru málsins þegar það
komst í heimsfréttirnar að )enna Franklin, 15ára
bresk stúlka, hefði fengið loforð frá foreldrum sínum
um brjóstastækkunaraðgerð í 16 ára afmælisgjöf.
lenna átti þessa ósk heitasta þvf hún trúði því að stór
brjóst væru lykillinn að velgengni í lífinu. Fyrir henni
var brjóststækkun eina leiðin til að efla sjálfstraustið
enda sagði hún að önnur hver kona sem við sæjum í
sjónvarpinu væri með silíkonbrjóst.
En hvenær fóru stór brjóst að teljast eftirsóknar-
verð? Var það þegar Pamela Anderson sló í gegn í
Strandvörðum? Nokkru fyrr þótti það nánast vand-
ræðalegt hvað Dolly Parton var með stór brjóst og ekki
datt ungum stúlkum þá í hug að fara í skurðaðgerð til
að líkjast henni. Koma áhrifin kannski frá Barbie með
brjóstin út í loftið? Eða eru þau frá Playboy stúlkun-
um? Talið er að 95% klámleikkvenna séu með silíkon-
brjóst, stór og stinn brjóst eru þvf einn helsti drifkraft-
ur klámiðnaðarins sem veltir milljörðum á ári. Það vill
þó svo einkennilega til að eðlileg brjóst standa ekki
beint út f loftið þegar þau eru komin yfir ákveðna
stærð. Kannski þarf að upplýsa ungt fólk um þá stað-
reynd þvf það virðist ekki lengur vita hvað eru eðlileg
brjóst og hvað óeðlileg í flóði afþreyingarefnisins.
Útlitsdýrkunin kemur verst niður á ungum stúlkum
sem leggja á sig miklar þjáningar til að líkjast fyrir-
myndunum, svelta sig og leggja á sig mikið erfiði til
að Ifta út fyrir að hafa stærri brjóst. Ef ástæðan fyrir
því að stúlkur hópast f hættulegar brjóstastækkunar-
aðgerðir er sú að þær trúi því að stærri og stinnari
brjóst geri þær hamingjusamari og efli sjálfstraustið,
hlýtur að þurfa að finna aðrar leiðir til að efla sjálfs-
traust þeirra. Það hefur alltaf verið stefna femfnista að
fólk sé metið að eigin verðleikum og að fjölbreytileik-
inn auðgi mannlífið. Sú stefna er enn í fullu gildi.
Evrópuþingið vill setja reglur
Mikið hefur verið rætt um brjóstaaðgerðir í fegrunar-
skyni í kvennanefnd Evrópuþingsins í Brussel (Com-
mittee on Women's Rights and Equal Opportunities).
Þar var nýlega samþykkt að banna aðgerðir á stúlkum
undir 18 ára aldri og til umræðu er að skylda heil-
brigðisyfirvöld til að fylgjast með fjölda aðgerða; að
rannsóknir fari fram á áhættuþáttunum; að í auglýs-
ingum um fegrunaraðgerðir komi fram upplýsingar um
heilsufarslega áhættu og að konur sem fhuga að fara í
aðgerð fái upplýsingar um aðra möguleika og um
kosti og galla aðgerðanna. Einnig hefur verið rætt að
25