Vera - 01.02.2001, Qupperneq 26
Silíkon
konur fái hálfs mánaðar umhugsunarfrest eftir að þær
hafa rætt við lýtalækni. Fulltrúi Svía, Maj Britt Theorin,
lagði til að aðgerðir í fegrunarskyni yrðu bannaðar í
Evrópu þangað til ítarlegri rannsóknir hafi verið gerðar
en sú tillaga var felld. í Svíþjóð er talið að brjósta-
stækkunaraðgerðum hafi fjölgað um 50% á síðasta ári
og er algengast að eðlilega skapaðar konur um tvítugt
fari í þær. Stækkunin er líka orðin meiri nú en fyrir
fimm árum þegar algengt var að stækka brjóst um 200
mm en nú er 300 mm stækkun algengust.
Rannsókn ó 13.500 konum væntanleg
Sigrún G. Sigurðardóttir segir frá því að nokkrar íslensk-
ar konur þjáist af sjúkdómum sem þær hafa fengið
staðfest að geti stafað af leku silíkoni. Fjörutíu íslensk-
ar konur ætla að sækja um í skaðabótasjóð silíkonfram-
leiðenda í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra geta nú
þegar sótt um skaðabætur vegna sjúkdómseinkenna.
Þar getur verið um milljónir króna að ræða. Fjörutíu
konur er há tala í svo litlu samfélagi og því er með ólík-
indum að á upplýsingablaði lýtalæknisins, sem stúlkan
fórtil, skuli fullyrt að sjúkdómstíðni kvenna sem fengið
hafa silíkonbrjóstapúða sé ekki meiri en hjá konum al-
mennt. Eru veikindi kvenna minna virt en veikindi
karla? Eru konurnar sem hafa veikst ekki marktækar?
Málið hefur mikið verið til umfjöllunar í Bandaríkj-
unum og þar var silíkon bannað árið 1992, nema fyrir
konur sem hafa misst brjóst eða þurft að láta fjariægja
silíkonpúða. FDA hefur undanfarin ár unnið að viða-
mikilli rannsókn á 13.500 konum sem hafa fengið si-
líkonbrjóst og er endanlegra niðurstaðna að vænta síð-
ar á þessu ári. Hér á eftir má lesa sláandi upplýsingar
úr þeirri rannsókn, þar sem m.a. kemur fram að silíkon-
púðarnir endast mun skemur en lýtalæknar hér á landi
halda fram. Einnig að þriðjungur kvenna hafði látið
fjarlægja þá eftir sex ár vegna leka, sársauka eða ann-
arra óþæginda. í nýlegu eintaki af tímaritinu Muscle
and Fitness var vitnað í könnunina og sagt m.a. að 16%
kvenna hafi þjáðst af verkjum fbrjóstum, 10%missttil-
finningu í geirvörtum og hjá 9% hafi brjóstin orðið hörð
í kringum púðana. Þögla hættan er silíkonið kallað þar
í landi. Ætia íslendingar að láta eins og ekkert sé þegar
um svo alvarlegt mál er að ræða?
Er þetta
áhættunnar virði?
spyr Sigurður Guðmundsson, landlæknir
„Landlæknisembættið hefur brýnt fyrir lýtalæknum að sinna
þeirri skyldu sinni að veita konum sem biðja um brjóstastækk-
un í fegrunarskyni ítarlegar upplýsingar um kosti og galla að-
gerðarinnar, áhættuna sem henni getur fylgt og grun um af-
leiðingar, hvort sem það þykir sannað eða ekki," segir
Sigurður Guðmundsson landlæknir i samtali við Veru.
Sigurður kannast við að lengi hafi verið rætt um að upplýs-
ingabæklingur sé í undirbúningi. Hann vill þó ekki samþykkja
að útgáfa hans eigi alfarið að vera í höndum landlæknisemb-
ættisins. „Við höfum beðið stjórn Félags lýtalækna að semja
texta í upplýsingabækling því við teljum þá best færa til þess,
en sá texti er ekki tilbúinn enn," segir hann.
Landlæknir viðurkennir að embættið hafi engar tölur
um fjölda brjóstastækkunaraðgerða í fegrunarskyni. Hann
segir að unnið sé að því að tölvuvæða sjúkraskrár heil-
brigðisstofnana en þar verða ekki upplýsingar um þjón-
ustu utan stofnana. Þar sem flestar aðgerðir eru skráðar í
tryggingakerfinu ætti að vera auðvelt að skrá það sem ekki
fer þar í gegn, eins og fegrunaraðgerðir, og landlæknir seg-
ir að rætt hafi verið um að handtelja brjóstastækkunarað-
gerðir en það hefur þó ekki veri gert.
Samfélagsvundi
Landlækni er kunnugt um að ýmis sjúkdómseinkenni hafa
komið fram hjá konum með silíkon brjóstapúða, eins og
skýkingar, sjálfsofnæmi og víðtæk alvarlegri einkenni sem
líkjast síþreytu. Hann segir að þar sem embættinu berist
nær engar kvartanir eigi það erfitt um vik að aðhafast í
málinu og hvetur konur til að láta í sér heyra hafi þær
ástæðu til. Honum er einnig kunnugt um konurnar sem
ætla að sækja í skaðabótasjóð silíkonframleiðenda í
Bandaríkjunum og segist muni útvega lækna til að skoða
þær og fylla út þar til gerð eyðublöð.
Sigurður segir að auk þess að brýna upplýsingaskyld-
una fyrir lýtalæknum vilji hann ekki að ungar stúikur sem
hafa ekki náð fullum þroska fari í brjóstastækkun, en þar er
miðað við 20 til 21 ár. Einnig telur hann nauðsynlegt að
gefa góðan umhugsunartíma áður en svo mikilvæg ákvörð-
un er tekin.
„Það sem við erum að glíma við er samfélagsvandi,"
segir landlænir. „Tísku- og kvikmyndaiðnaðurinn hefur
komið því inn hjá ungum konum að þær eigi að líta út
eins og súpermódel. Við verðum að sameinast um að
breyta því viðhorfi og viðurkenna að við manneskjurnar
erum alla vega í útliti. Þegar svo margir óvissuþættir hafa
komið fram varðandi silíkonaðgerðir ættu konur að spyrja
sig hvort þetta sé áhættunnar virði."
26