Vera - 01.02.2001, Qupperneq 29
Hjá rúmtega tveimur af hverjum
þremur konum sem fengið höfðu
silíkonígræðslu höfðu brjóstapúðarnir
sprungið og silíkonið borist til ann-
arra líkamshluta.
Laust silíkon er hættulegt líkamanum
„Þetta mun skelfa margar konur en þær verða að vita
staðreyndir," sagði dr. Diana Zuckerman, fram-
kvæmdastjóri CPR. „Allar skynsamar manneskjur vita
að laust silíkon er hættulegt líkamanum, þótt ekki sé
nema vegna þess að nær ómögulegt getur verið að
fjarlægja það. FDA verður að grípa strax til aðgerða til
verndar neytendum sem margir hverjir telja ígræðslur
með silfkonhlaupi hættulausar. Þess vegna förum við
fram á að sala á slíku verði bönnuð þegar í stað."
„Þetta er skelfileg niðurstaða," segir Cynthia Pear-
son framkvæmdastjóri National Women's Health
Network. „Ef FDA getur tryggt að sjúklingar fái ná-
kvæmar upplýsingar um hættuna og fylgst náið með
rannsóknum til að víst sé að tilkynnt sé um öll vanda-
mál sem upp koma, mætti þó halda áfram að leyfa
sölu á silíkonhlaupi til kvenna sem misst hafa brjóst."
Þarf að skipta um púða ú tíu ára fresti
Lýtalæknar í Bandaríkjunum hafa nýlega tilkynnt að
þeir upplýsi sjúklinga sína um að silíkonbrjóstapúð-
arnir springi í 1-2% tilfella árlega en þessi nýja könn-
un sýnir að flestar konur þurfa að minnsta kosti að
láta skipta einu sinni um fyllingu innan tíu ára. „Kon-
ur geta ekki tekið upplýsta ákvörðun ef framleiðendur
og læknar gefa þeim ónákvæmar upplýsingar," segir
dr. Zuckerman. „Kona sem fær fgræðslu í brjóst þegar
hún er tvítug gæti þurft að gangast undir skurðaðgerð
sex sinnum til viðbótar til að skipta út lekum silíkon-
belgjum - sem merkir margfaldan kostnað auk áhætt-
unnar við slfka aðgerð."
Þótt silíkonbrjóstapúðarnirnir hafi verið í umferð
sfðan um miðjan 7. áratuginn, voru þeir ekki reyndir á
fólki fyrr en um það bil ein milljón kvenna hafði feng-
ið slíkar fgræðslur. Það var svo ekki fyrr en 1991 sem
FDA krafðist af framleiðendum að rannsaka skyldi
áhættuþætti og senda eftirlitinu niðurstöðurnar til
umsagnar. Útkoman var að þessar rannsóknir sýndu
ekki fram á að silíkonígræðslur væru hættulausar og
árið 1992 úrskurðaði FDA að þær skyldu takmarkaðar
við konur er misst hefðu brjóst eða í þeim tilfellum
að leki væri kominn að ígræðslu í brjósti.
Niðurstöður birtar svo lítið bæri á
Þessi nýjasta rannsókn var gerð samkvæmt kröfu
bandaríska þingsins en FDA birti niðurstöður hennar
án þess að mikið bæri á og hefur orðið fyrir mikilli
gagnrýni allra er láta heilsufar kvenna sig einhverju
skipta, fyrir að láta hjá líða að hafa nákvæmara eftirlit
með silíkonígræðslum. Enda þótt vísindamenn og
stjórnendur FDA hafi vitað niðurstöðurnar f nokkra
mánuði leyfðu þeir framleiðendum eftir sem áður að
selja silfkonhlaup til sjúklinga er þátt tóku í „könnun-
um". Mest allan síðasta áratug var salan f Bandaríkj-
unum takmörkuð við konur sem misst höfðu brjóst
eða voru með lekan silíkonpúða í brjósti, en í meira
en ár hefur FDA leyft sölu í mörg hundruð nýjar
brjóstastækkanir. Nokkrir þingfulltrúar, þar á meðal
fulltrúar bæði demókrata og repúblfkana f viðskipta-
nefnd þingsins sem er æðsta stjórn FDA, hafa að und-
anförnu aukið gagnrýni sfna á eftirlitið fyrir að fylgjast
ekki sem skyldi með silíkonígræðslum í brjóst.
Einn þriðji þeirra kvenna sem upphaflega var
haft samband við hafði þegar látið fjarlægja
ígræðslur vegna leka, sársauka eða annarra
óþæginda og voru þær ekki með í rannsókninni.
29