Vera


Vera - 01.02.2001, Side 30

Vera - 01.02.2001, Side 30
Baráttukonan Sigrún Von er hópur kvenna sem hafa farið í brjósta- uppbyggingu og borið skaða af. Sigrún G. Sig- urðardóttir forsvarskona hópsins er öryrki eftir að- gerðir sem hún fór í eftir að hún missti brjóst vegna krabbameins. Kveikjan að stofnun hópsins var grein sem Sigrún rakst á í tímaritinu Cosmopolitian 1998, þar sem fullyrt var að ýmis veikindi gætu stafað af því að silíkon úr brjóstapúðum hefði lekið út í lík- amann. Sigrún kannaðist við mörg þessara einkenna og auglýsti í Morgunblaðinu eftir reynslu fleiri kvenna. Síminn stoppaði ekki hjá henni í nokkra daga og síðan hefur hún helgað sig baráttunni fyrir betri upplýsingum um brjóstaaðgerðir og hugsanlega skaðsemi þeirra. Sigrún hefur aflað upplýsinga víðs vegar að úr heiminum og komist i tengsl við konur í öðrum löndum sem hafa sama baráttumál. Það segir sig þó sjálft að örorkubætur hennar hrökkva skammt til að sinna þeirri upplýsingastarfsemi sem þarf að fara fram hér á land. 30

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.