Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 31
Silíkon f sfmaskránni er Von skráð á heimili Sigrúnar og þaðan sinnir hún öllum erindum sem berast félaginu. Hún hefur aldrei séð sumar konurnar sem hún hefur oft talað við í síma og stundum hringja karlmenn fyrir konur sem treysta sér ekki til að hringja sjálfar. Eitt helsta baráttumál Vonar er að læknar og heilbrigðis- yfirvöld sinni betur þeirri skyldu sinni að upplýsa konur sem fara í brjóstaaðgerðir betur um hvað í þeim felist, hvað þurfi að gera til að viðhalda brjósta- stækkuninni og um þá áhættu sem konur taki með þvf að fara í aðgerð. Það er t.d. algengt að þær ungu stúlkur sem leggjast nú óhræddar undir hnífinn til að fegra barm sinn með silíkoni hafi ekki hug- mynd um að þetta þurfa þær að endurtaka a.m.k. á tíu ára fresti það sem eftir er ævinnar og á fimm ára fresti ef saltvatnspúðar eru notaðir. En heyrum sögu Sig- rúnar: „Ég fékk krabbamein í vinstra brjóst árið 1987, þá 37 ára gömul og það var fjarlægt. Mér var sagt að vegna þess að ég væri svona ung skyldi ég endi- lega láta byggja upp brjóst í stað þess sem ég missti og ári seinna byrjaði ég í meðferð. Fyrst var efni sprautað undir brjóstvöðvann til að þenja hann út (nefnist expander á ensku) og síðan var silfkon sett undir mitt eigið skinn. Geirvarta var búin til úr skinn- pjötlu sem tekin var innanlæris. Konur sem hafa átt börn lenda oft í því að misræmi verður á milli upp- byggða brjóstsins og þess heilbrigða og er þá gripið til þess ráðs að laga heilþrigða brjóstið með silíkoni. Þetta gerðist einmitt hjá mér, mikið misræmi var á milli brjóstanna þar sem annað lá mun hærra en hitt og ég var mjög ósátt. Lýtalækninum sem gerði að- gerðina fannst reyndar óþarfi að laga þetta svo ég leitaði til annars læknis sem var til í að laga þetta. En þegar gera átti þá aðgerð kom í ljós að sams konar einkenni voru að myndast í hægra brjóstinu og höfðu verið í því vinstra. Var því ákveðið að fjarlægja brjóstið og byggja upp nýtt og var hvort tveggja gert í sömu aðgerð," segir Sigrún og bætir við að algengt sé að þessi háttur sé hafður á en henni finnist það gagnrýn- isvert þar sem konur séu í áfalli vegna brjóstamissis- ins og þurfi lengri tíma til að velta fyrir sér hvort þær vilji silíkon eða ekki. Einkum sé þetta ámælisvert þar sem engar upplýsingar um aðgerðirnar liggi fyrir, kon- ur trúi bara því sem lýtalæknarnir segi og þeir hvetji þær til að gera þetta. „Mér finnst oft eins og litið sé á konur sem hluti en ekki lifandi manneskjur," segir hún. Oryrki eftir misheppnaða aðgerð Það var árið 1990 sem Sigrún fór í seinni aðgerðina en í henni gerðist eitthvað sem varð til þess að hún missti mátt í hægri handlegg og hefur aldrei náð sér. Eftir alls kyns þjálfun og meðferð hefur hún nú 50% mátt í hendinni en telst samt ekki vinnufær. Sigrún sótti fljótlega um skaðabætur til Tryggingastofnunar en var hafnað. Þá kærði hún og hefur mál hennar velkst á milli ágreiningsnefnda í stofnuninni þangað til hún fékk loks úrskurð frá landlæknisembættinu 15. desember sl., 10 árum eftir aðgerðina. Þar var viður- kennt að skaðann mætti rekja til óhapps í aðgerðinni, m.a. rangrar legu, en óvíst er um skaðabætur þar sem málið telst fyrnt þó að tafirnar megi að mestu leyti rekja til hinna ýmsu nefnda sem fjölluðu um málið. „Ein nefndin leystist upp og einu sinni gleymdi lögfræðingur minn að mæta," segir Sigrún. „Ég hef líka oft verið það heilsulítil að ég hef ekki haft þrek til að ýta á málið. Nú bfð ég eftir því að komast í viðtal til heil- brigðisráðherra. Það virðist vera ríkissjóði í hag að mál fyrnist. Ég velti því fyrir mér hvort það sé gert af ásettu ráði að draga málin svo lengi að þau fyrnist og fólk tapi þar með rétti sínum til skaða- bóta." Þegar þetta gerðist var Sig- rún með fjögur börn á grunn- skólaaldri og að kaupa íbúð í Garðabæ f gegnum fé- iagslega kerfið. Hún streittist við að halda henni í sex ár og fékk ómetanlegan stuðning frá föður sínum en faðir barnanna lét ekki sjá sig. Hún missti svo íbúð- ina og var á hrakhólum í eitt ár. „Mér finnst verst hvað „Það er t.d. algengt að þær ungu stúlkur sem leggjast nú óhræddar undir hnífinn til að fegra barm sinn með silíkoni hafi ekki hugmynd um að þetta þurfa þær að endurtaka a.m.k. ú tíu úra fresti það sem eftir er ævinnar og ú fimm úra fresti ef saltvatns- púðar eru notaðir." 40 íslenskar konur hafa tryggt sig í skaðabótasjóði silíkonfrantleiðenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.