Vera - 01.02.2001, Side 34
Silíkon
ÞVÍ FYRR
ÞVÍ BETRA...
SAGÐILYTALÆNIR VIÐ 19 ÁRA STÚLKU OG VILDI BÆTA 260-280 GR. í HVORT BRJÓST
Til þess að komast að því hvernig staðið er að upplýsingagjöf til ungra kvenna sem vilja fó brjósta-
stækkun fór 19 óra gömul stúlka til lýtalæknis fyrir Veru. í viðtalinu fékk hún A4 blað með upplýs-
ingum sem við birtum hér í opnunni. Lesendur geta metið hvort þeim finnist þær uppfylla kröfur
landlæknis um að lýtalæknar sinni þeirri skyldu að gefa upplýsingar um kosti og galla aðgerðar,
óhættu sem henni getur fylgt og grun um afleiðingar, hvort sem það þykir sannað eða ekki.
Læknirinn: |æja, hvernig get ég reynt að hjálpa konunni?
Stúlkan: Ég var að spá í silíkonpúða eða saltvatnspúða.
Læknir: Við notum eiginlega bara silíkonpúða í dag. Við
erum að mestu leyti hættir að nota saltvatnspúða. Ástæð-
an fyrir því er tvennskonar, í fyrsta lagi þola þeir lítið hnjask
og það sem verra er þá hefur heyrst gutla í vatninu. Auk
þess eru saltvatnspúðarnir dálftið plat þvf þeir eru Ifka úr
silíkoni nema fylltir með saltvatnslausn.
Þessar silfkonaðgerðir eru hættulausar aðgerðir, að mfnu
mati, af þvf að silíkonefnið sem slíkt er ekki hættulegt. |afn-
vel þó að púðarnir myndu springa inn í þér ef þú lendir í
árekstri eða einhverju slysi, þá dreifist silíkonið ekki um lík-
amann eins og fólk virðist halda heldur er bara skipt um
púða. Svo einfalt er það. Þannig að þetta á ekki að vera neitt
hættulegt efni.
Samt geta komið fyrir ákveðnar aukaverkanir, svona
hliðarverkanir sem eru óæskilegar. í fyrsta lagi þá er þetta
skurðaðgerð, það þarf að skera lítið gat til að koma púðun-
um fyrir, við það myndast lítil ör en það kemur ekki til með
að sjást. Sumar konur mynda ekki ör jafn vel og aðrar
þannig að það getur verið dálítið áberandi en þau er oftast
hægt að laga. Ofnæmi fyrir silíkoni er þekkt en það er þá
ekki almennt ofnæmi heldur ofnæmisviðbrögð inni í brjóst-
inu og brjóstið verður hart og aumt. Þetta er mjög sjaldgæft
en ef þetta kemur fyrir þá nuddar konan brjóstið og þetta
lagast af sjálfu sér og það þarf ekkert að gera meira. Hjá
einni og einni konu lagast það ekki, þá þarf að opna skurð-
inn og losa þessa samvexti sem púðarnir hafa myndað. Það
er venjulega nóg til þess að þetta lagist.
Stúlkan: Er sem sagt alit í lagi að hafa silíkonpúða þrátt
fyrir að vera með ofnæmi?
Læknir: Já, ofnæmisviðbrögðin ganga venjulega yfir á
nokkrum mánuðum. Dofi í geirvörtum eða brjóstum er til-
tölulega algengur kvilli í nokkra daga eða nokkrar vikur eftir
aðgerð og stafar hreinlega bara af bólguviðbrögðum í
brjóstum. En svo lagast það og tilfinningin kemur aftur. Það
eru þó undantekningartilvik á þessu en talið er að 1-2 kon-
ur af hverjum hundrað geti haft varanlegan dofa. Þannig að
þetta þarf að athuga.
Ég gef alltaf pensilín í nokkra daga eftir svona aðgerðir út af
sýkingarhættu. Þú getur haft börn á brjósti og þú þarft að
láta vita í krabbameinsleitarstöðinni að þú sért með
silíkonpúða í brjóstunum. Þannig að þetta er eins og þú
heyrir mig segja mjög áhættulítil aðgerð.
Eftir að hafa skoðað stúlkuna úætlaði hann hvað hún þyrfti stóra púða og sagði að
brjóstin myndu slækka um eina til Ivær skólaslærðir. Því næst fékk hún að sjó
nokkrar myndir af konum fyrir og eftir brjóstastækkun.
Stúlkan: Er það rétt að hægt sé að fá ókeypis brjósta-
stækkun vegna tilvísana frá sálfræðingi eða geðlækni?
Læknir: Nei, það er algjört bull. Ég held að ein kona hafi
fengið það hérna á íslandi og hún liggur inni á geðdeild.
Ég myndi segja, svona lítandi á þig, að þú þyrftir ca. 260 -
280 grömm í hvort brjóst, það myndi samsvara þér mjög vel.
Stúlkan: Hvað kostar aðgerðin?
Læknir: Hún kostar 170 þúsund með öllu inniföldu. Þannig
að þú þarft bara að ákveða hvað þú vilt gera. Þvf fyrr þvf
betra.
Stúlkan: Hvenær er líklegt að ég komist að og hvernig
er greiðslumátinn?
Læknir: Þú kæmist lfklega að um miðjan mars. Ég hef leyft
fólki að setja þetta á raðgreiðslur eða skipt þessu í þrjár til
fjórar mánaðarlegar afborganir.
Stúlkan: Hvað er þetta algeng aðgerð?
Læknir: Algeng, ég geri hana á færibandi. Framkvæmdi sex
aðgerðir í síðustu viku og þetta eru yfirleitt konur á aldrin-
um 19, 20 til 30, 40 ára.
Stúlkan: Eru einhver skilyrði sem þarf að uppfyila til að
komast í svona aðgerð. Hefur þú hafnað aðgerð ef
brjóstin eru meðalstór?
Læknir: Ég geri ekki aðgerð á stelpum yngri en 18 ára. Ég tel
að 18 ára ungar konur hafi ekki nægilegan þroska til að ákveða
hvort þær vilji fara í svona aðgerð. Að mínu mati má alltaf
bæta við brjóstin, þetta lyftir þeim upp og gerir þau stinnari.
Stúlkan: Þarf að skipta reglulega um púða?
Læknir: Kannski, ef þeir verða fyrir einhverju hnjaski, eftir