Vera - 01.02.2001, Síða 37
g var lengi að velta því fyrir mér hvort ég hefði
nægjanlegt tilefni til að leita á náðir lýtalæknis.
Ég hafði heyrt um konur sem missa eitt eða
bæði brjóstin vegna krabba og láta reyna á
hæfni læknis til að endurbyggja þau. Ég var ekki með
svo alvarlegt vandamál. Ég hafði verið grönn og
spengileg með stinn og framstæð brjóst en eftir að ég
eignaðist barn var ég bara grönn og spengileg. Brjóst-
in héngu alveg niður á nafla, hreint sorglegt að horfa
uppá. Ég gat ekki neitað því að mér fannst fáránlegt
að vera svona. Ef ég lagðist afturábak lágu brjóstin í
handarkrikunum og smám saman urðu þau alveg út-
undan f kynlffinu. Þetta með kynlífið hefur í og með
verið tilefnið sem ég þurfti til að láta til skarar skrfða.
Ég kaus að láta sníða brjóstin uppá nýtt, hysja þau
upp eins og læknirinn orðaði það.
Tilfinningarnar gagnvart líkamanum eru ekkert ein-
faldar. Konur smíða menn innan í sér og þrýsta þeim
svo útúr sér sem er mjög slítandi og erfitt. Þar á ofan
Hggja þær stöðugt undir þrýstingi um að vera 'beib'
með tilheyrandi fjárútlátum á snyrtistofum, megrun-
arkúrum, líkamsrækt og stöðugri tilfinningu um að
vera aldrei nógu flottar. Brjóstin eru ekkert undanskil-
in. Þau eiga að vera stinn þrátt fyrir allar barneignir
eða eðlisgerð. Auðvitað var ég hégómleg í mínum
spekúlasjónum. Mér fannst skömmustulegt að vera
svona og var örugglega undir áhrifum af mjög al-
mennum hugmyndum um kvenlega fegurð. En mér
fannst ég líka vera í flokki einstaklinga sem hafa bein-
línis orðið fyrir líkamlegum skemmdum, líkt og af
völdum bruna sem skilur eftir Ijót ör, eða eftir bílslys
eða eins og konurnar með brjóstakrabbann. Náttúran
getur líka unnið skemmdarverk.
Spurningin um að bæta í brjóstin með silíkoni lá
alltaf í loftinu en þegar ég loksins fór í aðgerðina eftir
sjö ára umhugsun gat ég ekki hugsað mér aðskota-
hluti, fyrir utan að ég var búin að ákveða að þessi
silíkonbrjóstatíska væri útí hött og alveg forljót. Ég er
með frekar lítil brjóst og sá efniviður varð bara að
duga. Áherslan var lögð á að fá þau í fallegt form.
Svona aðgerð er einna helst í ætt við kjólaviðgerð, ef
hún líkist einhverju. Maður er fláður að framan, húðin
sniðin upp á nýtt og síðan saumað saman aftur.
Ég er mjög lánsöm að gróa vel og hef ekki mikil ör
núna tveimur árum sfðar. Viðgerðinni er þó ekki alveg
lokið því það er fylgifiskur svona aðgerða að brjóstin
vilja verpast upp þannig að það þarf að skera einsog
appelsínubát af húð undan þeim og leggja þau niður
að þremur til fjórum árum liðnum. Sú aðgerð skilur
reyndar bara eftir þverlínu undir brjóstinu þar sem
hvort eð er situr felling í skinninu en það er gott að
gera sér grein fyrir þvf að aðgerðir eru 'aðgerðir’ og
það er ekkert til sem heitir ‘engin ör'. Það er skyn-
samlegt að meta blákalt fyrirfram hversu mikill örvef-
ur mun myndast því mannfólkið er ólíkt að þessu
leyti og ekki síður að hafa í huga að aðgerðir heppn-
ast ekki nærri alltaf í fyrstu atrennu og sumar aldrei
almennilega.
Frásögn konu sem lét hífa
uppá' sér brjóstin
37