Vera


Vera - 01.02.2001, Page 38

Vera - 01.02.2001, Page 38
Martha Árnadóttir er stjórnmólafræðingur og hefur unnið við starfsþróunar- og markaðsróðgjöf. Launamál Fyrir utan prófskírteinið er fer- ilskráin (résume) lykilpappír fólks í atvinnuleit og getur skipt sköpum um það hvort um- sækjandi kemur til greina í draumastarfið eða ekki. Til skamms tíma voru það aðeins um- sækjendur um hærri stöður eða stöður sem kröfðust sérfræðiþekk- ingar af einhverju tagi sem þurftu að eiga ferilskrá. í dag aftur á móti þurfa flest allir sem sækja út á vinnumarkaðinn að eiga sína feril- skrá og er þá sama hvers eðlis starfið er. En hvaða upplýsingar eiga að vera í ferilskrám og hvernig á að setja þær fram? Svörin við þessum spurningum eru mikilvæg því feril- skráin er oftar en ekki fyrstu kynni atvinnurekenda af eigandanum og getur ráðið úrslitum um hvort á- hugi hans vakni. Hér á eftir verður leitað svara við nokkrum spurning- um sem koma upp f hugann varð- andi gerð ferilskráa. í þessari um- fjöllun er miðað við hefðbundnar ferilskrár þar sem tíunduð eru starfsferill og menntun. Leitist alltaf við að hafa ferilskrána ykkar sem allra stysta án þess að það komi niður á efninu. Sleppið öllum krúsídúllum í textanum og reynið að nota eins fá orð og þið komist af með. Gott er að hafa í huga þegar feril- skrá er gerð að það eru ákveðnir eiginleikar umfram aðra sem vinnumarkaðurinn er að leita eftir. Það eru eiginleikar eins og: • Vilji til að deila upplýsingum og hugmyndum (frumkvæði) • Virkni í hópstarfi • Jókvæð viðbrögð við breytingum í starfsumhverfinu • Úthald við vinnu undir álagi • Að vera partur af fyrirtækinu (eins og eigandi) • Vilji til að taka skynsamlega á- hættu • Tungumálakunnátta og fjölmenningarleg reynsla • Hæfni í samskiptum við alla hags- munaaðila fyrirtækisins (stjórnendur, viðskiptavini, samstarfsfólk, birgja o.fl.) • Að skilja eðli markaðsviðskipta og hvernig auka má verðmæti fyrirtæk- isins • Áhugi og leikni við að læra og til- einka sér nýjungar í starfi. 38

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.