Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 41
Hvað
stendur á
launa-
seðlmum
þínum?
læknareikninga. Ég færi einnig inn laun í staðgreiðslu
og sitthvað sem til fellur.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Hér er allt skemmtilegt, ég á erfitt með að segja hvað
er skemmtilegast. Starfsandinn er mjög góður.
Hvað finnst þér leiðinlegast?
Ég held að ég sé ekki búin að vinna hér nógu lengi til
að segja hvað mér finnst leiðinlegast. Ég held að það
sé bara ekkert.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu:
Réttindi beint frá vinnustaðnum eru enginn en ég hef
aðgang að sumarbústöðum frá SFR.
Launin
eru ansi lág
Nafn: Bjarnheiður Aida Lárusdóttir
Aldur: 21 árs
Menntun: Grunnskólapróf úr Digranesskóla. Fór strax
eftir lO.bekk að vinna á Salon VEH sem nemi. Sveins-
próf frá lðnskólanum í Reykjavík 1999.
Starf: Hárgreiðslukona
Vinnustaður-. Háraðgerðastofan Trít
Starfsaldur: Unnið á stofu frá 1995, sem nemi, en
sem sveinn frá 1999.
Laun: Er í stólaleigu og borgar ákveðna upphæð í
leigu á mánuði, misjafnt hvað fer f vörur, virðisauka
o.s.frv. Útborguð laun geta verið mismunandi, allt frá
80.000 - 120.000 kr.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð og á von á barni.
Vinnutími: Frá 10-18 virka daga og á laugardögum frá
10-15 en auðvitað getur það dregist til eða frá ef eftir-
spurnin er mikil.
Ertu ánægð með launin?
Ég er ekki ánægð með launin enda eru þau ansi lág
þegar búið er að draga vörur, vsk o.s.frv. frá. Fyrir hinn
almenna hárgreiðslusvein sem vinnur samkvæmt
taxta eru launin ansi lág miðað við vinnutfma og
álag. Ég væri sátt ef ég fengi um 130.000 krónur eftir
frádrátt.
Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun?
150.000 - 200.000 krónur vegna þess að vinnutíminn
er oft langur, mikið af sterkum efnum sem maður þarf
að meðhöndla og mikið álag á líkamann.
Hvert stefnir þú í starfi?
Ég vil vinna á skemmtilegri stofu þar sem er gott and-
rúmsloft og allir eru jafningjar, eins og á Trít.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég ætlaði mér alltaf að fara í hárgreiðsluna.
Starfsábyrgð og skyldur:
Starfið er fólgið í þjónustu. Að sýna nýju straumana
sem hártískan býður upp á hverju sinni og að koma
með tillögur um hvað hentar hverri persónu.
Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?
Maður getur alltaf verið að skapa eitthvað nýtt og svo
hittir maður mikið af áhugaverðu og skemmtilegu
fólki.
Hvað finnst þér leiðinlegast?
Leiðinlegast er þegar dagurinn fer úr skorðum og
maður lendir á eftir áætlun.
Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu:
Sumarbústaðir sem Sveinafélagið á telst til fríðinda.
Réttindin eru alþjóðleg, ég get því unnið hvar sem er
í heiminum.
41
Umsjón: Þorgerður Þorvaldsdóttir