Vera - 01.02.2001, Síða 46
Auknir mögu-
leikar í lengsta
fríi ævinnar
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðsins Einingar
þá væru það 68.745 kr. á mánuði. Það munar því um minna. Inneign
lækkar hvorki barna- né vaxtabætur, hún er fjármagnstekju- og eignar-
skattsfrjáls og erfist að fullu ef sparnaðareigandinn fellur frá. Útgreiðslu-
tími er jafnframt sveigjanlegur. Af þessu má ráða að kostir viðbótar-
sparnaðar eru augljósir því fólk er að skapa sér aukin lífsgæði á efri
árum þegar það fer í lengsta frí ævi sinnar."
Hverju ætti fólk fyrst að huga að þegar það ætlar að
leggja fyrir?
„Fyrst þarf auðvitað að greiða skylduframlag í lífeyrissjóð, sem er 10%
af launum, og það ætti að tryggja a.m.k. 56% af mánaðarlaunum ef
greitt hefur verið í 40 ár í lífeyrissjóð. Næst skyldi huga að viðbótarlíf-
eyrissparnaði, sem er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem býðst í dag.
Launþegar geta sparnað allt að 4% af tekjum sínum og allir eiga rétt á
10% mótframlagi frá atvinnurekanda sínum. Nokkur stéttarfélög hafa
samið um hærra mótframlag fyrir sína félagsmenn. Mögulegt er að
semja við vinnuveitanda um hærra mótframlag því í raun er ekkert há-
mark á þeim greiðslum. Það ætti að vera á forgangslista allra að tryggja
sér þetta mótframlag því í raun er fólk að neita launahækkun ef það
sparar ekki í viðbótarsparnaði. Ofan á þetta má svo byggja annan sparn-
að, eins og í verðbréfasjóðum, hlutabréfum, skuldabréfum eða sam-
blöndu af þessum kostum."
Gildir það sama um láglaunafólk og þá sem bera meira
úr býtum?
„Auðvitað, kostir viðbótarsparnaðar eru greinilegir fyrir alla og vega þar
þyngst tveir þættir: mótframlag atvinnurekenda sem fólk fær ekki að
öðrum kosti og tekjuskattsfrestun. Sem dæmi má nefna þrítugan einstak-
ling sem hefur 100.000 kr. í laun, hann gæti sparað 6.400 kr. en lækk-
un á útborguðum launum mundi nema 2.465 kr. Inneign í viðbótar-
sparnaði eftir 30 ár væri 6.267.241 kr. miðað við 6% raunávöxtun. Ef
viðkomandi fengi þetta greitt úr lífeyrissjóðnum milli sextugs og sjötugs
Hverju breytir viðbótarlífeyrissparnaður fyrir fólk sem er farið að
nálgast eftirlaunaaldurinn?
„Allir sem greiða tekjuskatt ættu að huga að því að spara viðbótarsparn-
að, því mótframlag atvinnurekenda, tekjuskattsfrestun, sveigjanlegur út-
greiðslutími og enginn fjármagnstekju- eða eignaskattur kemur sér vel
fyrir alla. Auk þess erfist viðbótarsparnaður og erfðafjárskattur er eng-
inn sem er eitthvað sem ætti að koma sér vel, sérstaklega fyrir fólk á
sextugsaldri. Rétt er þó að fólk athugi vel samsetningu ellilífeyris og
annarra tekna áður en tekin er ákvörðun um viðbótarsparnað.
Hvaða ávöxtunarmöguleika bjóðið þið upp á?
„Kaupþing rekur Séreignardeild lífeyrissjóðsins Einingar sem fylgir fram-
sækinni fjárfestingastefnu. Rúm 40% sjóðsins eru í hlutabréfum traustra
fyrirtækja á innlendum og erlendum verðbréfamarkaði en tæp 60% í
skuldabréfum sem flest eru með ábyrgð ríkissjóðs og mynda traustan
grunn í safninu. Eining var stofnuð 1994 og hefur ár eftir ár sýnt góða
ávöxtun. Séreignardeild Einingar hentar þeim sem sækjast eftir nokkuð
jafnri ávöxtun en það verða óhjákvæmilega einhverjar sveiflur.
Séreignarsjóður Kaupþings fjárfestir að langmestu leyti í hlutabréfum og
þá helst á erlendum mörkuðum. Markmið Séreignarsjóðs Kaupþings er að
skila hæstu ávöxtun í viðbótarsparnaði til langs tíma með háu hlutfalli
hlutabréfa. Ávöxfun sjóðsins mun sveiflast fímabundið en reynslan sýnir
að þrátt fyrir þessar sveiflur munu hlutbréf skila bestu ávöxtuninni til
lengri tíma litið. Sjóðurinn hentar því öllum sem eiga eftir fimm ár eða
meira í eftirlaunaldur."
Ellilaun 42% lægri en
núverandi laun
íris Arna Jóhannsdóttir,
27 ára lögfræðingur
„Ég fylgdist með umræðunni og auglýsingaflóðinu í kjölfar
þessarar nýbreytni í lífeyrissparnaði. Maður verður að
vera viðbúin því að lækka um allt að 42% í launum þegar
maður kemst á ellilífeyrisaldur. Ég hef eytt tíma og pen-
ingum í menntun og það tekur mig tíma að vinna mig upp
í launum og það getur orðið erfitt að breyta út af þeim
eyðsluvenjum sem maður hefur tamið sér. Þegar ég fer á
eftirlaun vil ég geta lifað góðu lífi á þeim launum sem ég
er vön að fá. Ég ákvað strax við upphaf vinnumarkaðs-
þátttöku minnar að greiða viðbótarlífeyri í séreignarsjóð
til að finna sem minnst fyrir lægri ráðstöfunartekjum. Ég
skipti við Búnaðarbankann því þar á ég önnur viðskipti."
Veitir ekki af viðbótinni
Jóhanna Eyjólfsdóttir, 48 ára
skrifstofustjóri
„Aukalífeyrissparnaður er sparnaður sem maður getur
ekki tapað. Einn helsti kosturinn er sá að maður tekur
ekki út úr sjóðnum fyrr en eftir sextugt. Ég hef áður próf-
að ýmsar sparnaðarleiðir en svo koma tímar þar sem
manni þykir sem maður þurfi endilega að nota þessa pen-
inga. Aukalífeyrissparnaður er hins vegar bundinn til efri
áranna. Fólk sem fer á ellilífeyri dettur niður í tekjum svo
manni veitir ekki af viðbótinni. Ég legg í séreignarsparnað
hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf vegna þess að ég þekki þar til og
veit að sjóðurinn hefur verið með góða ávöxtun."