Vera - 01.02.2001, Qupperneq 49
Samkvæmt íslenskri orðabók er leg skilgreint
sem „líffæri kvendýrs eða konu þar sem frjóv-
gað egg vex og verður fullburða fóstur."
getur með tíð og tíma orsakað krabbameinið. Fleiri þættir
virðast þó geta haft áhrif, svo sem aðrar sýkingar í kynfær-
um. Þannig hafa niðurstöður finnskrar rannsóknar sem birt-
ist nýlega bent til þess að klamýdíusýkingar tengist leg-
hálskrabbameini.
Kynlíf og orsakir leghólskrabbameins
Það hefur lengi verið vitað að leghálskrabbamein tengist á
einhvern hátt kynlffi. Þennan sjúkdóm er frekar að finna
meðal kvenna sem hafa haft marga rekkjunauta eða eru
með karlmönnum sem hafa slíka sögu. Ýmislegt bendir til
þess að hér geti verið um veirusmit að ræða, þar sem veir-
an berst milli kynja við samfarir. Áhættan eykst eftir því
sem konan er yngri þegar hún byrjar að stunda kynlíf. Fleiri
þættir virðast þó jafnframt geta haft áhrif, svo sem aðrar
sýkingar í kynfærum, reykingar, notkun getnaðarvarnarpill-
unnar o.fl. Miili 1960 og 1970 var leghálskrabbamein eitt al-
gengasta krabbamein íslenskra kvenna en í kjölfar skipulegs
leitarstarfs hefur mikið dregið úrtíðni sjúkdómsins. Að
meðaltali greinist krabbamein í leghálsi hjá 15 íslenskum
konum ár hvert. Leghálskrabbamein á, eins og nafnið bend-
ir til, upptök sfn f þeim hluta legsins sem kallast legháls en
hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins.
Flöguþekja þekur leggöng en kirtilþekja sjálfan legbolinn.
Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök si'n þar
sem kirtilþekja mætir flöguþekju við ytra leghálsop og nefn-
ist þetta svæði skiptireitur. Orsök leghálskrabbameins má
rekja til röskunar á jafnvægi í nýmyndun og eyðingu fruma í
slfmhúð leghálsins en þessi frumumyndun er örust við áð-
urnefndan skiptireit. Ekki er vitað hvað veldur þeirri röskun
en ljóst er að um 90% þeirra kvenna sem fá sjúkdóminn
stunda reglulega kynlíf.
Veldur veira sjúkdómnum?
Á síðari árum hefur orðið vart við fjölgun kynsjúkdómavarta
(condylom) meðal karla og kvenna. Þessar vörtur orsakast
af veirutegund sem nefnist Human Papilloma virus (HPV).
Eftirtektarvert erað henni fer fjölgandi í aldurshópnum 15-
18 ára. Human Papilloma veiran hefur marga stofna og
undirtegundir eru yfir 80 talsins. Llm 15 þeirra eru tengdar
leghálskrabbameini og aðrar valda góðkynja vörtum. Hjá
konum myndast þessar vörtur við kynfærin og endaþarms-
op. Einnig geta þær myndast í leggöngum eða í leghálsin-
um. Þetta eru húðlitar vörtur, yfirborð þeirra er oftast flipótt
og þær vaxa í klösum sem geta orðið nokkuð stórir. Stund-
um myndast einungis húðlitar hrufur eða bólgur. Vörturnar
birtast yfirleitt 1-3 mánuðum eftir smit, þó að í sumum til-
fellum geti liðið allt að 12 mánuðir. Hjá körlum geta vört-
urnar myndast á eða undir forhúðinni á getnaðarlimnum
eða kringum endaþarmsopið. Veiran hefur fundist hjá yfir-
gnæfandi meirihluta kvenna með forstigsbreytingar leg-
hálskrabbameins og einnig hjá körlum með krabbamein f
getnaðarlim. f þeim tilvikum þar sem hún nær fótfestu
tengist hún við gen fruma f kynfærum kvenna og karla sem
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins fyrirbyggjandi
heilsuvernd
Athygli vekur að í vissum tilvikum getur byrjun leg-
hálskrabbameins (hulinstig) þróast þrem árum eftir eðlilegt
frumustrok og þess vegna veldur það áhyggjum að ungar
konur mæta síður í kraþbameinsieit en eldri kynsystur
þeirra. Hér á landi hefur leghálskrabbameinum fækkað
mjög mikið eða um allt að 65-70% frá byrjun leitar. Má
þakka það öflugri krabbameinsleit. íslenskar konur á aldrin-
um 20-69 ára eru boðaðar til krabbameinsskoðunar hjá
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á tveggja ára fresti. Það er
fyrst og fremst til að stuðla að fyrirbyggjandi heilsuvernd,
þ.e.a.s. að finna frumubreytingar í leghálsi áður en krabba-
mein hefur náð að þróast. Þess vegna hvetjum við allar
konur til þess að mæta reglulega í skoðun hjá Krabba-
meinsfélaginu!
# Notaðu verjur við skyndimök.
# Reyktu ekki og forðastu að anda að þér tóbaksreyk.
# Stundaðu líkamsrækt, vandaðu fæðuval og neyttu
ófengis einungis í hófi.
# Verndaðu sjólfa þig og fjölskyldu þína, einkum börn,
fyrir sólbruna. Þú getur orðið brún ón þess að brenna, ef þú
gefur þér tima til þess.
# Skoðaðu húðina reglulega og lóttu lækni líta ó allar
breytingar.
# Komdu reglulega í leghólskrabbameinsleit eftir tvítugt og
brjóstamyndatöku eftir fertugt.
# Mundu eftir að skoða sjólf brjóstin þín mónaðarlega.
# Vertu vakandi fyrir breytingum ó heilsufari þínu.
# Borðaðu mikið af grænmeti, óvöxtum og trefjaríku fæði.
Arndís Guðmundsdóttir og Alda Asgeirsdóttir