Vera - 01.02.2001, Qupperneq 50
Hetjur, konur og myndasögur
í myndinni The Unbreakable (M. Night Shyamal-
an, 2000) segir frá dreng sem á við kalksjúkdóm að
stríða. Þessi sjúkdómur veldur því að bein hans eru ó-
venju stökk og sérlega brothætt. Hin börnin kalla hann
glermanninn. Einn daginn þegar drengurinn er að gefast
upp gagnvart sjúkdómi sínum og ætlar að einangra sig,
gefur móðir hans honum myndasögublað sem lýsir baráttu
hetju við óvin.
10
o>
Líf drengsins breytist við að lesa þessa myndaser-
íu og hann tekur að safna myndasögum og skap-
ar sér lifibrauð og frama með því að gerast sér-
fræðingur í þeim. Hann rekur meðal annars gallerí
þarsem hann selur frumteikningar eftir þekkta teikn-
ara. En heimur myndasögunnar hefur náð á honum
svo sterkum tökum að hann trúir á hann og hefur mót-
að kenningu um að myndasagan sé f raun endurspegl-
un á goðsagnalegu mynstri um baráttu góðs og ills.
Þannig trúir glermaðurinn að úti í hinum stóra heimi
séu raunverulegar hetjur, einstakir einstaklingar sem
hafi ofurmannlega eiginleika, ofurmannleg gæði og of-
urmannlega tilhneigingu til að vernda og hjálpa. Hann
kallar þá verndarana, og hann telur sig hafa fundið
einn slíkan þegar hann sér frétt um að einn maður hafi
lifað af gríðarlegt lestarslys, ómeiddur, þrátt fyrir að
líkurnar á slíku hafi verið eingar. Og svo þarf bara að
sannfæra verndarann um hlutverk sitt.
Myndin fjallar um myndasöguna og heim hennar
út frá mörgum sjónarhornum, og tekur til fordóma
gagnvart henni (allir lfta á myndasögur sem barna-
efni), jafnframt því sem áhrifavald myndasögunnar er
gagnrýnt. Á yfirborðinu virðist það kannski helst vera
þessi gagnrýni sem er sterkust (það hefur með endinn
að gera sem ég ætla ekki að gefa upp!), en þegar betur
er að gáð er þessi gagnrýni stöðugt stungin jákvæðri
sýn á myndasöguna, að þvf leyti sem myndmál kvik-
myndarinnar er undir mjög miklum áhrifum frá mynd-
máli myndasögunnar. Þannig er hinn sjónræni hluti
myndarinnar stöðugt að virða og dásama myndasög-
una meðan söguþráðurinn gagnrýnir hana. Og svo má
ekki gleyma því að í The Unbreakable er það bara einn
hluti myndasögunnar, (ofur)hetjusögurnar, sem eru
teknartil umfjöllunar, en myndasagan er svo miklu
fjölbreyttari en það.
Myndasagan hefur óhrif ó kvikmyndir
Þessi kvikmynd er bara eitt dæmi af mörgum um þau
áhrif sem myndasagan hefur haft á kvikmyndir um
þessar mundir. Það má greina tvær tilhneigingar
áhrifa, annarsvegar eru á ferðinni myndir sem eru
beinlínis kvikmyndanir á myndasögum; ofurhetju-
myndireins og Superman (Richard Donner, 1978),
Batman (Tim Burton, 1989), Spiderman (væntanleg) og
myndir byggðar á annarskonar myndasögum eins og
From Hefí eftir Alan Moore sem fjallar um |ack the
Ripper og Gfiost World eftir Daniel Gloves sem fjallar
um ungt fólk í samtímanum en báðar þessar myndir
eru væntanlegar á þessu ári.
Hinsvegar eru myndir eins og The Unbreakable,
Tfie Matrix, Cftasing Amy, Mall Rats (Kevin Smith,
1995), Fifth Element (Luc Besson, 1997) sem nýta sér
myndasöguna sem sjónrænan og myndrænan inn-
blástur. Með þessum hætti er myndasagan að verða
meira áberandi en myndasagan hefur lengst af (og er
enn) verið neðanjarðarfyrirbæri og undirmálsform.
Konur hafa fordæmt myndasögur
Móðir glermannsins f The Unbreakable, sem vonaðist
til að myndasagan yrði syni sínum til góðs, er undan-
tekning því konum hefur löngum verið sérstaklega
uppsigað við myndasöguna og eru fræg (innan
myndasöguheimsins) réttarhöld frá sjötta áratugnum
en þá stóð geðlæknirinn Fredric Wertham fyrir áróð-
ursherferð gegn myndasögum sem endaði með því að
lögum var komið yfir formið og hitt og annað ritskoð-
að: svosem vísanir til kynlífs og gagnrýni á yfirvald.
Helstu stuðningsmenn Wertham voru konur sem for-
dæmdu myndasöguna mjög og óttuðust áhrif hennar
á börn sfn. Líkt og f baráttunni gegn klámi flykktu kon-
ur þarna liði utanum (afturhaldssaman) málstað sem
var að mörgu leyti vafasamur, því eitt af því sem Wert-
ham gagnrýndi var samband Batman og Robins f Bat-
man sögunum. Hann þóttist sjá þar samkynhneigða
undirtóna sem væru á allan hátt hættulegir ungmenn-
um og gætu skaðað hugmyndir þeirra um kynhlutverk
og kynhneigð.Hvort sem rekja má fráhverfu kvenna til
þessarar umræðu eða einhvers annars, þá er það svo
að konur hafa dæmt myndasöguna ákaflega hart;
myndasagan birti einhliða mynd af konum og kvenlík-
ömum þarsem konur eru kynferðisleg viðföng og lík-
amar þeirra birtast í ýktum myndum: stór brjóst og
langir leggir.
Vissulega er þetta rétt: myndasagan og þá sérstak-
lega ofurhetjumyndasagan birtir stereótýpfskar myndir
af konum, og reyndar körlum Ifka, en það má ekki
heldur gleyma þvf að slíkar myndir eru ekki bara í
myndasögum, og eru reyndar ekkert verri þar en hvar
annarsstaðar: hvað með allar auglýsingarnar, barbí-
dúkkurnar, tískumyndirnar?
Líkt og flest önnur menningarframleiðsla er mynda-
sagan fyrst og fremst skrifuð og sköpuð af karlmönnum
og því hafa karlar verið meira áberandi sem gerendur. En
það kemur ekki í veg fyrir að myndasagan hefur átt sér
margar frægar kvenhetjur og reyndar er það oft svo að
sterkustu kvenhetjurnar er að finna innan myndasögu-
formsins. Þetta smitast svo yfir á kvikmyndir byggðar á
myndasögum en í mörgum þeirra, svosem Virus (|ohn
Bruno, 1999), Barb Wire
(David Hogan, 1996) og Fifth Element, er að finna
óvenjulegar og óvenju sterkar kvenhetjur. Þær eru allar
miklir hasarkroppar en einn verjandi myndasögunnar
benti á að höfundar hefðu einmitt lagt áherslu á að
skapa sterkar kvenhetjur, en til þess að gera þær „sann-
færandi, fyrir strákana hefðu þær þurft að vera sexý..."
50