Vera - 01.02.2001, Qupperneq 51
Vídeódómar
TKe Matrix
Wachowski bræðurnir, 1999
The Matrix er ein áhrifamesta kvikmynd síðustu ára. Mynd-
rænt séð sækir hún meira til myndasögunnar en nokkur
önnur kvikmynd fram til þessa, enda var hún upphaflega
teiknuð í myndasöguform og síðan var kvikmyndað eftir því.
Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi: tölvunördinn Neo
kemst að því að heimurinn er ekki sá sem hann heldur.
Hinn efnislegi veruleiki er rústir einar og sá heimur sem
Neo býr í er hjáveruleiki sæbólsins (cyberspace) sem stjórn-
að er af gerfigreindum tölvuforritum. Neo slæst í hóp upp-
reisnarfólks sem ætlar sér að yfirtaka heiminn á ný. Með
hina ofursvölu Trinity við hlið sér ræðst hann til atlögu.
Þessi mynd gerði Keanu Reeves að kúlt fígúru á ný en
leikkonan Carrie Ann-Moss fékk ekki síður athygli fyrir
frammistöðu sína sem smart og svöl hasarpía. Ótrúlega
flott mynd og algerlega ómissandi.
X-Men
Bryan Singer, 2000
Byggð á gífurlega vinsælum myndasögum um svokallaða X-
menn sem eru stökkbreytt fólk með ofurmannlega hæfi-
leika. í sögunum er nokkuð gott jafnvægi milli kven- og
karlfígúra og því er haldið í kvikmyndinni sem segir frá því
hvernig ung (stökkbreytt) kona á flótta hittir annan (stökk-
breyttan) flóttamann og saman finna þau skjól hjá X-mönn-
unum og komast að því að það ríkir stríð milli tveggja hópa
stökkbreyttra, þeirra sem vilja mannkyninu vel og þeirra
sem vilja því ekki svo vel.
í myndinni eru margar sterkar kvenhetjur, allt frá flótta-
stúlkunni Rogue til illkvendisins Mystique sem getur skipt
um ham, og utan karlhetjunnar Wolverine þá eru það kon-
urnar sem standa uppúr sem eftirminnilegar persónur. Það
er sérlega áhugavert með tilliti til þess að X-Men er án efa
smartasta og vitrænasta kvikmyndunin á ofurhetjumynda-
sögum til þessa..
Chasing Amy
Kevin Smith, 1997
Chasing Amy segir frá því þegar gagnkynhneigði mynda-
söguhöfundurinn Holden hittir samkynhneigða myndasögu-
höfundinn Alyssa. Hann verður ástfanginn af henni og á
tímabili verða þau par. En besti vinur hans og samhöfundur
er ekki ánægður með þetta og grefur upp sögur úr fortíð
stúlkunnar sem þeim félögum þykja vafasamar. Þetta er um
margt metnaðarfull mynd sem tekur á ýmsum stórum mál-
um, samkynhneigð kvenna, samkynhneigðum undirtónum í
nánum vinskap tveggja karla og svo síðast en ekki síst,
stöðu kvenna og karla í myndasöguheiminum. Helsta
vandamálið er að handritið er ekki alveg nógu vel skrifað og
hin löngu samtöl um öll þessi mál verða dálítið þvælin og
leiðigjörn. En það breytir ekki því að hér er á ferðinni virki-
lega áhugavekjandi mynd og nokkuð óvenjuleg miðað við
bandaríska framleiðslu. Svo endar myndin á því að Holden
er búinn að skrifa atburðarás myndarinnar í myndasögu-
formi og þannig gæti þetta allt eins verið myndasaga!
Mynd úr S/n City (Dark Horse Comics) eftir Fronk Miller
51