Vera


Vera - 01.02.2001, Side 52

Vera - 01.02.2001, Side 52
Þóra Þorsteinsdóttir og Hugrún R. Hjaltadóttir B net Fituskertur létt-femínismi Þættirnir um Buffy vampírubano hafa ótt gríð- arlegum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum og víðar en minna hefur farið fyrir þáttunum hér. Stöð tvö er nú að hefja sýningar á þriðju seríunni og því fannst mér við hæfi að fjalla lítillega um þættina frá femínísku sjónarhorni. Buffy er nógu sterk til þess ao ráoa vio allar Þegar ég sá fyrst þátt um Buffy the Vampier Slayer fannst mér ekki mikið til hans koma. Þarna var bara enn einn unglingaþátturinn með ljóshærða dúkku í aðalhlutverki sem örugglega ekkert væri varið í. Það sem vakti athygli mína var að þessi litla dúkka var að slást af hörku við ógeðsleg skrímsli sem sést ekki oft í bandarískum sjónvarpsþáttum. Þegar ég var búin að sjá nokkra þætti kom upp sú hugsun að þetta væru hugsanlega femínískir þættir, allavega létt-femínískir. í Bandaríkjunim hefur Buffy verið lof- uð fyrir að vera femínísk kvenhetja og í mörgum háskólum er farið að fjalla um hana sem dæmi um femín- isma í afþreyingarmenningu. Þetta finnst mér pínulítið sorglegt þar sem enginn viðriðinn þættina hefurviður- kennt femíníska boðskapinn og aðal- leikkonan, hún Sarah Michelle Gell- ar, þvertekur fyrir það að vera femínisti. Þó þori ég ekki alveg að af- skrifa það að höfundur þáttanna sé að reyna að lauma femínískum boð- skap að áhorfendum en þori bara ekki að hafa orð á því af hræðslu við að fá á sig femfnistastimpilinn og þar með fæla burtu milljónir áhorfenda. Þættirnir um Buffy eru angi af Girl power bylgjunni sem er oftast tengd við Spice girls. Girl power gengur út á að sýna að stelpur geti líka verið sterkar og kraft- miklar og umfram allt eru þær ekki fórnarlömb eins né neins. Þetta er auðvitað takmarkaður boðskapur en hann nær til stelpna og gefur tækifæri á nýja og kraft- meiri sýn á stelpur í fjölmiðlum. Ofurnáttúrulegur líkamlegur kraftur Buffy er 16 ára þegar sagan hefst og er hún nýflutt til Sunnydale. í bænum er ekki allt með felldu, þar er einn unglingaskóli og einn skemmtistaður en tólf kirkjugarðar sem segir margt um fólksfjölda og dánar- tíðni. Ástæðan fyrir þessu er sú að bærinn stendur ofan á einum af munnum vítis. Buffy talar og klæðir sig eins og flestar stelpur gera í high school sjón- varpsþáttum en hún er öðru vísi. Hún er útvalin vam- pírubani, „the slayer", og til að auðvelda henni að slást við myrkraöflin er henni gefinn ofurnáttúrulegur líkamlegur kraftur. Buffy er nógu sterk til þess að ráða við allar stærðir og gerðir af skrímslum en hún notar þessa krafta sfna líka óspart til þess að sýna að það er hún sem ræður. Hún gengur í skrokk á ósmekklegum körlum sem flauta á eftir henni úti á götu og hjálpar vinum sfnum út úr vandræðum í skólanum með því að snúa upp á hendurnar á fólki. Xand- er vinur Buffy finnst karlmennsku sinni oft ógnað. Honum finnst í lagi þegar hún bjargar lífi hans en það fer í taugarnar á honum að hún þurfi ailtaf að vera að skipta sér af þegar hann lendir upp á kant við hina strákana f skólanum. Eins og hann segir sjálfur: Glóðarauga hverfur en stoltið grær ekki. Sem sagt þá leysir Buffy mjög mikið af vandamálum sínum með ofbeldi, sem er ekki dæmi- gert fyrir unglingsstelpur í sjónvarpsþáttum, heldur á frekar við um vöðvastælta karlmenn. Buffy er langt frá þvf að vera fullkomin. Hún er ekki fyrirmyndarnemandi, skólastjórinn hatar hana, hún hlýðir ekki mömmu sinni, lendir í strákavandræð- um og hún reynir fyrir sér sem klappstýra en kemst ekki að. Því að þrátt fyrir að hún sé lykilpersónan í að halda vampírum og djöflum úr öðrum heimum í skefjum, upplifir hún flest það sem venjulegar stelpur upplifa f sínu daglega lífi. Þessi venjulegu vandamál draga hana út úr sínum óraunverulega heimi og nær raunveruleika áhorfenda. Þættirnir um Buffy eru angi af Girl power bylgjunni sem er oftast tengd við Spice girls. Girl power gengur út á að sýna að stelpur geti líka verið sterkar og kraftmiklar og umfram allt eru þær ekki fórnarlömb eins né neins. 52

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.