Vera


Vera - 01.02.2001, Qupperneq 59

Vera - 01.02.2001, Qupperneq 59
50% þeirra sem eru ákærðir fyrir ýmis kynferðisbrot voru komnir með fastmótaðar venjur sem ákvörðuðu hvað æsti þá kynferðislega áður en þeir náðu 18 ára aldri. um aldri keppast við að eiga „kynæsandi" nærföt sem áður voru eingöngu notuð af vændiskonum sem komnar voru af léttasta skeiði og þurftu að „klæða sig upp" til að fá kúnnann til við sig. Konur eru því komnar í annað uppáhaldshlutverk karlveldisins: kyn- veruna. Til að hnykkja á því að konur séu bara „tits & ass" er klámiðnaðurinn orðinn risastór. Allskyns klámmyndir og tól og tæki til heimanota eru fram- leidd í massavís og dreift um víðan völl. Konum er markvisst sagt að þær séu fyrst og fremst kynverur. Smám saman verður þeim sagt að þær séu bara kyn- verur. Eins og þær voru áður bara húsmæður. Konur til sýnis og ofnota Þegar fjallað er um klám þarf fyrst að skilgreina fyrir- bærið. Sumir segja að það sé alls ekki hægt. Sumir segja að erótík upphefji þar sem klám niðurlægi, það eru augljóslega ekki þeir sömu og segja að klám sé alls ekki niðurlægjandi. Þó segir kvenritstjóri eina erótíska blaðsins í Danmörku sem ætlað er konum: „Karlar Ifta á erótík sem klám sem er orðið leiðinlegt." Mfn skilgreining er sú að erótík sé allt það kynferðis- lega samneyti tveggja aðila sem fram fer í einrúmi og með samþykki beggja. Klám er þá allar þær kynferðis- legu athafnir sem sýndar eru, hvort sem tekið er gjald fyrir eða ekki. Mér finnst sú ofuráhersla sem lögð er á nekt í auglýsingum og bíómyndum vera skaðleg (þá á ég t.d. við venjulegar spennumyndir en ekki aðeins það sem flokkast venjulega undir klámmyndir). Líkamar fólks eru að mínu mati einkamál en ekki sýningargrip- ir. Nekt er notuð sem söluvara, til að selja vörur bein- lfnis eins og í auglýsingum, eða óbeint eins og í bíó- myndum, þar sem mynd af einhverri persónu mynd- arinnar hálfnakinni er oft notuð í bíóauglýsingum og utan á videospólur. Þegar sýnt er úr bíómyndunum eru oftast sýnd nektar- eða kynlífsatriði, þau eru greinilega álitin trekkja að. Að þessu leyti er verið að misnota nekt og líkama, hlutgera og þar af leiðandi að gera lítið úr. Með þessum endalausu nektarsýningum þar sem Ifkami (allavega þeirrar persónu sem situr fyrir) er til sölu er þeim skilaboðum komið á framfæri að konur, sem alla jafna eru viðfangið, séu til sýnis og jafnvel afnota fyrir hvern sem er. Þetta tel ég vera skaðleg skilaboð. Klóm er skaðlegt unglingum Það sem ég ætla að reyna að sýna fram á er að allt klam, líka þetta ljósbláa sem sumir telja sér trú um að sé ókei, sé í raun skaðlegt. Það er sérstaklega skaðlegt unglingum því þeir hafa ómótaðar skoðanir °g því hefur það mótandi áhrif á skoðanir þeirra. Skaðinn felst í því að: Klám brenglar hugmyndir þeirra um kynhegðun, þó sérstaklega kynhegðun kvenna. Þær séu til hvar sem er og hvenær sem er og segja því aldrei nei (nema þegar þær „vilji láta nauðga sér"). Klám fyllir strák- ana minnimáttarkennd, þeirgeti aldrei staðið sig „svona vel" eins og gaurarnir í myndunum. Klám hvetur til ofbeldis; konur vilji láta pfna sig soldið (hve mikið?). Klám gerir hina ágætu athöfn að njóta ásta eða að elskast að skrípaleik þar sem áherslan er á lík- amsparta, ekki tilfinningar. „Ókei að halda stelpu niðri og neyða hana til samfara" Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um unglinga og klám, næstum allar rannsóknir sem gerðar eru á áhrifum kláms á neytendur eru gerðar á fólki yfir átján ára aldri. Það hlýtur þó að skipta mjög miklu máli hvernig kynlíf unglingar eru að horfa á eða að fá upp- lýsingar um á annan hátt. Bandaríski sálfræðingurinn lennings Bryant gerði könnun sem náði til 600 manns, þar á meðal ungmenna. Þar kom fram að 72% stráka 11 -14 ára langaði til að prófa kynlíf eins og þeir höfðu séð það framkvæmt í klámmynd. Þar var einnig spurt: „Hefurðu reynt að gera eitthvað af því sem þú sást gert í klámmynd?" Svör nokkurra fullorð- inna karla sögðu að síðar meir hefðu þeir prófað eitt- hvað af því sem þeir höfðu séð. Strákar á aldrinum 15-18 ára voru líklegastir (31%) til að svara því til að þeir hefðu reynt slíkt innan nokkurra daga frá áhorfi. Diana Russell félagsfræðingur segir: „Flest bendir til að strákar á þessum aldri verði fyrir áhrifum af því sem þeir horfa á. Hversu líklegt er að þeir hermi að- eins eftirþeim kynlífsathöfnum sem eru ekki niður- lægjandi eða ofbeldisfullar?" Símaviðtöl lennings Bryants leiddu í ljós að með- alaldur stráka þegar þeir sáu Playboy eða sambæri- legt blað í fyrsta sinn var 11 ár. Strákar á aldrinum 11- 14 ára höfðu að meðaltali séð 2,5 eintök af slíkum rit- um en þegar komið var á aldurinn 15-18 höfðu þeir séð að meðaltali 16 eintök og 84% þeirra höfðu séð klámmyndir. Rannsókn ]ames Check og Kristin Maxwell (1992) á 247 kanadískum nemendum, sem að meðalaldri voru 14 ára, sýndi að 87% stráka og 61% stelpna höfðu séð klámmynd á myndbandi. Þau voru yfirleitt undir 12 ára aldri f fyrsta sinn sem þau sáu slíka mynd. 33% drengja á móti aðeins 2% stúlkna sögðust horfa á klám einu sinni f mánuði eða oftar. Auk þess sögðu 29% drengja á móti 1% stúlkna að úr klámi fengju þau hagnýtustu upplýsingarnar um kynlíf (þ.e. frekar en frá foreldrum, skóla, vinum o.s.frv.). Drengirnir sem horfðu mikið á klám og/eða sögðust hafa lært mikið af klámi voru Ifklegri til að segja að það væri: „Ókei að halda stelpu niðri og neyða hana til samfara." Því má bæta við að nýlegar rannsóknir benda til að yfir 50% þeirra sem eru ákærðir fyrir ýmis kynferðisbrot voru komnir með fast- 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.