Vera - 01.02.2001, Side 61
Strákunum finnst stelpur bara fúlar ef þær vilja ekki hefja samfarir innan 27 mínútna frá
því að þeir kynnast þeim. Og svo vilja þær ekki þetta og ekki hitt og fást með engu móti
til að gera það með þremur bestu vinunum í einu eða neitt
Þessir strákar standa í þeirri trú að konur séu
alltaf til í allt og með hverjum sem er. Margir karl-
menn komast aldrei af þeirri skoðun og mótar það öll
þeirra samskipti við kvenkynið. Ef þeir álpast í sam-
band gera þeir þannig kröfur á konuna að hún flýr af
hólmi. Og þá eru þeir aftur komnir á það stig að
sækja f klámefni. Smám saman verða þeir kannski
leiðir á „ailtafþví sama" og fara að horfa á grófara og
grófara klám.
Stelpur sem fá sínar hugmyndir um kynlff í gegn-
um klám upplifa sig gjarnan sem rosalega eftirsóttar
ef þeim tekst að lfkja eftir hegðun kvennanna í klám-
myndunum. Það fara svo að renna á þær tvær grímur
þegar þær fatta að þetta er ekki svo auðvelt; fuilnæg-
ingarnar koma bara ekki á færibandi og það er frekar
mikið sársaukafullt að vera með nokkrum strákum í
einu eða í striklotu. Svo eru þær kannski ekki með
svona flott brjóst. Þannig að þær sitja uppi með van-
máttarkennd yfir vanhæfi sínu og þá ekki síður þær
sem hafa engan hug á að reyna sig í þessum hlutverk-
um. Þær eru álitnar ekkert smá leiðinlegar, gott ef
ekki kynkaldar (sem er hið versta skammaryrði) og
það styrkir ekki sjálfsmynd þeirra.
Klám fyllir strákana minnimáttarkennd, sem getur
m.a. leitt til beitingar ofbeldis auk þess sem ofbeldis-
fullt klám beinlínis hvetur til ofbeldis. En þeir fyllast
örugglega minnimáttarkennd þegar þeir sjá frammi-
stöðu kynbræðra sinna í klámmyndum. Stærð og út-
hald er með ólíkindum og kvenfólk liggur marflatt fyr
ir þeim án fyrirhafnar. Þegar þessir venjulegu strákar
ætla svo að leika þetta eftir kemur annað í ljós. Það
þarf að dekstra stelpurnar í lengri tíma og þær láta
kannski undan meira vegna þrýstings en af einskær-
um áhuga. Þær kunna engin flott trix og eru tæplega
fullkomnar í vextinum. Og verst af öllu; þeir fá full-
næginguna of fljótt en stelpurnar alls enga.
gangurinn í strákunum þegar þeir eru að sanna
líka oft mjög þreytandi og getur fælt hinar áh
ustu stelpur frá.
Hugmyndin ein og sér sem strákar hafa um að
stelpur geti alltaf stundað kynlíf getur fyllt þá
máttarkennd. Þegar stelpur hafna þeim,
þegar svo langt er komið sögu að þeir telja að sam-
farir séu næsta mál á dagskrá, er næsta vfst að þeir
felji sig órétti beitta og verði'reiðir. Þótt þeir láti það
kannski ekki strax í Ijós getur reiðin kraumað og bitn-
að á einhverjum öðrum stelpum, seinna. Þannig get-
ur klám haft skaðleg áhrif á óharðnaða unglinga.
Það er því niðurstaða mín að klám af öllum gerð-
um sé skaðlegt fyrir alla; þá sem taka þátt í klám-
myndum, þá sem horfa á það og þá sem eiga sam-
skipti við neytendur kláms. Og það fyllir unglingana
ranghugmyndum. Og ég minni á að þessir unglingar
verða að fullorðnu fólki.
Heimildaskrá
Bywater, Michael (1991, |uly). „Porn again- why men can’t
resist it." (Breska) Cosmopolitan, bls. 228 og 229.
Riske, Gunhild (1996, 24. okt.). „Nár mænd bruger porno."
Viðtöl við Birgit Dagmar lohansen (sexolog), Kenan
Seeberg (blaðamann) og Lilli Henriksen (ritstjóra). Alt for
damerne, bls. 34, 35 og 38.
Russell, Diana E.H.( 1993). Against Pornography: The
Evidence of Harm. California, Russell Publications.
Skugge, Linda Norrman, Belinda Olsson og Brita Zilg (2000).
Píkutorfan. Hugrún R. Hjaltadóttir og Kristbjörg Kona Krist-
jánsdóttir þýddu. Reykjavik, Forlagið.