Vera - 01.02.2001, Síða 62
Bára
Ellefta nóvember síðastliðinn var haldið málþing um Svövu iakobsdóttur rithöfund á vegum Félags
íslenskra fræða. Fimm fyrirlesarar spáðu í stöðu Svövu í samtímabókmenntum, áhrif hennar á aðra
höfunda og leituðu nýrra leiða í túlkun á verkum hennar. Tilefni þingsins var sjötugsafmæli skáldkonunn-
ar en hún er „af góðum árgangi", eins og Dagný Kristjánsdóttir orðaði það í blaðaviðtali, þeim sama og
Vigdís Finnbogadóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ásta Sigurðardóttir og ýmsar fleiri. Svava var sjálf við-
stödd málþingið ásamt Jóni Hnefli og afhenti að því loknu gjöf til Landsbókasafnsins sem hún og lands-
bókavörður handsöluðu á milli sín. Á málþinginu var fullur salur af skáldsystrum og öðrum konum en
skáldbræður sáust fáir og karlmenn almennt sjaldséðir.
)
)
Hefðarbrjótur og frumkvöðull
Soffía Auður Birgisdóttir reið á vaðið með umfjöllun
um bókmenntafræðinginn Svövu jakobsdóttur og
nefndi fyrirlestur sinn: „Samhengi hugmynda og hins
talaða orðs". Soffía Auður taldi að ekki væri hægt að
skilja að fræðikonuna Svövu frá skáidkonunni Svövu
því fræðitextar hennar og skáldskapartextar væru
mjög tengdir. Og tók hún Gunnlaðar sögu sem dæmi
um skáldsögu sem er byggð á fræðitexta sem Svava
skrifaði um 104. - 110. erindi Hávamála og varpar
skáldsagan um leið nýju Ijósi á fræðitextann.
Fræðilegum textum Svö.vu má skipta í tvennt, að mati
Soffíu Auðar, ritgerðir og ritdóma. Til ritgerða telst
t.d. Reynsla og raunveruleiki sem birtist í Konur
skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Þar segir hún
frá því hvernig hún skrifar, hvernig verk hennar verða
til. Svava leggur áherslu á að hún er kona að skrifa í
heimi karla.
Snúið er uppá hið hlutlæga raunsæi karlahefðar-
innar, snúið útúr því og ranghverfunni á því snúið út,
62