Vera - 01.02.2001, Side 63
er haft eftir Svövu. Þetta má t.d. sjá í smásögunum
Gefið hvort öðru og Sögu handa börnum í síðar-
nefndu sögunni hefur það ekki sýnileg áhrif á stöðu
konunnar innan heimilisins að heilinn sé skorinn úr
henni. Þegar konan sker hinsvegar úr sér hjartað og
gefur börnum sínum fúlsa þau við því.
Birna Bjarnadóttir flutti fyrirlestur sem bar heitið
„Takmarkanir kvennapólitíkur andspænis möguleikum
skáldskaparins: Um raunveruleika innri reynslu í sög-
um Svövu Jakobsdóttur."
Birna benti á að Svava hafi mótmælt því að ævi-
verki hennar hafi verið skipt upp í tímabil nýsköpunar,
sálfræðilegra verka og raunsæis, hún hafi skrifað
raunsæisleg og sálfræðileg verk frá upphafi og því sé
ekki hægt að segja að hún hafi skrifað í tímabilum.
Handbragð Svövu er, svei mér þó, einstakt og
óviðjafnanlegt
Ástráður Eysteinsson flutti fyrirlesturinn: „f tómarúmi:
Staður og steinn í textum Svövu lakobsdóttur".
Ástráður benti á að í sögum Svövu væru fjölmargir
veggir, þeir sneru bæði út og inn á við og væru á milli
fólks og þá kannski sérstaklega kynjanna. Grjótvegg-
urinn í smásögunni Veista undir grjótvegg er eitt birt-
ingarform þessara veggja sem oft eru steinsteypu-
veggir, enda Svövu hugleikin sú árátta fslendinga að
vera alltaf að byggja, að ganga í björg. Steinsteypa er
önnur birtingarmynd náttúrunnar. Hús er ekki bara
þak yfir höfuðið heldur líkami.
Leigjandinn, eða „dæmisagan um hersetuna"
Pétur Már Ólafsson flutti fyrirlesturinn „Lokaæfing
leigjandans", þar sem hann reyndi að sýna fram á að
paranoja (ofsóknaræði) væri sameiginlegur áhrifa-
valdur í Leigjandanum og Lokaæfingu. Pétur Már
vildi meina að verk væri ekki bara hægt að lesa með
tilsjón af þeim tfma sem það er skrifað á og þar af
leiðandi væri Leigjandinn ekki bara um hersetuna og
Lokaæfing ekki bara um kalda stríðið. Birna Bjarna-
dóttir sagði einnig um Leigjandann að verkið sé sam-
félagsleg skírskotun og sé um óttann sem býr hið
innra. Við vörpum því sem við óttumst innra með
okkur út fyrir, á útlendinga eða eitthvað annað sem
okkur þykir henta til að óttast. Pétur Már sagði að við
verðum að sættast við útlendinginn í sjálfum okkur.
Paranoja Ara í Lokaæfingunni kemur fram í því að
hann heldur að allir girnist Betu og því lokar hann
hana inni í byrgi sem hann telur sér trú um að sé til
að verjast ef til kjarnorkustyrjaldar komi. Pétur Már
benti Ifka á trúarlega túlkun á Leigjandanum. Ókunni
maðurinn sem sést á vappi í fjörunni og ber síðan að
dyrum á aðfangadagskvöld sé Kristur. Á heimilinu eru
hinsvegar allir ófærir um að opna fyrir honum. Má
Ifka benda á að nöfn persónanna í Lokaæfingunni,
Ári, Beta og Lilja, minna líka talsvert á íbúa Paradísar,
bau Adam, Evu og Lilith og er þá sennilega hægt að
útfæra trúartúlkun Péturs Más frekar á það verk Svövu
og önnur.
Skóldverk
Tólf konur. Smósagnasafn. 1965.
Veizla undir grjótvegg. Smósagnasafn. 1967. Leigjandinn.
Skóldsaga. 1969.
Gefið hvort öðru ... Smósagnasafn. 1982. Gunnlaðar
saga. Skóldsaga. 1987.
Undir eldfjalli. Smósagnasafn. 1989.
Hvað er í blýhólknum? 1970.
Friðsæl veröld. Einþáttungur. 1974.
Æskuvinir. 1976.
í takt við tímana. Útvarpsleikrit. 1980. Lokaæfing. 1983.
Næturganga. Sjónvarpsleikrit. 1989.
Áhrifavaldur
Dagný Kristjánsdóttir átti svo síðasta fyrirlesturinn á
málþinginu og sá Ármann lakobsson þingstjóri
ástæðu til að gera góðlátlegt grín að hinum bók-
menntafræðilega titli „Texti af texta af texta af texta"
Fyrirlestur Dagnýjar var að sönnu hábókmenntafræði-
legur og uppfullur af frösum eins og intertextuality,
metatexti, erkitexti og verður ekki farið út f endursögn
á þeim merku fræðum hér. Dagný sýndi (með notkun
frasanna) fram á hvernig texti Svövu hefur haft áhrif á
aðra rithöfunda og las stórskemmtilega kafla úr verk-
um Gerðar Kristnýjar, Andra Snæs Magnasonar, Elín-
ar Ebbu Gunnarsdóttur og Vigdísar Grímsdóttur sem
sýndu svo ekki varð um villst hvernig þau nýta sér for-
dæmi Svövu. Og svo er hægt að lesa aftur verk Svövu
með hliðsjón af textum ungu rithöfundanna. Þannig
geta skáldverk endurnýjast með því að hafa áhrif. Það
er það sem Dagný átti við með „texti af texta af texta."
Svava Jakobsdóttir er fædd 4. október 1930, dóttir dr.
Jakobs Jónssonar prests i Hallgrímskirkju og Þóru
Einarsdóttur. Bróðir hennar var Jökull Jakobsson, faðir
þeirra Unnar, Elisabetar, llluga og Hrafns, sem öll hafa
lagt fyrir sig ritstörf. Svava varð stúdent fró MR 1949.
Hún stundaði nóm í enskum og amerískum bókmenntum
við Smith College í Massachusetts í Bandaríkjunum og
tók þaðan AB próf órið 1952. Síðan lagði hún stund ó
rannsóknarnóm í íslenskum fornbókmenntum í Oxford í
Englandi og ó órunum 1965-66 las hún sænskar bók-
menntir við Uppsalahóskóla í Svíþjóð. Svava var virk í
og sat ó þingi fyrir Alþýðubandalagið ó órunum 1971 til
1979. Hún giftist Jóni Hnefli Aðalsteinssyni prófessor i
þjóðfræði við Hóskóla íslands 1955. Sonur þeirra er
Hans Jakob.