Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 65

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 65
Þorgerður Þorvaldsdóttir Innsýn í orðræðu kynjafræinnnr Bryddingar - um samfélagið sem mannanna verk, eftir Þorgerði Einarsdóttur Félagsvísindastofnun Hóskóla íslands og Hóskólaútgófan, 2000.148 bls. Bókin Bryddingar er greinasafn sem hefur að geyma 14 greinar sem allar voru skrifaðar á tímabilinu 1993-2000, utan ein sem er frá árinu 1987. Sex þeirra hafa ekki birst á prenti áður. Höfundurinn, Þorgerður Einarsdóttir, er doktor í félagsfræði og nýráðin lektor f kynjafræði við Háskóla fs- lands. Hún hefurtekið virkan þátt í jafnréttispólitískri um- ræðu á íslandi um árabil og átti meðal annars sæti í rit- nefnd Veru. Titill og bókakápa verksins vfsa bæði í þöglan menningarheim (sumra) kvenna. Bryddingar er þannig orð yfir fínt bróderí og bókakápuna prýðir flókið og margrætt landakort saumakvenna, síða úr snfðabók. Greinarnar eru mis „akademískar" að formi og inntaki og endurspegla vel fræði- konuna og baráttukonuna Þorgerði. Þeim er þó „öllum sam- merkt að gefa félagsfræðilegt, kynjafræðilegt og jafnréttispóli- tískt sjónarhorn á ýmis málefni og viðfangsefni samtímans." (bls. 8). Gróflega má greina tvö megin þemu í bókinni, þó ein- hverjar greinar falli þar fyrir utan. Annað snýr að menntun og kynferði og stöðu kvenna innan vfsindasamfélagsins. í þeim flokki eru nýjustu greinar ritsins; „Er menntun lykill- inn að jafnrétti? Staða kvenna í háskólasamfélaginu"(2000) og „Leyndadómar læknastéttarinnar, kynbundið val lækna á HSfc, (Oullkislati Sérverslun með kvensilfur Bjóðum eldri munsturgerðir Onnumst allar viðgerðir, hreinsun og gyllingar. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160 sérgreinum." (2000). í hinni fyrrnefndu er leitað svara við því „hvaða þættir það eru í innra gangverki háskólanna sem hindra þróun jafnréttis." (bls. 13.) Þar bendir höfundur á hið hróplega ósamræmi á milli fjölda kvenna sem hefja grunnnám, og þeirra sem að lokum skila sér upp á efstu stig, þ.e. í prófessorstöður, en það að konur heltist úr lest- inni eftir því sem hærra er klifið í metorðastiga háskólanna virðist vera regla frekar en undantekning, og alls ekki sérfs- lenskt fyrirbrigði. Hitt megin þemað í bókinni er fjölskyldumál, með sér- stakri áherslu á fæðingarorlof karla. Það er sannarlega spennandi lesning nú þegar ný lög um fæðingarorlof hafa gengið í gildi. „Með reykvískum körlum f fæðingarorlofi gegn um súrt og sætt" (1998) og „Hvað hefur fæðingarorlof karla með jafnrétti að gera?" (1999) ættu þannig nánast að vera skyldulesning fyrir alla sem eiga lítil börn eða eru að hugleiða barneignir. Sú grein sem mest hreif við mér var þó „Einkalífið - hinn gleymdi vígvöllur kvennabaráttunnar" (1993), en þar segir frá sænskri rannsókn sem skoðar rætur og birtingarmyndir kynjamisréttis á vettvangi sem fæstir vilja kannast við, nefninlega hjá ungum og barnlausum pör- um í sambúð. Þessi stutta en snarpa grein vekur sannarlega upp fleiri spurningar en hún svarar og neyðir lesendur til að gaumgæfa sitt nánasta umhverfi. Þar eru þó fyrirheit um betri og „jafnréttari" tíð en „paradís" kostar endalaust samningaþóf, baráttu og vinnu. Uppskeran er þó sannar- lega erfiðisins virði, nefnilega; „Jafnrétti við þann heitt- elskaða." (bls. 122). „Millifærsla á persónuafslætti sanngirn- ismál eða tímaskekkja"( 1995), er dæmi um stutta en snarpa grein sem upphaflega er skrifuð sem beinskeitt innlegg í pólitíska orðræðu líðandi stundar. í eftirmála þar sem höf- undur „horfir um öxl" fá svo lesendur tækifæri til að fylgja málinu eftir og um leið greina ákveðnar þróunarlínur. Loks er gaman að geta þess að „Bakslagið styrkti mig" viðtal við lennýju Sigrúnu Sigfúsdóttur birtist upphaflega í Veru 1995 en þar ræðir höfundur við móður sfna sem vann mál Kærunefndar lafnréttismála fyrir Hæstarétti árið 1996. í heild má segja að greinasafnið endurspegli vel þá breidd sem kynjafræðilegt sjónarhorn spannar, jafnvel hjá einni og sömu fræðikonunni, enda er „kynferði grundvallar- stærð í mannlegri tilveru," (bls. 9) sem snertir öll svið sam- félagins. Safnið hefur því víða skírskotun. Það gefur leik- mönnum innsýn í orðræðu kynjafræðinnar, auk þess sem það veitir ákveðna fótfestu í jafnréttisumræðu og pólitík líðandi stundar. Þá eru í ritinu mikilvægar grunnrannsóknir sem munu nýtast fræðafólki við störf sín. Megin styrkurinn liggur þó kannski í því að bókin vekur fleiri spurningar en hún svarar og virkar því sem hvati til frekari rannsókna á sviði kynjafræða. Heildar niðurstaðan er þó afdráttarlaus. lafnrétti vinnst ekki af sjálfu sér, og er ekki bara spurning um tíma heldur verkefni sem stöðugt og markvisst þarf að vinna að, á mörgum vfgstöðvum samtímis, bæði í einkalíf- inu og á hinu opinbera sviði. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.