Neisti - 27.05.1978, Blaðsíða 1

Neisti - 27.05.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 3. tölublað Laugardagur 27. maí 1978 47. árgangur * Skrifstofan er í Borgarkaffl þar eru veittar upplýsingar. Alþýðuflokksfólk er hvatt til að koma á skrifstofunaa. Tökum öll þátt í kosningabaráttunni. * Bíla- og upplýsingasíminn er 7 14 0£. Þeir, sem þurfa að nota bíla, hafi ninsamlegast samband vlð skrifstofuna. ;. ic Kaffiveitingar fyrir stuðnigsmenn A - list- ans eru í Borgarkaffi frá kl. 15. Komið í kosn- ingakaffið. Alyktun Alþýðuflokksins um bæjarmál Sigluf jaröar Atvinnumál Bæjarstjórninni ber að beita öllum ráðum til að stuðla að og tryggja atvinnulífið í bænum a) Með því að byggingu hraðfrystihúss Þormóðs rarnma h.f. verði lokið á þessu ári og húsið tekið í notkun vorið 1979 b) Lagmetisiðjan Siglósíld Alþýðuflokkurinn er algerlega andstæður sölu fyrir- tækisins. Hagkvæman rekstur fyrirtækisins ber að efla á allan hátt og auka. Alþýðuflokkurinn lítur svo á, að í framtíðinni þurfi fyrirtækið að fullnýta öll grásleppuhrogn, sem hér koma að landi. c) Húseiningar er vaxandi fyrirtæki sem ber að efla og treysta þarf fjárhagslegan grundvöll þess t.d. með því að skipuleggja byggingasvæði hér í bænum fyrir slík hús. d) Alþýðuflokkurinn mun heilshugar styðja alla þá aðila, sem hér vilja treysta atvinnuöryggi í bænum. T.d. smábátaútgerð í bænum, iðnað o.fl. Hafnarmál: Alþýðuflokkurinn fagnar því að loksins er uppbygg- ing hafnarinnar hafin, með byggingu bryggju fyrir togskip bæjarins. En betur má ef duga skal. Á næstu fjórum árum dugar ekkert annað en stórátak til að koma málefnum hafnarinnar í eðlilegt ástand. a) Skipulag og uppbygging aðstöðu fyrir smábátaút- gerð í samráði og samstarfi við sjómenn. b) Steypingu á þekju og endurbætur á öldubrjótnum. :) Dýpkun hafnarinnar Orkumál: Unnið verði að því að Rafveita Siglufjarðar tengist orkukerfi landsins, svo tryggt sé í tíma að fyrirtækið verði fært um að mæta þeirri aukningu sem verður, á orkunotkun á næstu árum. Hitaveita: Ef rannsóknir leiða það í ijós, að ekki sé að vænta meira vatns af laugarsvæðinu í Skútudal, Verði endur- skoðaðar þær athuganir sem fram hafa farið á þeim möguleika að vinna heitt vatn í Fljótum. Slíkt verði gert í samvinnu og samráði við heimamenn þar. Einnig verði gerð könnun á nýtingu á raforku til upphitunnar. Með tilliti til hagkvæmni við samtengingu á rafkerfi Rafveitu Siglufjarðar og orkukerfi landsins Hið fyrsta verði fyrirtæki bæjarins, Rafveita og Hitaveita, sameinuð undir eina stjórn, og haft þar í huga hagkvæmni á dreifingu orku og rekstri. Skipulag: Skipulag byggðar hefur megináhrif á svip og eðli þess umhverfis, sem rís í þéttbýli Gott skipulag gerir ráð fyrir félagslegum þjónustu- mannvirkjum, ræður hæfilegum aðskilnaði milli íbúð- arhverfa og atvinnurekstrar. Af þessum sökum ber bæjarstjórninni að leggja ríka áherslu á skipulag fram í tímann og beita sér fyrir sýningum á hugmyndum og sem almennustum um- ræðum meðal íbúanna. Skipulag lóða undir einna hæða íbúðahús er brýn- asta verkefnið. Húsbyggingamál Haldið verði áfram byggingu leigu- og söluíbúða. Byggður verða á kjörtímabilinu 10-12 íbúðir fyrir aldraða í samráði við félagssamtök í bænum. Gatnagerð: Haldið verði áfram gatnagerðarframkvæmdum eftir því sem efni og ástæður leyfa. Ný vatnsveita: Eitt af stórverkefnum næsta kjörtímabils er ný vatnsveita og endurskipulag vatnsveitukerfisins. Til þess að þetta takist þarf að koma til fjármagnsað- stoð ríkisvaldsins. íþróttamál: 1) Við lýsum yfir fullúm stuðningi við uppbyggingu íþrótta- og æskulýðshreyfinga í bænum, eftir því sem fjármagn bæjarins leyfir, og bendum á að vel- ferð æskunnar geti verið undir því komin, hvernig að þessum málum verði staðið. 2) Lofaðar endurbætur á íþróttavellinum verði framkvæmdar í sumar éða haust. 3) Undirbúningi að byggingu íþróttahúss verði haldið áfram og teikningar gerðar. Framhald á 4. síðu

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.