Neisti - 12.06.1978, Síða 1

Neisti - 12.06.1978, Síða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 4. tölublað MUnudagunnn 12. júní 1978 47. árgangur Framboöslisti Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1. Finnur Torfi Stefánsson Lögmaður Reykjavík 6. Guðni S. Óskarsson Kennari Hofsósi 2. Jóhann G. Möller' Ritari verkal.fél. Vöku Siglufirði 3. Jón K. Karlsson Form. verkam.fél. Fram Sauðárkróki 7. Unnar Agnarsson Meinatœknir Blönduósi 8. Erla Eymundsdóttir Húsfru Siglufirði 4. Elín H. Njálsdóttir Póstmaður Skagaströnd 5. Þórarinn Tyrfingsson Héraðslœknir Hvammstanga 9. Herdis Sigurjónsdóttir Verkakona Sauðárkróki 10. Kristján Sigurðsson F.v. verkstjóri Siglufirði ALÞYÐUFLOKKUR I STORSOKN • Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna voru sigur stjórnar- andstöðu en ósigur ríkisstjórn- arflokkanna um land allt. Árangur Alþýðuflokksins var glæsilegur. Hann vann á um allt landið, sums staðar mjög mikið og er nú greinilega í mikilli sókn með þjóðinni. Á þeim þrem stöðum hér í kjördæminu, sem Alþýðuflokkurinn bauð fram hrein flokksframboð, fékk hann meira fylgi samanlagt, en hann fékk í öllu kjördæminu í síðustu þingkosningum. Er þetta örugg vísbending þess að Alþýðuflokkurinn er nú að vinna aftur það fylgi hér í kjör- dæminu, sem hann tapaði í síðustu Alþingiskosningum. Þá missti Alþýðuflokkurinn og Norðurlandskjördæmi vestra uppbótarmann, sem flokkurinn hafði átt hér lengi, og fluttist það þingsæti til Vestfjarða eins og kunnugt er. Það hefur nú sannast, sem margir höfðu spáð upp á síð- kastið, að Alþýðuflokkurinn er nú á góðri leið með að vinna aftur þann sess í islenskum stjórnmálum, sem hann áður skipaði bestan. Enn sem fyrr virðist jafnaðarstefnan eiga sinn sess í hjörtum íslenskra kjósenda. Er það auðvitað mikið gleðiefni fyrir jafnaðar- menn, en veldur þeim sennilega vonbrigðum, sem höfðu vonast til að Alþýðuflokkurinn og jafnaðarstefnan hyrfi úr ís- lenskum stjómmálum fyrir fullt og allt, þegar flokkurinn átti við sem mest andstreymi að stríða fyrir nokkrum árum. Endurnýjaður flokkur Ástæðumar fyrir velgengni Alþýðuflokksins eru fjölmarg- ar. Þyngst vega auðvitað ábyrg vinnubrögð og framsýn stefnu- mál sveitarstjórnarmanna flokksins. Þá virðist ljóst að landsmál hafa blandast inn í. Þar hefur Alþýðuflokkurinn notið stjórnarandstöðu sinnar á Alþingi. Ekki er heldur að efa að kjósendur hafa kunnað vel að meta þá endurnýjun and- rúmslofts, sem orðið hefir í Al- þýðuflokknum síðustu ár. Flokkurinn hefur verið opnað- ur nýju fólki og nýjum straum- um. Þá hefur flokkurinn hreinsað fjármál sín og gert þau opinber, en það hefur enginn annar íslenskur stjórnmála- flokkOuriecn talið ástæðu til að gera. Enda þótt landsmál hafi án efa haft einhver áhrif á árangur j Alþýðuflokksins í sveitarstjórn- ! arkosningunum, er þó þess að gæta að sveitarstjórnarmenn flokksins byggðu kosningabar- áttu sína yfirleitt alls ekki á landsmálum, heldur einbeittu sér fyrst og fremst að málefnum staðanna. Að þessu leyti var t.d. kosningabarátta Alþýðubanda- lagsins öðruvísi háð. Alþýðu- flokkurinn á eftir að sýna hvaða árangri hann nær á grundvelli landmálabaráttu sinnar. Yfir- leitt hefur Alþýðuflokkurinn ! fengið talsvert meira fylgi í Al- þingiskosningum en í sveitar- stjórnarkosningum, enda þótt : þetta sé nokkuð mismunandi eftir því hvar er á landinu. Það er full ástæða til að ætla að árangur flokksins í þingkosn- ingunum verði síst minni en varð í sveitarstjórnarkosning- unum. Samtökin vonlaus Um útkomu hinna flokkanna j er það að segja að Alþýðu- bandalagið vann góðan sigur. i Árangur Alþýðubandalagsins I varð langbestur í Reykjavík, en | dreifðist ékki eins jafnt um landið allt eins óg hjá Alþýðu- i flokknum. Eftir þessar kosn- ingar er Alþýðuflokkurinn stærri í sveitarstjórnum í land- inu, en Alþýðubandalagið, ef Reykjavík er frátalin. Úrslitin í Reykjavík og sókn verkalvðs- floickanna þar hafa endaníec- að engu gert vonir Magnú. Torfa Ólafssonar um að vinn þingsæti í Alþingiskosnm' m- um, enda þótt hann sjálfur al' skiljanlegum ástæðum haldi öðru fram. Þar með geta Sam- tökin hvergi gert sér minnstu vonir um að fá kjörinn mann og framboð þeirra um allt land verður því tilganglaust. Stjórnarflokkarnir báðir töpuðu þessum kosningum. Tap Sjálfstæðisflokksins var öllu meira en Framsóknar, sé miðað við síðustu kosningar, en í þeim samanburði þarf að gæta þess að sigur Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum 1974 • Framhald á 2. síðu

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.