Neisti - 12.06.1978, Síða 2

Neisti - 12.06.1978, Síða 2
2 . Mánudagurinn 12. júní 1978 NEISTI 6 þingmenn í stað 5 Allt frá því núgildandi kjördæmaskipun var tekin upp átti Alþýðuflokkurinn uppbótarþingsæti í Norðurlandskjördæmi vestrá. í kosningunum 1971 fékk flokkurinn 566 atkvæði og uppbótar- mann. í kosningunum 1974 tapaði Alþýðuflokk- urinn nokkru fylgi og náði ekki uppbótarmanni. Við það fækkaði þingmönnum kjördæmisins úr 6 í 5. Önnur breyting vað ekki á skipun þingsæta. í þeim kosningum, sem nú standa fyrir dyrum er staðan alveg eins. Hinir 5 kjördæmakjörnu þing- menn hafa allir nægilegt fylgi að baki til að vera öruggir með endurkjör, jafnvel þótt ein- hverjar fylgisbreytingar verði.'Hinu er hins vegar ósvarað hvort Alþýðuflokkurinn endurheimtir uppbótarþingsæti sitt. Hvort þingmenn kjördæm- isins verði aftur 6. Þeirri spurningu svara kjósendur í kosningunum. Alþýðuflokkurinn er nú í mikilli sókn. Á því leikur enginn vafi að hann fær í sinn hlut a.m.k. 4 uppbótarþingsæti, eins og hann hefur nú. Af þess- um 4 þingsætum verður 2 útdeilt á hlutfalli at- kvæða. Annað þeirra getur auðveldlega fallið til Norðurlandskjördæmis vestra. í þeim þrem byggðarlögum hér í kjördæminu, sem Alþýðu- flokkurinn bauð fram við sveitarstjórnarkosning- arnar, fékk hann samtals 482 atkvæði. Fái Al- þýðuflokkurinn u.þ.b. 100 atkvæði annars staðar í kjördæminu má uppbótasæti heita tryggt. Hér getur niðurstaðan leikið á örfáum atkvæðum. Enginn þarf að fara í grafgötur með mikilvægi þess fyrir hagsmuni kjördæmisins að efla stöðu sína á Alþingi. Mörg þýðingarmikil verkefni bíða þeirra þingmanna, sem fara munu á þing fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. Þar má m.a. nefna atvinnumál og samgöngumál. Þar mun verkið veitast því.léttara sem fleiri eru til að vinna það. Þá er það einnig augljós hagur kjördæmisins að eiga a.m.k. einn fulltrúa í öllum þingflokkum. Miðað við velgengni Alþýðuflokksins um þessar mundir hafa líkur mjög aukist á að hann sitji í næstu ríkis- stjórn. Þá verður það enn mikilvægara fyrir kjör- dæmið að eiga fulltrúa í þingflokki hans. Ástæða er til að vara menn við að halda að uppbótarsæti Alþýðuflokksins sé tryggt, þótt byr- lega blási. Flokkurinn þarf enn að vinna nokkuð á til að marki sé náð. Þótt samtök Frjálslyndra og vinstri manna eigi enga möguleika á að fá þing- mann, hvorki hér né annars staðar, kann vel að vera, að einhverjir kjósendur vilji ónýta atkvæði sín með því að kjós þau. í þessum átökum mun hvert og eitt einasta atkvæði skipta máli. Þar má enga áhættu taka. Skemmtileg frétt Fjórir krakkar efndu tii hlutaveltu heima hjá ser og gáfu Kvenfélagi Sjúkra- húss Siglufjarðar ágóðan, sem var 5.400 kr. Krakkarnir heita: Valgerður Steingrímsdóttir, Hanna Hrefna Gunnars- dóttir, Guðjón Þór Erlendsson og Þorsteinn Bjarnason. Félagið sendir þeim beztu þakkir fyrir dugnað- inn og hugulsemina. Jón Karlsson, 3. maður á A-listanum í Norðurlandskjördæmi vestra Við berjumst fyrir því að fá mann á þing! „Þrátt fyrir verulega aukn- ingu á fylgi Alþýöuflokksins hér i kjördæminu i siöustu sveitar- stjórnarkosningum varö hún ekki á þann mælikvaröa sem aukning flokksins varö yfir landiö iheild”, sagöi Jón Karls- son, 3. maöur á lista Alþýöu- flokksins i Noröurlandskjör- dæmi vestra i viötalw En hvernig horfa komandi Alþingiskosningar viö ykkur? Viö erum mjög bjartsýnir. Þaö er ekki nokkur vafi á þvi aö flokkurinn hefur byr hér i kjör- dæminu, likt og ráunin er á um landiö i heild. Viö erum þvi bjartsýnir á komandi alþingis- kosningar og stefnum aö þvi aö koma manni inn á þing. Flokkurinn haföi ekki mann á þingi úr Noröurlandskjördæmi vestra siöasta kjörtimabil? Nei, viö höföum mann á þingi allt frá árinu 1959, en hann féll i kosningunum 1974. Ég tel ekki ástæöu til annars en ætla að nú snúum við þessu viö á nýjan leik. Ég marka þaö af þeim und- irtektum sem viö fáum hjá fólki hér i kjördæminu. Er mikiö af nýju fólki á kjör- skrá I Noröurlandskjördæmi vestra? Já fjölgun hefur orðiö ör hér undanfarin ár, hér á Sauðár- króki um 4-5% sem er töluvert fyrir ofan landsmeöaltal. Viö beinum þvi kröftum okkar ef tii vill fyrstog fremst aö unga fólk- inu. Viö erum meö ungan og efnilegan mann hér i fyrsta sæti og teljum að hann höfði meira til yngra fólksins en þeir gömlu og margnotuöu stjórnmála- menn sem hinir flokkarnir bjóöa hér fram. A hvaöa mál leggja kratar i Noröurlandskjördæmi vestra nú mesta áherzlu i baráttunni fyrir alþingiskosningarnar? Fyrst og fremst eru þaö náttúrlega kjaramálin. Eins og rikisstjórnin hefur komiö þar fram tel ég auösætt aö fólkiö i landinu muni sjá til þess aö þaö gleymist þeim seint. Þeir munu biöa stóra hnekki i þessum kosningum. Viö bendum náttúr- lega á þá óstjórn og efnahags- legt öngþveiti sem veriö hefur landlægt hér á þessu kjörtima- bili. Fjárfestingarvitleysa hefur vaöiö uppi og spilling alls konar blómgazt þar i kring. Hverjar telur þú ástæöur fyrir fylgisaukningu Alþýöuflokksins i undangengnum sveitarstjórn- arkosningum? Eg þakka þessa fylgisaukn- ingu nýjum baráttuaðferðum flokksins. Ennfremur höfum viö nú mörgum nýjum mönnum á aö skipa, mönnum sem fólk treystir og er hrætt viö aö ljá atkvæöi sin. Þá má ekki gleyma þvi aö allt flokksstarf Alþýöu- flokksins hefur veriö endur- skoöaö og endurmótaö innanfrá. Flokkurinn er nú meira aölaö- andi en áöur. Viö höfum opnaö flokkinn og höfum ekkert aö fela. Nú, dæmalaust lánleysi þeirra flokka, sem nú fara með völd, fálm þeirra og fum hlýtur aö leiöa hugi fólks að jafnaöar- stefnunni. Hvernig hefur starfiö I flokkn- um gengiö fyrir þessar kosn- ingar? Nú, meö miklum ágætum viö ég segja. Flokksfólkiö hefur sýnt einstakan dugnaö og veriö ósérhlifiö .1 sveitarstjórnarkosn- ingunum var mikil vinna innt at hendi af hálfu flokksfólks hér i kjördæminu og mér sýnist þaö ekki ætla aö verða neitt minna fyrir alþingiskosningarnar, nema siöur sé. .. . Hvaöa þættir eru þaö helzt i ykkar málflutningi sem snerta j Noröurlandskjördæmi vestra sérstaklega? Já hvaö kjördæmamálin varöar þá eru þar efst á blaöi atvinnumál og samgöngumál. Þetta eru þeir punktar sem hug- i'r manna snúast kannski hvaö mest um i innanhéraöspólitik- inni. Viö Alþýöuflokksmenn teljum aö vinna þurfi betur aö tengingu þéttbýlissvæöanna i kjördæminu. Máiþvi sambandi nefna tengiveg milli Blönduóss og Sauöárkróks, sem viö álitum aökaJlandi aö veröi lagður sem fyrst. Einhver orö aö lokum? Já ég vil gjarnan nota tæki- færiö og þakka flokksfólki þá vinnu sem þaö lagöi á sig i sveit- arstjórnarkosningunum og skora á þaö aö halda merkinu einnig hátt á lofti i þeim átökum sem framundan eru. A allt launafólk skora ég aö skoöa hug sinn vel. Þaö hefur nú möguleika á aö gera Alþýöu- flokkinn aö sterkum og öflugum launþegaflokki. Auglýsing um fyrirfram- greiðslu þinggjalda í Siglufjarðarkaupstað 1978 Skattgreióendur eru hér með minntir á, að 5. og síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu þing- gjalda 1978 var hinn 1. júní s.l. Bar þá öllum gjaldendum að hafa lokið greiðslu upp í þing- gjöld 1978, er samsvarar 70% þinggjaida vió- komanda s.l. ár, sbr. nánar áður útsenda gjaldseðla. Sé skattgreiösla ekki innt af hendi innan mánaðar frá gjalddaga,- ber að greiða 3% dráttarvexti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem greiðsla dregst. Vangreiðsla að hluta veldur því, aö þinggjöld gjaldandans 1978 falla í eindaga 15, n.m. éftir.'að álag'ningu er lokið. ■’ '' . Bæjarfógetinn á Siglufiröi, 3. júní 1978. Elías I. Elíasson. Siglfirðingar Athugið að bannað er að setja rusl af lóðum í ruslatunnur, s.s. steina.spýturog því um iíkt. Siglufirði, 25.4. 78 Bæjarstjórinn Alþýðu- flokkur Frarnhald af l. síðu var óvenju stór. Það er ekki að efa að í sumum tilvikum a.m.k. urðu sveitarstjórnarmenn stjórnarflokkanna að líða ómaklega fyrir hinar miklu ó- vinsældir ríkisstjórnarinnar. 5 þingmenn eða 6 Þrátt fyrir tap stjórnarflokk- anna, gefa úrslitin hér í kjör- dæminu ekki tilefni til að vænta róttækra breytinga á skipun þingsæta kjördæmisins, sé mál- ið skoðað af raunsæi. Öruggt má telja að báðir stjórnarflokk- amir tapi enn nokkru fylgi, en ólíklegt er að það verði svo mikið að þingsæti þeirra verði í nokkurri hættu. Til þess er af of miklu að taka. Enginn vafi er á að Alþýðubandalagið heldur sínu þingsæti. Þessar kosningar munu snúast um það eitt hvort Alþýðuflokkurinn endurheimti nægilegt fylgi til þess að fá aftur uppbótarmann þann sem tap- aðist til Vestfjarða í síðustu kosningum. Þar með mundi þingmönnum kjördæmisins fjölga aftur í 6. Munu margir líta svo á að kjördæminu veiti ekki af því að hafa sem öflug- astan hóp á þingi til að gæta hagsmunamála sinna. Þá er ekki verra að kjördæmið hafi sinn fulltrúa í þingflokki Al- þýðuflokksins, ekki síst ef Al- þýðuflokkurinn á eftir að taka þátt í stjómarmyndun eftir kosningar eins og vel gæti orð- íð.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.