Neisti


Neisti - 12.06.1978, Qupperneq 4

Neisti - 12.06.1978, Qupperneq 4
4 NEISTI :í M.ánudagurinn 12. júní 1978 Öngþveiti í efnahagsmálum Þessar kosningar munu snúast að langmestu leyti um efnahagsmál. Ástand þeirra mála er svo alvarlegt orðið, svo brýnt er að taka þau föstum og ákveðnum hönd- um. Þannig mun Alþýðu- flokkurinn leggja á það höf- uðáherslu í kosningabarátt- unni að fá umboð kjósenda til að gera uppskurð á efna- hagslífinu, ganga í alvöru til atlögu vlð verðbólguna, stöðva bruðllð í ríkisbú- skapnum og skuldasöfnun erlendis og auka kaupmátt launa. Gegn verðbólgustjórn Því er stundum haldið fram að fólkið í landinu hafi engan áhuga á þvi að draga úr verð- bólgunni, vegna þess að svo margir græði á henni. Þessar staðhæfingar eru auðvitað rangar. Þeir sem græða á verð- bólgunni eru ekki margir, heldur mjög fáir stórskuldarar sem komist hafa, fyrir pólitísk forréttindi, yfir mikið lánsfé. Venjulegir smáskuldarar, eins og t.d. húsbyggjendur, græða ekki á verðbólgunni heldur tapa. Vegna verðbólgunnar greiða þeir miklu hærri vexti en þeir annars þyrftu að gera. Lánstími er einnig miklu skemmri en væri, ef verðbólga væri minni. í flestum ná- grannaríkjum okkar, þar sem jafnaðarmenn hafa haft mikil ítök í landsstjóm og verðbólga er hófleg, fá ungar fjölskyldur þegar í upphafi nægilegt ódýrt fjármagn til að koma sér upp húsnæði til frambúðar. Það er síðan greitt á áratugum, en ekki nokkrum árum eins og hér tíðkast. Þjóðin í heild tapar á verð- bólgunni. Einn kunnur sér- fræðingur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur haldið því fram að tekjur þjóðarinnar væru fimmtungi minni en þær gætu verið, vegna þeirra skað- legu áhrifa sem verðbólgan hefði á efnahagslífið. 1 mikilli verðbólgu verða allir þeir, sem fé hafa milli handa, að hugsa um það eitt að bjarga fénu frá rýmun. Það þarf að eyða því með einhverjum hætti. Skiptir þá ekki öllu máli hvort fénu er eytt í eitthvað skynsamlegt. Flest er betra en að láta það brenna á báli verðbólgunnar. Þannig er fjárfest án þess að fjárfestingin gefi af sér tekjur. Á því er enginn vafi að fólk er löngu orðið þreytt á verðbólg- unni. Margir hafa miklar áhyggjur af þeim skemmandi siðferðilegu áhrifum, sem verð- bólgan hefur, ekki síst á ungt fólk, sem er að byrja að læra að umgangast fjármuni. Ekki er ólíklegt að tengsl séu á milli óðaverðbólgu og vaxandi af- brotafaraldurs. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gjörsamlaga mistekist að draga úr verðbógunni. Hana hefur skort áræði, hana hefur skort ímyndunarafl. Umfram allt hefur hana skort hæfileikanna til að taka skýrar ákvarðanir. Ríkisstjórnina hefur ekki skort nægilegan þingmeirihluta. Þá getur hún ekki kennt því um að ytri aðstæður hafi ekki verið hagstæðar. Verðlag fyrir afurð- ir okkar erlendis hefur verið í hámarki. Heildarfiskafli á síð- asta ári var einnig í hámarki. í rauninni hefur góðæri verið ríkjandi. En því miður hefur stjórnarstefnan í efnahagsmál- um orðið til þess að íslendingar hafa lítið fundið fyrirgóðærinu. Því hefur verið haldið fram að óðaverðbóga fylgi öllum ríkisstjórnum í því efni sé einn stjórnmálaflokkur ekki betri en annar. Þessi skoðun er gjör- samlega röng. Á tímum Við- reisnarstjórnarinnar var verð- bólgan lengst af 10-12%. Lægst komst verðbólgan niður í 4% undir stjórn Viðreisnar. Þegar Alþýðuflokkurinn var einn í ríkisstjórn 1959 var verð- bólgan 1%. Gegn kjaraskerðingu Það kjörtímabil, sem nú er að líða hefur einkennst af meiri átökum á vinnumarkaði, en lengi hefur þekkst. Öllum er ljóst að verkföll og verkfallsað- gerðir eru sóun á kröftum og tíma. Best væri að til þeirra kæmi aldrei. Af hálfu stjómar- flokkanna hefur því verið haldið fram að samtök launa- fólks eigi ein sök á verkföllun- um. Herskáir verkalýðsforingj- ar hvetji til verkfalla til þess að þjóna lund sinni. Allir þeir sem þekkja eitthvað til kjara launa- fólks vita að þessi kenning stenst ekki. Barátta launafólks hefur verið varnarbarátta, bar- átta gegn því að kaupmáttur launa minnki. Á árinu 1975 rýrnaði kaupmáttur launa þrátt fyrir aukningu þjóðartekna á því ári. Svipuð þróun varð á árinu 1976. Það er fyrst eftir mitt ár 1977, sem kaupmáttur launanna tók að aukast. Sú aukning varð þó ekki meiri en nam aukningu þjóðartekna. Hlutur launþega í þjóðarkök- unni margumtöluðu varð ekki meiri. Þessi árangur náðist þó ekki nema fyrir mikla baráttu. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvað gerst hefði, ef launþegasamtökin hefðu ekki aðhafst neitt. Menn mega ekki lára það blekkja sig þótt kaupið hafi hækkað mikið í krónutölu. í 40% verðbólgu þarf kaup að hækka um 40% til að kaup- máttur standi í stað. Vanmáttur ríkisstjórnarinnar í að ráða við verkefni sín í efnahagsmálum kennir okkur þá lexíu, sem flestir þóttust raunar kunna fyrir. Engin rík- isstjóm getur vænst þess að ráða við stjórn efnahagsmála á íslandi, nem hún njóti nokkurs trausts meðal launafólks í landinu og samtaka þess. Mikill þingmeirihluti bætir ekki þennan veikleika upp Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ekki notið slíks trausts. Milli hennar og launþegasamtakanna hefur ríkt gagnkvæm tortryggni, en ekki skilningur. Slíkríkisstjórn getur ekki gert sér neinar vonir um að ná tökum á vanda efna- hagslífsins. Lög á lög ofan Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar frá í febrúar hafa skiljanlega verið mjög um- deildar. Menn deildu ekki um nauðsyn þess að eitthvað yrði gert. Állir viðurkenndu að at- vinnulífið í landinu var illa leikið af verðbólgu og óstjórn og koma varð því til hjálpar. Hins vegar greindi menn á um hvað yrði gert. Stjórnarand- staðan vildi fara samjr4alt0ar- leið. Hún vildi draga úr eyðslu ríkisins og nota féð sem spar- aðist til að rétta við atvinnulífið. Jafnframt yrði verðlækkunar- aðgerðum beitt. Ríkisstjómin vildi hins vegar fara kjara- skerðingarleið og velta afleið- ingum efnahagsmálastefnu sinnar yfir á launafólk og hún náði auðvitað fram vilja sínum. Kjaraskerðing ríkisstjomar- innar var ekki einungis óréttlát. Hún náði ekki heldur þeim til- gangi að draga úr verðbólgu og koma atvinnulifinu á réttan kjöl. Verðbólgan á fyrstu þrem mánuðunum eftir ráðstafanirn- ar nam 55% miðað við árs- grundvöll. Atvinnulífið skjögr- ar enn á brauðfótum. Ríkis- stjómin viðurkenndi í verki villu síns vegar, enda þótt í litlu væri, með útgáfu bráðabirgða- laga nú rétt fyrir sveitarstjórn- arkosningafnar. Auðvitað var það tilgangur þeirra laga að spila á kjósendur fyrir kosning- amar. Þess vegna er lítt á það að treysta að ríkisstjómin hafi tek- ið miklum sinnaskiptum í kjaramálum. Hún var að kaupa sér frið fram yfir kosningar. Hvað þá tekur við getur allt eins gengið í hina áttina. Setning bráðabirgðalaganna er enn ein staðfesting þess að ríkisstjórnin veit ekki hvað hún vill í efnahagsmálum. Hún er eins og maður sem ekki getur ákveðið í hvom fótinn skal stíga. Gerir eitt í dag annað á morgun. Slík vinnubrögð eru ekki líkleg til árangurs. Gegn bruðlinu Allir vita að borgarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, boða í orði kveðnu frelsi einstaklingsins og andúð á ríkisafskiptum. í verki hefur uefna ríkisstjómarinnar gengið í þveröfuga átt. Hlut- deild rikisins á þjóðatekjum nemur nú þriðjungi og hefur aldrei verið svo mikil fyrr. Einkaneysla hefur a6 sama skapi minnkað. Frelsi atvinnu- rekenda og launþega til að semja um kjör sín á milli hefur verið afnumið, í bili að minnsta kosti, eins og fyrr greindi, en kjörum fólks er ráðið með lög- um að austrænni fyrirmynd. Allt atvinnulif í landinu er háð' afskiptum ríkisvaldsins að meira eða minna leyti. At- vinnurekendum er það mikil- vægara að keppa um fyrir- greiðslu ríkisins, en bæta hjá sér reksturinn. Þrátt fyrir hin miklu áhrif ríkisvaldsins í efnahags- lífinu hafa kostir ríkisafskipta heldur ekki verið nýttir. Lítið bólar á áætlanagerð eða skil- greindum markmiðum sem keppt er að með skipulegum hætti. Við höfum skriffinnsku án skipulags, einkaeignarétt án framtaks. Þannig virðumst við Islendingar hafa ókosti beggja kerfa, kapitalisma og sósía- lisma, en njó'ta hvorugs. Borgaraflokkarnir hafa löng- um haldið því fram að þeim einum sé treýstandi til að sýna aðhald og aðgæslu í meðferð ríkisfjármála. Jafnaðarmenn vilji hins vegar koma öllum á ríkisjötuna, eyða og spenna. Það er auðvitað rétt að jafnað- armenn telja samfélagið bera ríkar skyldur við aldrað fólk og öryrkja og ríkið eigi að hjálpa þeim sem minna mega sín. Sú stefna er og verður óbreytt. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar sýnt það með verkum sínum að stuðningsflokkum hennar er alls ekki treystandi til að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Þannig hefur hún safnað skuldum af meira kappi en áð- ur hefur þekkst, utan lands sem innan. Lánsfénu hefur verið ráðstafað af furðulegu kæru- leysi, sumpart í beina eyðslu, sumpart í stórframkvæmdir sem ekki eru líklegar til að gefa af sér nokkurn arð á næstunni. Grundartangi — Krafla. Fjár- festingar i atvinnulífinu eru svipuðu marki brenndar. Rík- isbáknið hefur þanist út. Fróðir menn hafa lengi fullyrt að mjög mætti spara í ríkisrekstrinum og jafnframt bæta þjónustuna, ef skipulögðum vinnubrögðum væri beitt. Ekkert hefur bólað á slíku. Nefnd sem rikisstjórnin skipaði til a§ athuga ríkisbákn- ið fann ekkert slíkt bákn. Hún lagði hins vegar til að þörf at- vinnufyrirtæki eins og Siglósíld _ og Lagmetisiðjan yrði lögð nið- ur eða seld. Við komandi kosningar fá kjósendur tækifæri til að láta í ljós álit sitt á stefnu ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum. Al- þýðuflokkurinn hefur gagnrýnt þá stefnu. En hann hefur ekki látið við gagnrýnina eina sitja. Flokkstjórn Alþýéuflokksins samþykkti í vetur stefnuskrá um gerbreytta efnahagsstefnu. Megin atriði þeirrar stefnuskrár voru birt í Neista skömmu fyrir ' sveitarstjórnarkosningarnar. Þá hefur stefnuskráin verið sér- prentuð og verður borin í hús. Er vonandi að kjósendur kynni sér þá stefnu. Framboðsfundir á Norðurlandi vestra Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna á Norður- landi vestra hafa ákveðið sameiginlega fram- boðsfundi fyrir kosningarnar 25. júní sem hér segir: Á Hvammstanga, mánudaginn 12. júní kl. 20.30 í Varmahiíð, þriðjudaginn 13. júní kl. 14.00 Á Blönduósi, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30 Á Skagaströnd, föstudaginn 16. júní kl. 20.30 Á Siglufirði, mánudaginn 19. júní kl. 20.30 Á Hofsósi, þriðjudaginn 20. júní kl. 20.30 Á Sauðárkrókí, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30 Hver flokkur fær 40 mín. ræðutíma, sem skiptist 3 umferöir. Ræðutími í 1. og 2. lotu verður 15 mín., en síðasta umferð 10 mín. í athugun er að útvarpa frá einhverjum fund- anna, og verður ákvörðun um það tekin fljót- lega. Fasteiqnagjöld 1978 eru öll fallin í gjalddaga þann 15. apríl n.k. Ber þá gjaldendum að hafa lokið greiðslum þeirra. Dráttarvextir reiknast nú 3% að á mánuði á vangreidd bæjargjgöld. Sparið aukakostnað og greiðið eftirstöðvar nú þegar. Siglufirði, 12. apríl 1978. Bæjargjaldkerinn

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.