Neisti - 21.06.1978, Blaðsíða 2

Neisti - 21.06.1978, Blaðsíða 2
2 NEISTI Miðvikudagurinn 21. júní 1978 EF ÞÚ KÝST ALÞÝÐUFLOKKINN ÞÁERT ÞÚ AÐ KJÓSA: Alþýð í Norður Siglufjörður: Kosningaskrifstofan e daga frá kl. 13.00 til 19.00. Kaffiveit Sauðárkrókur: Kosningaskrifstofan Kaffiveitingar á kosningadag. Hofsós: Trúnaðarmaður Þorsteinn I Blönduós: Trúnaðarmaður, Unnar / Skagaströnd: Trúnaðarmaður, Björ Hvammstangi: Trúnaðarmaður, Jak Eyddu ekki atkvæði á Alþýðuband Kjarasáttmáli, nýtt orð í stjórnmála- Jóhann G. Möller, ritari verkal.fél. Vöku Sigl- ufirði, skipar 2. sæti listans. umræðum Jóhann G. Möiler Hefurðu trú á því að málstaður verkalýðs- samtakanna verði fyrir borð borinn af hálfu Al- þýðuflokks að loknum alþlngiskosningum? Innan Alþýðuflokksins í dag er starfandi 30 manna verkalýðsmálanefnd. 1 nefndinni eiga sæti fulltrú- ar frá hinum ýmsu félögum innan Alþýðusambands ís- lands og Starfsmanna- bandalagi ríkis og bæja. Á síðasta þingi Verkamanna- sambands Islands voru fleiri fulltrúar nú, sem voru Alþýðuflokksmenn en fyrr á þingum sambandsins. Framkvæmdastjórn þess er nú skipuð jafn mörgum Alþýðuflokksmönnum og Alþýðubandalags. Þetta og fleira hefur aukið tengsl Alþýðuflokksins við verka- lýðshreyfinguna, sem ekki hefur verið upp á marga fiska undanfarin ár. Þannig hafa áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar innan flokksins stóraukist og markað frek- ar en áður stefnu Alþýðu- flokksins, enda hefur flokkurinn og Alþýðublað- ið staðið með launþegum í átökunum víð ríkisstjórn- ina. Alþýðuflokkurinn getur ekki brugðist þessu fólki og mun heldur ekki gera það. Hver er stefna Alþýðu- flokksins í verkalýðs- málum? Aðalverkefni okkar jafnaðarmanna innan verkalýðshreyfingarinnar í dag er að efla stéttarvitund launþega, hvort sem þeir klæðast sjóstakki, kakiföt- um eða hvítri skyrtu. Kjarasáttmáli er nýtt orð í stjómmálaumræðum í dag, orð, sem Alþýðu- flokkurinn hefur lagt til. Við erum þeirrar skoðunar, og það er grundvallaratriði í þeirri gerbreyttu efna- hagsstefnu, sem við teljum óhjákvæmilegt að taka nú upp að gera verði kjara- sáttmála milli launþega og ríkisvalds, til þess að tryggja að ekki sé sífellt verið að semja um verð- lausar krónutöluhækkanir og til að tryggja að verka- fólk fái notið þess, er hagur þjóðarbúsins batnar. Svo unnt sé að gera slíkan kjarasáttmála verður trún- aður að ríkja milli laun- þegasamtakanna og ríkis- valdsins. Takist Alþýðu- flokknum að koma á slíku samstarfi verður auðveld- ara að glíma við verðbógu- drauginn á eftir. Lögtök Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Siglu- firði og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðn- um 15. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum þinggjalda á Siglufirði, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1978. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra skatta, ásamt dráttarvöxtum og / kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarrar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur eigi inntar af hendi innan þess tíma Bæjarfógetinn á Siglufirði, 15. júnf 1978. Elías I. Elíasson. Bridgemót Norðurlands Bridgemót Norðurlands fór hér fram á Siglufirði dagana 8 - 10 júní. Tiu sveitir tóku þátt í keppninni. Keppni þessi var mjög spennandi allan tíman og óviss úrslit þar til síðustu leikirnir fóru fram. Úrslit í keppninni urðu þessi: l.Sveit Páls Pálssonar, Ákur- eyri, með 130 stig. 2. Sveit Björns Þórðarsonar, Siglufirði, með 125 stig. 3. Sveit Alfreðs Pálssonar, Akureyri, með 117 stig. Bæjarstjórn Siglufjarðar hafði kvöldverðarboð á sunnu- dagskvöld fyrir keppendur og gesti og voru þar verðlaun af- hent. .............. — Auglýsing um alþingiskosningar í Siglufjarðarkjördeild 25. júní 1978. Kjörfundur til að kjósa 5 aðalmenn og 5 varamenn í Norðurlandskjördæmi vestra hefst í I Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, sunnudaginn 25. júní n.k. kl. 10 árdegis og skal kjörfundi lokið eigi síðar en kl. 23 sama dag. Kjörstjórn getur krafist þess að kjósandinn sýni nafnskírteini við kjörborðið. Siglufirði, 15 júní 1978 Kjörstjórnin BÆJARGJÖLD 1978 Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfé- laga skal fyrirframgreiðslu útsvara vera lokið 1. júní. > > Síðari gjalddagi fasteignagjalda var 15. apríl. Gjalddagi aðstöðugjalda er 1. júlí. Þar sem álagningu þeirra er ekki lokið, skal greiða 70% af aðstöðugjaldi s.l. árs þann 1. júlí. Ógreidd bæjargjöld eru fallin í gjalddaga, og eldri gjöld til Siglufjarðarkaupstaðar verða næstu daga afhent lögfræöingi til innheimtu. Siglufirði, 16. júní 1978. Bæjargjaldkerinn

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.