Neisti


Neisti - 23.12.1978, Qupperneq 1

Neisti - 23.12.1978, Qupperneq 1
sendi Guð son sinn. ■g! Ertu búinn að ljúka jólaundirbúningnum? Ertu búinn með jólaundirbúninginn er setning, sem við heyrum æ oftar eftir ^ því sem nær dregur jólunum. Þessi svokallaði jólaundirbún- ^ ingur er sífellt að verða fyíirferðarmeiri með hverju árinu. Sumarið er varla liðið, þegar mynd af jólasveini birtist á ^ sjónvarpsskerminum, og við erum minnt á jólainnkaupin, og að verslunardögunum fækki. Ag Heimilisfaðirinn, sem lemur á fingurna á sér, þegar hann 42 er að hengja upp jóladagatalið, hreytir út úr sér blótsyrði. 42 Hann er að undirbúa jólin. Allir gera sitt ýtrasta til að kaupa 42 þokkalegar jólagjafir fyrir skikkanlegt verð. Já, — allir eru að 42 undirbúa jólin. 42 Jólakort og'kveðjur eru send svo tugum og jafnvel hundr- 4« uðum skiptir, en jafnframt eru nöfn þeirra, sem ekki sendu ^ kveðjur í fyrra, þurrkuð út af listanum. Þetta er allt hluti af ^ jólaundirbúningnum. ^ Að síðustu kemur svo hin yfirnáttúrlega kyrrð jólakvölds- ^ ins, þegar öllu amstri og annríki er lokið, — að minnsta kosti jgz um stund, — jólatréð hefur verið skreytt, síðasta jólakortið (g póstlagt, síðustu jólagjöfinni pakkað inn og öll fjölskyldan (^ sameinast kyrrlát, viðbúin komu jólanna. Og þó, — hvað þarf í raun og veru til þess að vera viðbú- (^ inn, — undirbúinn komu jólanna? Eru jólin aðeins til þess að (^ gefa og þiggja gjafir? Eru jólin kannske bara ákveðið and- (^ rúmsloft, þar sem vinsemd og vinátta ríkir? (^ Nei, — Jólin eru alls ekkert andrúmsloft. Jólin eru at- (^ burður, ákveðinn atburður í tíma og rúmi, þegar Guð kom í ($ heiminn með fæðingu lítils barns: „En þegar fylling tímans (g kom, sendi Guð son sinn.“ (fé Kristnum manni geta jólin aldrei verið falleg þjóðsaga ($ með æfintýralegum blæ. Kristin jól eru haldin hátíðleg til að (fé minnast hvernig Guð kom í heiminn fyrir alla menn á öllum ($ tímum. Guð kom í heiminn sem maður á fyrirfram ákveðnu ($ augnabliki: „Orðið varð hold og bjó með oss“. 0 Það tók Guð aldir að undirbúa jólin. En samt sem áður, — ($ mikið skelfing voru þeir fáir, sem voru tilbúnir að taka á móti ($ Jesú Kristi nóttina þá, sem hann fæddist. ($ Betlehemsbúar voru ekki viðbúnir. Að vísu voru þeir allir í ($ hátíðarskapi, en það var vegna ákvörðunar keisarans, en ekki 0 vegna Guðsgjafarinnar. Veitingamaðurinn í borg Davíðs var ($ ekki viðbúinn. Hótelið hans var yfirfullt af fínu fólki með ($ fulla vasa fjár. Svo að auðvitað var ekkert pláss laust þar fyrir ($£ trésmið frá Nazaret og örþreytta konu hans. Heródes kon- ($ ungur var ekki viðbúinn. Veldi hans stóð ekki traustari fótum en svo, að það gat ekki umborið hugsanlega ógnun, sem því ($ stafaði jafnvel af litlu barni. Trúarleiðtogar þessa tíma voru (& ekki viðbúnir. Þeir biðu að vísu eftir að Messías, hinn fyrir- ($ heitni, kæmi í konunglegri dýrð með veldissprota Davíðs í 0 höndunum. En þeir voru of uppteknir af visku sinni og virð- (& ingu, til þess að láta sig nokkru varða fæðingu barns ... „En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn“,.. . en það voru svo fáir viðbúnir komu hans. Það voru aðeins nokkrir venjulegir fjárhirðar, sem gættu hjarðar sinnar á Júdeuhæðum, er voru viðbúnir. Um leið og þeir heyrðu hin gleðilegu tíðindi englanna flýttu þeir sér að finna barnið, sem var sveipað reifum og lá í jötu. Það voru aðeins þrír vitringar frá fjarlægum löndum, sem þorðu að fylgja vonarstjörnu sinni í þeirri trú, að hún vísaði þeim veginn til hins nýfædda konungs. „Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ — Nei, heimurinn var ekki vibúinn, hann hafði ekki undirbúið jólin. Nítján aldir eru liðnar, og liðlega það. Nítján aldir jóla, og erum við nokkru betur undirbúin komu Guðssonarins í dag. Jólin eru okkur kærkominn árstími og ytri umbúnaður þeirra er skemmtileg tilbreytni og upplífgandi. Við erum viðbúin kertaljósunum og gjöfunum. Við erum meira að segja viðbúin jólasöngvunum, viðhöfninni og barninu í jöt- unni. En erum við viðbúin og undirbúin komu Guðssonar- ins, Konungi lífsins? Gamalkunnugt skáldsagnaefni segir frá hörundsdökku prinsessunni, sem bjargaði lífi skipstjórans hvíta. Þau gengu í hjónaband, fluttust heim til ættlands mannsins og eignuðust tvö börn. Tengdafólk prinsessunnar dökku sætti sig ekki við hana. Að lokum gafst hún upp fyrir kulda og andúð og ákvað að ráða sér og börnum sínum bana. Á meðan hún beið eftir áhrifum eitursins, sem hún hafði tekið inn, þá fór hún með bæn til heiðinna guða ættlands síns: „Guð, hinna auðvirði- legu barna heimsins, svartra, óhreinna og hefnigjarnra, þú ert núna minn guð, eins og þegar ég var barn. Hann kom of snemma þessi Kristur, Drottinn friðarins. Mennirnir eru ekki ennþá viðbúnir.“ Hann kom of snemma. Verður þetta úrskurður og dómur sögunnar? Heimurinn var ekki viðbúinn komu jólanna, og er það ekki enn. Hann átti að verða friðarhöfðingi: „Friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Samt sem áður hafa kristnir menn heldur viljað standa í skjóli sverðsins en í skjóli hans. Og hinn svokallaði kristni heimur notar aðeins örfáa skattpeninga til rannsókna á krabbameini, á meðan hann sóar gífurlegum fjárupphæðum til framleiðslu drápstækja, og að halda úti stórum herjum gráum fyrir járn- um í viðbragðsstöðu andspænis hverir öðrum. Aðeins örfá- um krónum megum við sjá af til að hjálpa milljónum svelt- andi meðbræðra okkar, á meðam milljónir okkar á meðal deyja samt sem áður úr ofáti. Og þeir, sem reyna að koma á raunverulegum kristindómi, eru ekki vitringar í augum heimsins, heldur óklókir sérvitringar. Mennirnir eru svo uppteknir af verðbólgunni, efnahagsmálunum og varðveislu friðarins í heiminum, að þeir mega ekki vera að því að hlusta framhald 0 %) %) %) %) %) %) %) Q)

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.