Neisti - 23.12.1978, Blaðsíða 3

Neisti - 23.12.1978, Blaðsíða 3
N E I S T I Jólablað 1978 ...S6Yldl Gllð SOYl SIYIYI... framhald á óraunsæja sérvitringa, sem halda að þeir geti komið að gagni í þessum málum og komið á raunverulegum friði með orðum, — með Orðinu og kristnum kærleika. En hvað vita menn svo um jólin? Kona nokkur kvartaði sáran undan þessum jólasöngvum, þar væri alltof mikið talað um Guð og Krist. — Og flest börn nútímans vita meira um jólasveinana í verslunum og sjónvarpinu heldur en Krist, sem er frelsari heimsins og á afmæli á jólunum. Hann kom of snemma, þessi Kristur. Kannske verður heimurinn undirbúinn komu hans eftir hundruð þúsund ára, hann er það ekki ennþá. Leið hans er of áhættusöm og of óraunsæ. Jesús passar ekki inn í umgjörð tuttugustu aldar- innar. Það er alltof lítið pláss fyrir hann hér, þar sem allir berjast um efnahagsmál, metorð, öryggi og þægindi, og vilja fá þetta fyrir ekki neitt. Hvernig er hægt að búast við því að heimur, sem er kúg- aður af peningum og valdafíkn hlusti á rödd, sem segir: „Ef þú vilt bjarga lífinu, verður þú að týna því.“ — „Hann kom til ;ignar sinnar, en hans eigin menn veittu honum ekki við- öku.“ Já, — sagan virðist segja: Þetta var of snemmt hjá þér, Guð, heimurinn var ekki ennþá viðbúinn komu jólanna. Þú óðst inn á okkur óviðbúið. Of snemma? — Er of snemmt að leita þess friðar, sem sprottinn er af mannkærleika og skilningi, ekki ótta? Er of snemmt að þyrsta eftir því réttlæti, sem fer eftir manngildi, ekki eignum, stöðu eða litarhætti? Kristur kom ekki of snemma. Við komum of seint til hans. Við eigum ennþá tíma og tækifæri til þess að verða viðbúin komu hans. Við höfum ennþá tíma til þess að fagna gjörvöll Adamsætt, til þess að tigna hann, til þess að færa honum gjöf, ekki gull og myrru, heldur hjörtu okkar, reiðubúin til þjón- ustu fyrir hann. Þá er ríki hans komið til okkar, og vilji hans orðinn á jörðu eins og á himnum. Hann kemur í heiminn ekki aðeins á jólum, heldur sérhvern dag, til þess að segja okkur að Guð elski okkur, þrátt fyrir kærleiksskort okkar. — Þrátt fyrir óviðbúnað okkar kemur hann. Hann fæðist, hann kemur, þótt allsstaðar sé yfirfullt og hvergi pláss. Mönnunum lánast ekki að loka hann úti. Undirbúum okkur og verum viðbúin komu jólanna, svo að ekki verði sagt með sanni um okkur, að hann hafi komið of snemma til okkar. Góði Guð, hjálpaðu okkur við þann und- irbúning og gefðu okkur visku vitringanna og falslaust trú- artraust fjárhirðanna. GLEÐILEG JÓL Lárus Þorv. Guðmundsson ISastu jófra- og tujáisóskit FRAMKVÆMDASTOFNUN RlKISINS Rauöarárstíg 31, Reykjavík. ------" 1,11 Innheimta þinggjalda í Siglufjarðarkaupstað Skattgreiðendur eru hér með minntir á, að 5. og síðasti gjaddagi eftirstöðva þinggjalda 1978 var hinn 1. desember s.l. Er því skorað á alla þá gjaldendur, sem ennþá skulda þinggjöld, að greiða þau nú þegar til bæjarfógetaskrifstofunnar svo komist verði hjá kostnaði og óþægindum í sambandi við innheimtu gjaldanna. heimtu gjaldanna. Dráttarvextir, 3% á mánuði eða broti úr mánuði, eru innheimtir af vanskilum lögum samkvæmt. Mjög áríðandi er, að aUir séu skuldlausir við næstu áramót. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 15. des. 1978. EUas I. EUasson. Siglfirðingar! Okkar árlegu konfektsölu er lokið. Við þökkum viðskiptin Kiwanisklúbburinn Skjöldur.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.