Neisti - 23.12.1978, Blaðsíða 4

Neisti - 23.12.1978, Blaðsíða 4
Jólablað 1978 N E I S T I Viðræður við S. R. um mengun lofts og sjávar Föstudaginn 15.12.1978 var haldinn fundvir með fulltrúum frá Bæjarstjórn Siglufjarðar og fulltrúum stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins. Fundurinn var hafdinn að ósk Bæjarstjórnar Siglufjarðar og tilefnið^ð ræða moguleika^á því að draga úr eða hindra' mengun af rekstri S.R. á Siglu- firði. Fundurinn var haldinn að Suðurgötu 10, kl. 5 e.h. Forseti bæjarstjórnar bauð fulltrúa S.R. velkomna til Siglufjarðar. Þorsteinn Gíslason, form. stjórnar S.R., gerði grein fyrir góðum vilja stjórnar S.R. til viðræðna við fulltrúa bæjar- stjórnar um mál þetta, svo og önnur mál. Jón Reynir Magn- ússon, framkvstj. S.R. , gerði síðan grein fyrir tilraunum sem S.R. hefur að undanförnu verið að gera til að draga úr mengun frá verksmiðjunum. Umræður urðu síðan allmiklar um þá möguleika sem fyrir eru til að draga úr mengun bæði sjávar og lofts, og voru almennar, og var þar nokkuð vitnað til skýslu Heilbrigðiseftirlits ríkisins um grútarmengun frá loðnu- bræðslim. Fram kom að tæknilegur framkvæmdastjóri S.R. hefur þegar gert ráðstafanir til að draga úr þeirri loðnufitu, sem fer í sjóinn við löndun loðnu, með því að taka upp svokallaða þurrdælingu að hluta til, þá stendur fyrir dyrum að við löndunina verði komið fyrir svokölluðum fitugildrum, sem hann telur að muni enn minnka það fitumagn, sem í sjóinn fer. Einnig kom fram hjá Jóni R. Magnússyni, framkvæmda- stjóra, að fyrir næstu sumar- vertíð séu fyrirhugaðar endur- bætur á tækjakosti verksmiðj- unnar, sem muni draga úr reyk og gufu frá verksmiðjunum. Einnig gæti þá komið til greina að reykháfum verði fækkað í 2 eða jafnvel 1 og hugsanlega verði þá reykháfur eða reyk- háfar hækkaðir. Sú hugmynd kom fram, að fengið yrði sérfræðilegt álit á því, hvort verulega hærri reyk- háfar verksmiðju S.R. myndi draga úrloftmengun í Siglufirði og var talað um að Siglufjarð- arbær fengi slíkt álit frá Heil- brigðiseftirliti ríkisins. Verði álitið þannig, að talið yrði að hærri reykháfar myndu draga úr loftmengun í Siglufirði, töldu viðstaddir fulltrúar S.R. sig myndu mæla með því, að reykháfar verksmiðjunnar yrðu hækkaðir á þann hátt. í sambandi við bræðslu fisk- úrgangs í S.R.P. kom fram vilji frá stjórn fulltrúa S.R. til að fiskúrgangur yrði ekki geymdur nema skamman tíma, áður en hann verður unninn. Nokkuð var rætt um þann möguleika, að lóðir S.R. á Siglufirði verði girtar af, án þess að teknar væru nokkrar ákvarðanir. Rætt var um hugsanlega sameign Hafnarsjóðs og Olíu- félaganna á útbúnaði til að eyða olíumengun í höfninni og einnig kom fram fyrirspurn frá bæjarstjóranum um það hvort S.R. myndu vilja selja lóðir, sem eru í þeirra eigu í Siglu- firði, og framkvæma vissar við- gerðir á Hlíðarvegi 8. Einnig var nokkuð rætt um gatnagerðargjöld S.R. Að svo komnu máli var fundi slitið. Bjarni Þór Jónsson Hannes Baldvinsson Skúli Jónasson Kolbeinn Friðbjarnarson Þorsteinn Gíslason Jón R. Magnússon Jóhann G. Möller Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins Skrlfstofan Borgartúnl 7 Síml 2 42 80 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.20— 16 Símaafgreiösla til kl.16.15 Útborganir á fimmtudögum frá kl. 10 — 12 og 13—15 Siglfirðingar Munið að tilkynna um aðsetursskipti á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn Siglfirðingar Athugiö að afgreiðslutími á bæjarsKrifstof- unum er frá kl. 9-12 og 13-15, mánudaga og fimmtudaga. Á föstudögum er opið frá 9-12 og 13-17. Siglufirði 18.10 1978 Bæjarstjórinn. Fasteignagjöld Lögtök Þeir, sem ennþá skulda fasteignagjöld fyrir þetta ár, mega búast við innheimtuaðgerðum í næstunni. Lögtaksúrskurður var upp kveðinn í fógeta- rétti Siglufjarðar þann 6. júlí s.l. Siglufirði, 18. október 1978 Bæjargjaldkerinn GLEÐLLEG JÓL ! FABSÆLT KOMANDI AR ! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Rolf Johansen & co Reykjavík MESSUR í SIGLUFJARÐARKIRKJU YFIR JÓLAHATÍDINA 23. Desember þorláksmessa ............................ Jólasöngvar Samvera fyrir ungt fólk á vegum æskulýsðsfélagsins kl. 23:00 24. Desember .......................... Aftansöngur kl. 18 25. Desember ................ Hátíðarguðþjónusta kl. 14:oo Guðþjónusta í Sjúkrahúsinu kl. 16:30 26. Desember •.................... Skírna- og barnamessa kl. 14:00 31. Desember ....................... Aftansöngur kl. 18:00 1. Janúar 1979 .............. Hútíðarguðþjónusta kl. 14:00 Kirkjukórinn og barnakórinn munu syngja við mess- umar undir stjóm Guðjóns Pálssonar söngstjóra og organista. Foreldrum sem hafa áhuga á því að láta skíra börn sín um hátíðina, er bent á skímarmessuna á 2. í jólum. Æskilegt er að tilkynna sóknarpresti tímanlega, frá væntanlegri skím. Undirritaður óskar Siglfirðingum gíeðilegra jóla og Guðs blessunur á komandi ári. Vigfús Þór Árnason Bingó Í.B.S. Þriðjudaginn 19. des. s.l. var búið að draga út eftirtaldar töl- ur í bingóinu (tölurnar taldar í réttri röð): 70 — 53 — 61 —78 — 85 — 60 — 37 — 26 — 72 — 57 — 56 — 90 — 8 — 76— 14 — 43 — 16 — 38 — 75 — 23 — 65 — 4 — 34 — 82 — 31 — 59 — 64 — 36 — 46 — 30 — 51 — 68 — 63 — 15 —> 19 — 71 —6 _ 12 —21 —50 —48 —32 — 54 — 7— 17. 35— 13 — 81 39 — 52 — 41. Ef bingó kemur upp þegar dregnar eru út tvær tölur eða fleiri, þá á sá rétt á vinningi, sem hlotið hefur vinning fyrr. Skal hér nefnt dæmi: Dregnar eru t.d. tölumar 75 — 23 — 65. Sá, sem fær bingó á töluna 75 fær vinninginn, en ekki sá, sem fengi bingó á t.d. 65. Gleymi hins vegar einhver að tilkynna um bingó strax samdægurs, fyrirgerir hann rétti sínum til forgangs á vinningnum, og situr þá við sama borð og sá spilari, sem tilkynnir um bingó sam- dægurs. Þess vegna er fólk beð- ið um að fylgjast vel með út- dregnum tölum og tilkynna bingó strax til Viktors i Rafbæ, . , til Bjarna Þorgeirssonar eða Kristjáns Möller. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn, Nl. vestra RltstJ. og ábyrgSarmaSur: Jóhann G. Möller

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.