Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 39
Þegar spurt er hvers vegna lögregl- an hafi ekki rannsakað þessa starf- semi fyrr er bent á að hér á landi sé óheimilt að nota tálbeitu, eins og lögregla gerir víða um heim, þ.e. koma á fölskum viðskiptum og handtaka síðan. Ekki má heldur hljóðrita samtöl þegar samið er um viðskipti, t.d. um vændi, og nota sfðan sem sönnunargögn. Einnig er bent á að í vændi sé um það litlar peningaupphæðir að ræða, miðað við t.d. veltuna í eit- urlyfjasölu, að lögreglan hafi ekki mannskap. Stjórnvöld hafa heldur ekki talið þörf á að setja fjármuni í slíka rannsókn. Eigendur staðanna eru því óhræddir við að gorta af háum upphæðum sem þeir segja að dansarar fái í laun. Það eitt ætti þó að vera nógu grunsamlegt þar sem Ijóst er að launin fást ein- göngu fyrir einkadans og erfitt er að sjá hvernig hægt er að afla svo hárra tekna án þess að um vændi sé að ræða. Nauðsynlegur hluti ferðaþpnustu? Nektardansstaðir spruttu upp í Reykjavík á stuttum tfma og segir viðmælandi okkar sem fylgdist með þeirri þróun að eigendur þeirra tengist flestir innbyrðis, þ.e. hafi unnið á einum nektarstað áður en þeir ákváðu að stofna ann- an. Einnig er frægt dæmið um krána sem var til vandræða og var þvf breytt í nektarstað. Þessi mað- ur telur að um 20 - 30% viðskipta- vina sæki staðina reglulega og álíka stór hópur Ifti inn af og til fyrir forvitni sakir. Einnig sé al- gengt að karlmenn fari saman í hóp eftir að hafa verið annars staðar, enda hefur mátt hleypa mönnum inn á næturklúbba til klukkan sjö á morgnana. Segist hann t.d. hafa séð föður koma með son sinn og gesti úr 20 ára af- mæli hans á nektarstað. Virtist þar vera um nokkurs konar mann- dómsvígslu að ræða. Nektardansararnir sem Vera ræddi við sögðu hins vegar að um 80% viðskiptavina sæktust eftir kynlffsþjónustu, 15% kæmu til að kaupa drykk og horfa á ókeypis nekt og 5% keyptu nektardans án þess að fara fram á kynlífsþjón- ustu. Þegar hið villta næturlíf Reykja- víkurborgar fór að teljast söluvara á erlendum vettvangi, eftir að opn- unartími veitingahúsa var lengdur í miðbænum, hafa eigendur nekt- ardansstaða verið duglegir við að halda því á lofti að starfsemi þeirra sé nauðsynlegur hluti af ferðaþjónustu, t.d. þegar útlend- ingar koma í fyrirtækjaferðir eða á ráðstefnur, auk almennra ferða- manna. Viðmælendur okkar segj- Smátt og smátt urðu einkadansarnir gróf- ari, bæÖi af minni hálfu og hennar, og við áttum samfarir í klefanum þegar ég keypti hálftíma einka- dans en hann kostar 25.000 krónur. ast ekki verða mikið varir við út- lendinga á nektarstöðunum en hins vegar sjái þeir oft að menn utan af landi líti við þegar þeir eru f borginni. Einn segist oft sjá menn sem tengjast undirheimun- um, smákrimma og stórkrimma, sérstaklega á virkum dögum. Þar sem erótískur dans stendur til boða f flestum borgum heims er erfitt að skilja af hverju útlending- ar ættu nauðsynlega að þurfa að sjá hann hér, nema að þeir viti að hér fái menn meira fyrir peninginn en annars staðar. Viðmælendur okkar sögðust vita að leigubflstjór- ar vísi útlendingum sem spyrjast fyrir um vændi á ákveðna nektar- dansstaði. Einnig vissu þeir að starfsmönnum leigubílastöðva hefði verið boðið á nektarsýningar svo þeir væru vel upplýstir þegar útlendingar spyrja. Margir útlend- ingar hafa hins vegar fengið þær upplýsingar að hér geri konur ým- islegt frítt og þurfa ungar konur oft að beita hörku á skemmtistöðum til að leiðrétta þann misskilning. Samfarir í hálftíma einkadansi En af hverju sækja íslenskir karl- menn nektarstaði? Viðmælandi um fertugt hafði þessa sögu að segja: „Ég var undir miklu vinnuálagi og lenti á sveig við allt venjulegt líf. Verkefnið sem ég var að vinna gat skipt sköpum um framtíð fyrir- tækisins, það tók um þrjá mánuði en reyndar hafði vinnuálagið stað- ið í heilt ár. Oft vann ég fram á nætur og fannst gott að líta við á nektarstað klukkan fjögur eða fimm og spjalla við stelpurnar áður en ég færi að sofa. Það hefur góð áhrif á menn undir svona álagi að fá athylgina sem stelpurnar veita manni þegar þær keppast við að koma á viðskiptum. Það var einmitt það sem ég þurfti. í mínu tilfelli virkaði nektarstaðurinn eins og karlaathvarf." Um þetta leyti lenti hann í því að handleggsbrjóta sig á hægri hendi og segir að eftir það hafi komur hans á nektarstaðinn orðið reglulegri. Þá kom fljótt að því að ein stúlkan eignaði sér hann og það virtu hinar stúlkurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.