Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 20
ÍL sim átsekt er dýr Mér finnst líka ótrúlegt hvernig það fólk sem ég hélt að væru vinir mínir hefur horfið af braut eftir að veikindi mín ágerðust. Það er alltof sjaldgæft að fólk hringi og spyrji hvernig manni líði. sögð, eitthvað sem allir geta þurft að fá einhvern tíma á æv- inni, en svo er ekki. „Mér finnst h'ka ótrúlegt hvernig það fólk sem ég hélt að væru vinir mínir hefur horfið af braut eftir að veikindi mín ágerðust. Það er alltof sjaldgæft að fólk hringi og spyrji hvern- ig manni líði. Fólk veit að ég lenti í slysi og veltir sér upp úr því en fáir stíga skrefið og spyrja einfaldrar spurningar eins og: Hvernig gengur eiginlega hjé þér? Get ég eitthvað aðstoð- að þig? Reyndar þarf ekkert að segja mikið, bara hringja og spjalla. Það er eins og allir hugsi bara um sig og vilji ekki blanda sér í erfiðleika annarra." Engar slysabætur því hún er öryrki hvort sem er í gegnum veikindasögu sína hefur viðmælandi okkar komist á þá skoðun að bæta þurfi þjónustu við sjúklinga og auðvelda þeim að sækja rétt sinn. Henni finnst að heimilislæknirinn ætti að hafa allar upplýsingar sem væru þá aðgengilegar fyrir aðra í kerfinu. „Mér finnst ég alltaf þurfa að segja sögu mína aftur og aftur og því íylgir aukaálag, í stað þess að einhver gæti haldið utan um það sem mér viðkemur og bent mér á hvaða rétt ég á,“ segir hún. Niðurstaðan úr mati á slysabótum til þeirra sem urðu fyr- ir svipuðum meiðslum í bílslysinu segir hún að hrindi sér aft- ur inn í heim bóta og eymdar. Hinn farþeginn fær nú margar milljónir í bætur sem miðast við tekjur en hún er dæmd til að vera áfram á þeim stað sem hún var á. „Eg ætla að áfrýja þessu máli. Ég var að vonast eftir bótum sem gætu fleytt mér áfram fjárhagslega en nú sé ég fram á að þurfa að fara að leita eftir fjárhagsaðstoð, með öllu sem því fylgir, viðtölum við fé- lagsráðgjafa um mínar aðstæður o.s.frv. Eins og áður segir er hún nú í stífri lyfjameðferð sem ger- ir hana undirlagða alla daga. Það var í sumar sem hún veikt- ist mjög alvarlega og hún segist hafa fundið verulega fyrir því að sumarfrí stóðu yfir. „Það tók læknana langan tíma að átta sig á því hvað var að mér og það var hræðilegt áfall að fá sjúk- dómsgreininguna. Þegar niðurstaðan lá fyrir hafði enginn það hlutverk að skýra út fyrir mér hvað þetta þýddi og gæta að því sálræna áfalli sem fréttirnar ollu. Ég þurfti svo að bíða í mán- uð til að komast til sérfræðings sem er yndislegur maður en biðin tók mjög á mig og símtölin voru mörg. Mér fannst al- veg dæmigert að á þessum tíma var stundum sagt við mig: Þú verður bara að tala við Jóhönnu! Þannig virðist allt vera hér á landi. Það er ekki gætt að því hvaða rétt fólk á, heldur hvort það geti látið eitthvert framafólk í þjóðfélaginu redda sér.“ íB (V > Örlagasaga hennar hófst þegar hún lenti í bílslysi fyrir 20 árum, ung móðir barns sem lá á Landspítalanum vegna fæðingargalla. En hún vonaði það besta og var á leið yfir gangbraut fyrir framan spítalann þegar ölvaður ökumaður keyrði á hana. Hún slas- aðist alvarlega og hefur glímt við afleið- ingar slyssins síðan. En lífið hefur ekki far- ið mjúkum höndum um hana þar fyrir utan. Nokkru seinna giftist hún manni sem hún var mjög ástfangin af, flutti með hon- um til Ameríku og eignaðist tvö börn. En maðurinn var annar en hún hélt, reyndist kynóður og misnotaði bæði börn þeirra. Hún yfirgaf hann og fór huldu höfði í stöðugum ótta þangað til henni var hjálpað heim til íslands árið 1995. Við þessa lífsreynslu segir hún að eitthvað hafi dáið innra með sér. Hún var uppgefin á sál og líkama en hennar beið það verkefni að koma undir sig fótunum í íslensku samfé- lagi. Sú glíma hefur reynt mikið á fjölskyld- una og segja má að yngri börnin séu dæmigerð fórnarlömb aðstæðna sinna. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.