Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 46

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 46
Þórunn Þórsdóttir myndir: Þórdís menntun kvenna Ef kynjunum væri stillt á vogarskálar í skólum og slíkar mælingar síðustu áratuga athugaðar sæist heilmikil breyting. Það sígur á kvennamegin. Jafnrétti kynjanna hefur aukist í námi og hlutföll raunar snúist við. Konur standa sig almennt betur, þetta sést strax í grunnskóla, þær eru duglegri við framhaldsnám og sækja nú fleiri háskóla en karlar. En hvað verður um þessa menntun, hverju skilar hún, hvers vegna halda færri konur en karlar alla leið að doktorsgráðu, hvers vegna fá þær síður tækifæri innan menntasamfélagsins, til stjórnunarstarfa í atvinnulífinu og launa sem karlkyns félagar þeirra hljóta fyrir sambærileg störf ? Sumir hafa frekar áhyggjur af strákunum sem fái kannski ekki rétt atlæti frá upphafi, aðrir kæra sig kollótta, hugsa praktískt og vilja einfaldlega fjölga fólki í arðbærum fögum, raungreinum og tækninámi á nýrri upplýsingaöld. Þau fög eru einmitt undantekn- ingar frá reglunni um sókn kvenna til langskólanáms, enn mest lesin af körlum. Vera freistar þess að rata milli bunka af efni sem til er um menntun kvenna, ræðir við jafnréttisfulltrúa Háskóla ís- lands og lektor í kynjafræðum við skólann. KVENNABYLTING (0 s_ <u > 46 Konur voru orðnar fleiri en karlar við Háskóla ís- lands 1985 og hafa haldið því forskoti síðan. Þó sker verkfræði og tölvunarfræði sig úr því þar er hlutföll- unum öfugt farið, eins og fram hefur komið að und- anförnu vegna átaks skólans til að fá konur í tækni- fögin. (Konur í verkfræðideild HÍ eru 26% nemenda og 15% kennara). Skiptar skoðanir hafa verið um að- ferðir til þess, nokkrir kvennemendur gagnrýndu jafnréttisfulltrúa skólans og svo fór í nóvember að rektor tók af skarið og lýsti opinberlega stuðningi við störf fulltrúans. Orð Rósu Erlingsdóttur jafnréttis- fulltrúa í útvarpsþætti höfðu verið túlkuð á þá lund að konur kynnu að þurfa sérmeðferð í stærðfræði og tengdum fögum. Hún ítrekaði á fundi með verk- fræðinemum og í blaðagrein að sú væri ekki raunin, heldur hitt að fleiri þyrfti í þessi fög og konur ættu erindi af því að þær væru enn í miklum minnihluta. Þess vegna væru viðraðar hugmyndir um aðrar áherslur í kennslu en verið hafa, á námsgreinar eins og vísindasögu og -heimspeki og dreifingu stærð- fræðikennslu á fleiri ár en nú er. Þá væri möguleiki að breyta inntaki námsgreina þannig að þær höfðuðu til fjölbreyttari hóps nemenda. Við erlenda háskóla hefðu líka svokallaðar sértækar aðgerðir verið reynd- ar, eins og sér tölvutímar fyrir konur. Ein þeirra sem sérstaklega hefur fjallað um þetta er Londa Schiebinger, vísindasagnfræðingur, sem vill að kennsla sé löguð að kynjum eða ólíkri mótun þeirra. Elvira Scheich, vísindafélagsfræðingur, kýs að tala um hvatningu, færni og samhæfingu. Hið fyrsta er þegar verið að reyna við HÍ, næst kemur að- gangur fleiri stúlkna að tölvu- og rannsóknarbúnaði í HÁSKÓLUM stórt spurt - stutt svör og síðast stuðningur við konur í samruna náms og starfs. Rósa er stjórnmálafræðingur og hefur gegnt nýju starfi jafnréttisfulltrúa HI frá ársbyrjun. Hún fylgir þar lögboðinni jafnréttisáætlun sem skólinn setti sér 2000 til fjögurra ára. Tilgangurinn er vitanlega að jafna kjör kynjanna í námi og starfi við skólann og stuðst hefur verið við ýmsar útlendar fyrirmyndir. Tæknidagar Háskólans og Jafnréttisstofu voru haldn- ir í haust og árið 2001 var efnt til kynninga á raun- greinanámi við skólann, með kvennemendum og út- skrifuðum konum í fögunum sem fóru í alla fram- haldsskóla landsins. I kjölfarið fór Rósa í viðtalið sem nefnt var og eftir nokkra hríð stendur ef til vill sú staðreynd uppúr að jafnréttismál eru eldfimt efni, þó að þeim sé sinnt eftir ýtrustu kröfum í æðstu menntastofnun landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.