Vera


Vera - 01.02.2003, Page 67

Vera - 01.02.2003, Page 67
/TÓNLIST NICK CAVE AND THE BAD SEEDS - NOCTURAMA Nick heiðrar sín uppáhöld Hinn splunkunýi diskur Nick og félaga, Nocturama, á ekki mikið skylt við nóttina sjálfa, nema ef til vill að gott sé að hlusta á hann á nóttunni. Hér eru á ferð tíu lög, flest í meðallagi löng og I rólegri kantinum en þrír rosalegir rokkarar brjóta það upp. Eins er loka- lag plötunnartæpar 15 mínútur og 38 erindi!!! Lögin eru nokkuð mismunandi og í raun og veru öll mjög sterk vegna þess að þau hafa fengið að þróast hvert í sína áttina. „Vondu fræjunum" hef- ur borist liðsauki úr hljómsveitinni Dirty 3 sem er hljómsveitin sem Nick Cave tróð upp með á Hótel íslandi í desember á siðasta ári. Ef til viil er fjölbreytnin í útsetningunum til komin út af því. Blixa Bargeld (úr þýsku tilraunapoppsveitinni Einsturzende Neubauten) heldur þó áfram einn um gítarhálsana og er leikur í honum á þessari plötu. Glettnin smitast út í mörg lögin og er andrúmsloftið því mun léttara í heildina en á síðustu plötu. Allir tónlistarmenn og hljóðfæraleikarareru nánast óaðfinnanlegir og strax við fyrstu hlustun heyrist að hér er vandað til verks í öllum útsetningum, stundum eins og hver gítarlína, fiðlukafli eða bassatrommuslag eigi sinn hlut í sögunni sem lagið segir. Mér finnst Nick Cave vera að heiðra þrjá tónlistarmenn með þessum diski sínum, hugsanlega ómeðvitað. Allavega gætir óneitanlega áhrifa frá Bob Dylan, Leonard Cohen og Neil Young í sumum laganna. Besta lag plötunnar er að mínu mati „Right Out of Your Hand" og þar er komið eitt besta lag Cave í mörg ár. Það er eins og Neil Young sé sjálfur kominn til að syngja með í viðlögunum. Ég vona að hann heyri diskinn og setji sig í samband við Cave því raddir þeirra passa svo vel saman! Kannski eigum við von á samstarfi þessara tveggja stórkostlegu tónlistar- manna I framtiðinni. ERYKAH BADU - MAMA'S GUN Einbeitt og sjálfsörugg Motown gaf árið 2000 út þessa þriðju plötu þeldökku tónlistar- konunnar Erykah Badu. Til að byrja með er hún án efa með eina órúlegustu rödd í heimi. Hún færi létt með að syngja öll lög Billie Holiday nákvæmlega eins og hún gerði það, ef hún kærði sig urn, en í staðinn notar hún röddina I alveg einstaka tónlist sína °9 skapar sér með því mikla sérstöðu. Þessi plata er öll á fönkuð- um jassnótum en er svona dans-fönki, eins og tónlist Stevie Wonder var á Innervision eða Talking Book, rétt upp úr 1970. Jamiroquai hefur gert mikið af því að taka þessa tónlist upp á S|na arma og tileinka sér en Erykah Badu gerir þetta bara miklu betur því hún hefur sína eigin töfra sem blandast töfrum popp- fönksins með moog-hljómborðum, þverflautum og feitu bassa- sándi. Hljómur plötunnar er svo góður að manni finnst ótrúlegt að hún hafi komið út árið 2000 en ekki árið 1973 eða þar um bil. Lögin 14 eru öll löng og rennur hvert saman við það næsta svo úr verður eitt samfellt verk þegar diskurinn fær að rúlla í 9egn. Lögin eru öll góð en uppáhaldslagið mitt er þó síðasta lag- ið. „Green eyes", sem er ( þremur hlutum. Það er voðalega erfitt að segja hvað það er sem gerir Erikuh svona sérstaka og hvað greinir hana frá öðrum söngkonum í r og b-geiranum. Eftir mikla umhugsun komst ég að því að líklegast væri hún bara svona þroskuð. Textarnir benda til þess að hún hafi lent I ýmsu en sé ekkert að velta sér upp úr því, eða sé hreinlega búin að vinna úr sínum málum og tilbúin að halda áfram. Hún efast ekkert um að hún sé góð og klár og leyfir sér að geisla krafti sínum út, einbeit- ir sér að því að halda ótrauð áfram, sama hvað gerist næst. Hún hvetur okkur til að dansa, brosa og hlæja meira og takast á við heiminn eins og hann birtist okkur. Þetta minnir um margt á frið- ar- og hamingjuboðskap Stevie Wonder á fyrrnefndum plötum og rennir það stoðum undir þá kenningu að það sé helsti áhrifa- valdur hennar. Sá boðskapur er orðinn slgildur, því eins og allir vita er góð vísa aldrei of oft kveðin... vera / tónlist / 1. tbl. / 2003 / 67 Heiða Eiríksdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.