Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 13

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 13
/ SKYNDIMYND kemur líka frá þessum skóla, Brenda Blethyn," segir Sig- ríður kokhraust. Sigrfður útskrifaðist úr svokölluðu Post Graduate námi árið 2000 og eftir hálft ár í London bauðst henni að fara norður til Akureyrar að leika í „Ball í Gúttó" (e. Midnight Sun) eftir Maju Árdal, sem Sigríður segir vera mikinn femínista. „Konur eru svo sterkar í þessu leikriti, við vorum voðalega ánægðar með okkur," segir hún um þetta verk. Maja Árdal átti eftir að hafa mikil áhrif á hana og í gegnum hana kynntist hún syni Maju og nú- verandi eiginmanni sínum, leikaranum Paul. hún sig á því að eineltið er alls staðar eins. Það sé alltaf ein tekin fyrir og alltaf sé ein foringinn. „Okkur finnst hún kannski ekki foringinn, heldur er hún bara fyndin og skemmtileg og yfirleitt sæt, eitthvað sem við viljum allar vera. En oftar en ekki líður henni sjálfri illa og níðist þvi á öðrum." Sigríður rifjar það líka upp að hún hafi verið í sömu sporum og Fjóla: „Ég man eftir að hafa horft á einelti og í stað þess að gera eitthvað fór ég að hlæja í einhverju stressi. Það er ekkert kúl að fara allt í einu að standa með fíflinu." Sigríður segir að strákar lyfti frekar hnefanum og kýli „ÉG MAN EFTIR AÐ HAFA HORFT Á EINELTI 0G í STAO ÞESS AÐ GERA EITTHVAÐ FÓR ÉG AÐ HLÆJA í EINHVERJU STRESSI. ÞAÐ ER EKKERT KÚL AÐ FARA ALLT í EINU AÐ STANDA MEÐ FÍFLINU." I mars 2002 flytur Sigríður til Kanada og var í læri hjá Maju. Hún elti hana um allt og lærði af henni. Maja kennir í Háskólanum í Toronto, leikstýrir, skrifar leikrit og er formaður stjórnar leikfélags sem sýnir einungis leikrit eftir konur eða um konur. Maja dró Sigríði á leik- rit sem henni fannst að hún ætti að þýða og þar kynnt- ist Sigríður m.a. leikritinu Fjóla á ströndinni. „Leikritið hafði svo mikil áhrif á mig að ég fór að grátafyrst þegar ég sá það," segir Sigríður. Höfundurinn var á sömu um- boðskrifstofu og Maja svo Sigríður var komin með samninginn í hendurnar eftir viku. Það var því ekki aftur snúið. „Ég kláraði þýðinguna á fjórum mánuðum og hafði Paul mér til aðstoðar," segir Sigríður. Þrátt fyrir að hún hafi ekki fengið styrki til að setja upp sýninguna lét hún það ekki setja strik í sinn reikning. „Ég leitaði til fólks sem ég þekkti og var tilbúið að hjálpa og taka áhættuna með mér. Ef þig langar nógu mikið, þá bara setur þú þig á hausinn!" segir Sigríður og hlær með sjálfri sér. Leikritið sem Sigríður trúði svo á fjallar um einelti. Fjóla er 16 ára, hún er pirruð á mömmu sinni en hefur lítið samband við pabba sinn. Hún stjórnast af bestu vinkonu sinni sem leggur Soffíu, bekkjarfélaga þeirra, í einelti. Fjóla er áhorfandi að eineltinu og hefur mikið á samviskunni. í gegnum verkið er minnst á eineltismál sem kom uþþ i Kanada árið 1997, þar sem stelpa var myrt af jafnöldrum sínum. Þær lömdu hana og drekktu henni að lokum. Málið vakti mikla athygli fyrir það að morðingjar hennar voru ósköp eðlilegar stelpur sem litu alls ekki út fyrir að vera færar um slíkt voðaverk. Fjóla sér fréttir af þessu máli í sjónvarpinu og í fljótu bragði finnst henni þetta mál ekki koma sér við. Smám saman áttar hún sig þó á því að þær eru alls ekki svo ólíkar henni og að kannski eigi hún mikið sameiginlegt með þeim. „Ég held að þetta leikrit hafi mest áhrif á stelpur á okkar aldri," segir Sigríður og á við okkur sem erum á miðjum þrítugsaldrinum. Hún heldur áfram að útskýra mál sitt: „Maður er búinn að fara í gegnum einhverja sjálfskoðun, er að endurskoða vinina og líta til baka." Sigríður segist alltaf hafa haldið að hún og hennar vin- konur hafi verið verstar en þegar hún sá leikritið áttaði hvern annan en stelpu-eineltið sé meira falið, það sé gallinn. Sigríður vitnar í eitt áhrifamikið atriði úr leikrit- inu sem gerist í skólabíl: „Nokkrar stelpur sparka í kálf- ana á Soffíu undir sætinu og við hliðina hvísla aðrar niðrandi orðum að henni. Þetta gerist á meðan strák- arnir slást aftur í. Þeim er sagt að halda kjafti en aldrei er neitt sagt við stelpurnar. Þær klína í hárið á henni, berja hana en bara svo að engir sjái," segir Sigríður og bætir við að erfiðara sé fyrir þolandann að klaga ef engir sjá eineltið. En af hverju er stelpu-einelti öðruvísi? Sigríður veltir vöngum yfir þessarri spurningu og segir að það gæti verið vegna þess að þær stjórnist meira af tilfinningum, „án þess þó að segja að konur séu frá Venus og karlar frá Mars," bætir hún við. „Það þarf ekki að berja stelpur til að þeim líði illa heldur er auðveldara að særa þær með orðum. Stelpur taka meira inn á sig og fara í fýlu. Kannski er það af því að umhverfið er alltaf að segja þeim hvernig þær eigi að vera og líta út. Jafnvel í hvaða fötum þær eigi að vera. Ef þær fara ekki eftir þeim kröf- um er þeim strítt. Svo eru þær að fá brjóst og v.ta ekkert hvernig þær eiga að haga sér. Manni gat kannski verið strítt á því að vera í fötum sem manni fannst sjálfri flott en svo var farið í skólann og þá var sett út á þau. Ég fór þá aldrei í þá þeysu aftur," rifjar Sigríður upp og trúlegt er að margar geti samsamað sig með þessarri reynslu. Fjóla á ströndinni er án efa leikrit með boðskap, en er það svoleiðis sem leikhús á að vera? Sigríður er fljót til svars: „Tilgangurinn með leikhúsi er búinn að missa sig ef leikritið hefur ekki boðskap. Ekki það að leikhúsið eigi að vera predikun, það er gaman að fara á einhverja afþreyingu líka, en maður verður alltaf að læra eitthvað af því að fara í leikhús. Leikhúsið á að þjóna samfélag- inu og það er dáið ef það gerir það ekki. Mig langar til þess að halda áfram að gera svona hluti og vonandi fæ ég tækifæri til þess í framtíðinni," segir Sigríður að lok- um og eftir að hafa verið Fjóla á ströndinni í haust, bæði norður á Akureyri og í Reykjavík, er hún flogin á vit æv- intýranna til Toronto við strendur Ontario-vatns. Það stendur þó til að sýna Fjólu á ströndinni í skólum og stofnunum næsta haust. Þangað til verður Sigga á sinni eigin strönd. X Kærleikskúlan 2003 er skreytt mynd eftir Erró, hún er jafnframt fyrsta kærleikskúlan. Markmiðið með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Sölutímabil: 10.-24. desember. Sölustaðir: Home Art - Smáralind Kokka - Laugavegi 47 Villeroy og Boch búðin - Kringlunni Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vera/5-6. tbl./ 2003 / 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.