Vera


Vera - 01.10.2003, Side 31

Vera - 01.10.2003, Side 31
/ BRÍET - FÉLAG UNGRA FEMÍNISTA & Ólafía E. Svansdóttir skrifar frá Danmörku dk.draumur »Ég væri að Ijúga ef ég héldi því fram að danski jafnréttisráðherrann (frúin), Henrietta Kjær, væri vinsæl meðal danskra femínista. Síðan hún tók við em- bættinu hefur hún ýmist kallað femínista vælukór (hylekor) eða steinsteypu- femínista (beton-feminister). Hún hefur einnig sagt að það sé engin þörf fyrir jafn- réttisráðuneyti og embættisverk hennar hafa einkennst af anti-femínískum gjörð- um, eins og að leggja niður rannsóknastofu jafnréttis (Videncenter for ligestilling). Það virðist vera að femínismi í Danmörku sé jafn óvin- sæll og fyrir nokkrum árum á íslandi og í flestum lönd- um á hnattkúlunni (geri ég ráð fyrir). Sú staðreynd kom mér mjög á óvart. Ég hélt nefnilega að, líkt og í Svíþjóð, þá væri Danmörk semi-mekka femínismans og byggði ég það á gömlum hugmyndum um kraft Rauðsokka- hreyfingarinnar hérna og fjölda skáldsagna sem ég hef lesið, (sem voru reyndar flestar skrifaðar á áttunda ára- tugnum), plús þeirri stórmerkilegu sjón sem danska stígamóta/kvennaathvarfshúsið er. Húsið er höll á fs- lenskan mælikvarða með þremur stórum, rauðum rauðsokkamerkjum í gluggunum, en ef myndirnar eru skoðaðar gaumgæfilega þá sést að þær eru byrjaðar að flagna - danskur femínismi í hnotskurn! Danska kvennahúsið í Kaupmannahöfn Píkutorfufemínisti Forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Person, kallar sjálfan sig femínista, einnig flestir í ríkisstjórn hans og eins allir þingmenn Jafnaðarflokksins (fyrir utan einn sem er úr Kristilega demókrataflokknum). Sænskir femínistar eru ekki par ánægðir með notkun Görans á orðinu og saka hann um að nota hugtakið til að afla sér vinsælda - getiði ímyndað ykkur? En hér í Danmörku þarf kona helst að hvísla ef hún ætlar að opinbera sínar fem-pólitísku skoð- anir til að afla sér ekki óvinsælda og halda höfðinu. Dæmi um óvinsældir femínista koma fram í inn- gangi dönsku útgáfunnar að Píkutorfunni. Þar skrifar ritstjórinn að Píkutorfan aðskilji sig frá ímynd hennar kynslóðar af femínista: Þær líkjast ekki karlmönnum tneð varalit, þœr hata ekki karlmenn. Þœr hafa ekki skottið fullt af sœrðu stolti og hjákátleika sem gerir raddir þeirra gjallandi og augu þeirra myrk af biturð... ég er ekki femínisti, ég er Píkutorfufemínisti, og ætlar sér þar af leiðandi að búa til annan flokk af femínistum - svölum femínistum sem hafa engin tengsl við „gömlu trukka- lessu-femínistanna.“ Sambandsleysi kynslóðanna I óútkomnu greinasafni norrænna femínista, Femkamp - feministisk kamp i fem lander, er kafli sem fjallar urn tengsl Rauðsokkahreyfingarinnar við ung-femínista - eða tengslaleysi öllu heldur. Kaflinn er í viðtalsformi þar sem fulltrúar rauðsokkanna og ung-femínistanna gera upp ágreiningsefnin og reyna að komast að því af hverju nú- tímafemínistar vilja ekki vera flokkaðar í hóp með rauð- sokkurn. Margt áhugavert kernur fram, meðal annars að konur úr görnlu Rauðsokkahreyfmgunni séu svo meðvit- aðar um hið neikvæða álit á sér að þær hafa haldið sig frá opinberum stuðningi við ungu konurnar til að eyðileggja ekki orðspor þeirra. Og það var oft rnikil þörf á því. Greinin fjallar líka um sambandsleysið á milli görnlu hreyfingarinnar og þeirrar nýju og af hverju sú nýja not- færir sér ekki reynslu og sögu þeirrar gömlu. Þær komast að þeirri niðurstöðu að það orsakist aðallega af gömlu, skökku klisju-ímyndinni sem Rauðsokkahreyfingin hefur á sér. Það getur verið spennandi að bera þessa reynslu dönsku femínistanna við þá íslensku. Hvurt og þá hvernig er sambandið á milli femínískra kynslóða á Is- landi? Ég ætla að leyfa mér að staðhæfa að við heima gæturn kennt Dönunum ýmislegt í þeirn málum. Bríet varð til í Kvennalistanum og margar Kvennalistakonur komu úr ltauðsokkahreyfmgunni. Kannski, og mjög líklega, er það smæð landsins að þakka að það er erfitt að líta framhjá fortíðinni, við erum jú of fá til að vita ekki hvert um annað. Ég hef lengi haft þann draum að búa til heimilda- mynd urn Rauðsokkahreyfinguna, akkúrat til að arfleifð þeirri fari ekki í gleymsku-kistilinn. Því það er til óhugnalega lítið útgefið efni um Rauðsokkahreyfinguna og við eigum henni svo ótal margt að þakka. Þannig að ef einhver á nokkrar millur undir koddanum og vill eyða í góðan málstað þá er ég tilbúin. X vera / 5 -6 . tbl. / 2003 / 31

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.