Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1918, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1918, Blaðsíða 19
TÍMARIT V. F. í. 1918 15 Óla/ur Porsteinsson. Lögðu þeir fyrir fjelagsfund 6. mars eftirfylgjandi nefndarálit og tillögu, sem var samþykt í einu hljóði: Nefndinni virðist það ekkert efamál, að talsvert gagn gæti orðið að því við undirbúning og fram- kvæmd ýmsra mannvirkja, ef völ væri á mönnum verkfræðingunum til aðstoðar, sem íærir væru um, að framkvæma einfaldar landmælingar, er taka yfir lítil svæði, og venjulegar hallamælingar. Skýrir vega- málastjórinn, sem á sæti í nefndinni, frá því, að hann hafi þegar áður en þetta mál kom til umræðu í fjelaginu áformað að kenna nokkrum mönnum þær mælingar, sem þarf til þess að geta ákveðið veglínur, og muni hann þegar á næsta sumri geta veitt einum til tveim mönnum atvinnu, er hafi lært slíkar mælingar. Og virðist nefndinni það einnig ljóst, að þörf muni verða fyrir slíka menn við fleiri mannvirki en vegagerðir, þar á meðal sjerstaklega við áveitufyrirtæki. Enn fremur muni það yfir höfuð verða gagnlegt fyrir fandið, að til sje nokkuð af mönnum í landinu, sem geti framkvæml einfaldar uppmælingar og hallamælingar í sveitum og smá- kauptúnum, án þess að koslnaður við slíkt verði svo mikill, sem hann venjulega hlýtur að verða, ef til slíkra smáverka á að fá verkfræðinga langt að. Að því er snertir tilhögun á námsskeiði, þar sem slíkar mælingar verði kendar, þá telur nefndin, að námstiminn muni ekki mega vera skemri en tveir mánuðir. Kenslan ætti að vera bæði bókleg og verk- leg, bóklega kenslan fyrri mánuðinn, samfara stutt- um æfingum úti, en seinni mánuðinum varið að mestu eða eingöngu til verklegra æfinga úti. Virðist bók sú, sem notuð er við kenslu í landmælingum á Landbúnaðarháskólanum i Kaupmannahöfn vera hentug til afnota við bóklegu kensluna (H. V. Ny- holm, Landmaaling og Nivellering), og virðist nefnd- inni, að kenslan ætti að grípa yfir þessi atriði: Að stinga út beinar línur. Að stinga út rjett horn. Að mæla beinar línur. Að mæla upp tiltekið svæði með línuþríhyrningum. Að gera uppdrátt af mældu svæði. Að finna flatarmál svæðis á uppdrætti. Grundvallaratriði hallamælinga. Gerð einföldustu hallamælingatækja (hallaspegla, og hallakíkira með föstum kíki og föstum hafjafna). Leiðrjetting hallamælanna. Hallamæling línu. Flatarhallamæling. Að stinga út boga. Dýptarmæling. Notkun sigtispjalda. Að því er snertir þrjú síðuslu atriðin, hj'ggur nefndin, að fara mælti eftir »Formandsbogen«, höf- undur P. M. Bulow. Kenslan ætti að vera ókeypis. Námstími virðist nefndinni hæfilegur frá miðjum apríl til miðs júní. Kostnaður við slíkt námsskeið, er aðallega fólginn í útvegun mælingaáhalda og kenslukaupi. Nefndin vonast eflir, að þær opinberu verkfræðingastofnanir, sem hjer eru (Vegamálastjórnin, Vitamálastjórnin, Landssíminn, Reykjavíkurkaupstaður og Reykjavíkur- höfn), mundu sjá sjer fært, að eignast það sem þarf af verkfærum handa námsskeiði með 12 nemendum, og lána það ókeypis til kenslunnar; verður gerð nánari grein fyrir því atriði við framsögu málsins. En kenslukaup og smáúlgjöld við námsskeiðið á- ætlar nefndin 1000 kr. Nefndin hefur leilað fyrir sjer hjá stjórnarráðinu um það, hvort landsstjórnin mundi telja sjer fært, að leggja til kostnaðinn við kensluna, ef slíks yrði farið á leit af V. F. í. Fjekk nefndin hinar bestu undirtektir í þvi efní, og lelur hún engan efa á þvi, að alt að 1000 kr. muni fást úr landssjóði til kostn- aðar við námsskeið þetta, ef fjelagið sækir um það, og námsskeiðið verður haldið í vor. Nefndin leggur til: »Að stjórn fjelagsins verði falið að sækja til stjórn- arráðsins um alt að 1000 kr. framlag úr landssjóði til greiðslu kostnaðar við námsskeið fyrir mælinga- menn, og sje fjelagsstjórninni síðan falið, að annast undirbúning og stjórn námsskeiðsins, þegar framlagið er fengið«. Reykjavík, 5. mars 1918. Jón Porláksson. Geir Zoéga. Óla/nr Porsteinsson. Síðan liefur fjelagssljórnin fengið loforð stjórnar- ráðsins fyrir hinu umrædda fje, og stofnað til hins umrædda námskeiðs, sem að öllu forfallalausu verð- ur haldið i apríl—júní næstkomandi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.