Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 12
26 TÍMARIT V. F. í. 1918 unum til þess að koma skriði á þetta mál er sú, að húsameistarar þeir, sem ráða gerð opinberra bygg- inga, gangi á undan, og geri opinberar byggingar í þjóðlegum stíl. Nefnir hann ýmsar opinberar bygg- ingar, sem vjer þurfum að eignast áður langt líður. t*ar á meðal nefnir hann landsspítala, sem nú mun nokkurnveginn fullráðið að verði næsta opinbera byggingin, er vjer reisum. Og nú vill svo vel til, að undir hann stendur lil boða nægilega stór lóð og þannig í sveit komið, að hús með íslensku sniði mundu geta notið sín þar fullkomlega, svo að lijer er verkefnið alveg við hendina. Aðra leið til að koma þessu góða málefni á sigur- braut vil jeg benda Iesendum Tímaritsins á. Hún er sú, að þeir sem allra flestir eignisl rit br. Rávads, og lesi það, ekki einu sinni, heldur aftur og aftur, fiinkum þó þeir af lesendunum, sem fást við húsa- byggingar. Og jafnframt rýni menn í teikningarnar, þangað til þeim er hvert einstakt álriði í þeim full- ljóst. Væntanlega eru ýmsir meðal lesendanna gædd- ir svo mikilli listgáfu, að þeir gætu eitthvað lagt fram málefninu til stuðnings, að einhverju leyti bætt úr ósniði því, sem nú er komið á alla húsagerð lil sveita, ef þeir sökkva sjer niður í málefnið, eins og það er sett fram í rili hr. Rávads, og lialda síðan áfram brautina með því að veita sem besta eftirtekt allri þeirri fegurð, sem enn má sjá sumstaðar á sveitabæjunr. Handhægasta aðferðin til að eignast bókina er sú, að gerast fjelagsmaður í hinu dansk- íslenska fjelagi, og fá menn þá aðrar góðar bækur, sem fjelagið gefur út, í ofanálag. Minsta árgjald til fjelagsins er 2 kr., og viðvíkjandi inntöku í það geta menn snúið sjer til herra Jóns Helgasonar biskups. Jón Þorláksson. Vitalampar með Dalénljósi. Ljósmetið í vitum var upphaflega kol eða brenni eða, þar sem kolin voru dýr, plöntuolía, lýsi eða tólg. Þangað til 1834 voru t. d. í hinum alþekta Eddystone vita notuð 24 tólgarkerti. Steinolíuvitar, og steinolíuljós yfir liöfuð, voru fundin upp á árun- um 1780—1800. Á næstu hundrað árum voru lamp- arnir í aðalatriðunum óbreyttir; framfarirnar í vita- gerðinni voru fólgnar í betri útbúnaði á Ijóskrónum, speglum og snúningsáhöldum. En á seinni árum fyrri aldar var byrjað að nota steinolíulampa með glóðarnetum, mest sem Lux-ljós, og er þar í fólginn afarmikill sparnaður á Ijósmeti, en hirðing Ijósanna er hinsvegar miklu vandasamari. Rafmagn hefur verið notað í vita síðan 1862, þegar Dungeness vit- inn á Englandi var útbúinn með raflampa, en það hefur náð lílilli útbreiðslu til vitalýsingar, aðallega vegna kostnaðarins; bæði slofn- og starfrækslukostn- aður fer langt fram yíir olíuvita. Kolagas hefur lítið verið notað, en »filugas«, sem er framleitt úr para- fíni, og »Blaugas« (einnig úr parafíni, nefnl eftir þeim, sem fann það upp) hefur verið notað tölu- vert á seinni árum, sjerstaklega í smávita og »bauj- ur«. Gas þelta er framleitt í sjerstökum verksmiðj- um og sent í járndunkum; framan af var gasið látið loga úr opnum brennurum, en á seinustu 10 árunum hefur það verið notað með glóðarnetum og tekist vel. Jafnhliða Blaugasinu hefur síðan um síð- ustu aldamótin acetylengas tekið að ryðja sjer til rúms sem vitaljósmeti, sjerstaklega sem aeetylene- dissous (acetongas), í járnhylkjum. En það hefur til skamms tíma verið notað eingöngu í opnum brenn- urum; lengi hefur staðið á að finna glóðarnet af þeirri gerð, sem sje nothæft með acetylen. En það hefur nú verið fundið, og er farið að nota það á síðustu árum, einnig til vitaljósa. Acetylenið er þá ekki notað óblandað, eins og í opnum brennurum, lieldur er það blandað lofti áður en það streymir út um brennarann, út í glóðarnelið. Til þessa eru notr uð áhöld, sem kend eru við sænska hugvitsmanninn Gusiaf Dalén. Vilalampa af þessari gerð, þann fyrsta hjer á landi, er nú verið að setja upp á Gróttu. Er hann þannig útbúinn, að gasið frá hylkinu streymir gegnum venjulegan þrýstingsstilli inn í Dalén-áhaldið og blandast lofti, og þaðan inn í áhald, sem tempr- ar blossann, svo að vitinn fær það Ijós-einkenni, sem honum er ætlað (t. d. á Gróltu: þrír blossar með stuttu millibili á hverjum 20 sek.). Blossinn mynd- ast þannig án þess að nokkuð snúist eða nokkur hreyfing sje sjáanleg — eins og á acetonvitunum með opnum brennurum. Blossatækin eru talin eins trygg og liin eldri, sem þurfa mjög litla gæslu, en glóðarnetið hefur bætst við hjer, og er það auðvitað nokkuð næmt; er því nauðsynlegt að hafa nokkuð meiri gætur á slíkum vita, heldur en á hinum. En nú hafa áhöldin verið búin þannig út, að 4 glóðar- net eru sett upp í einu, og situr eitt þeirra á brenn- aranum. Ef nú svo slysalega vill til, að glóðarnelið bilar yfir nótlina, t. d. að stór íluga fer í það og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.