Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1918, Blaðsíða 14
28 TÍMARIT V. F. í. 1918 Einkaleyfi. 2. águst 1917 var Sigurjóni Krisljánssyni, vjelstjóra í Rvik, veittur einkarjettur til 5 ára á lilbúningi flotvörpu til veiða. Einkarjellarkröfur: Flotvarpa til að veiða síld, sem held- ur sjer á yfirborði sjávar eða við yíirborðið, svo og til að veiða aðrar íisktegundir, sem hegða sjer á líkan hátt. Sjálf varpan, sem dregin er af fari með vjelafli, er búin til úr hamppræði og er vörpunet og veiðipoki. Neðri rönd vörpu- netsins gengur lengra fram en efri röndin. Við vörpuna eru festir 3 hlerar af mismunandi stærð og gerð. Einn hlerinn heldur vörpunni uppi í yíirborði vatnsins og beint út frá hiið skipsins, er það fer áfram. Loftgeymir ljeldur honum uppi. Annar hlerinn, sem helst á floti með korklagi eða pví um liku, er á gagnstæðum enda vörpunetsins i yfir- borði vatnsins. Pegar skipið á ferð sinni tekur í hlera penna, sækir hann upp á við. Þriðji hlerinn er á neðri rönd vörpunetsins gagnstætt hleranum með korklaginu, og heldur pessi hleri neðri rönd vörpunetsins liæfilega langt niðri í vatninu. Allir hlerarnir eru tengdir við skipið með stálpráðarfestum. A efri rönd vörpunnar eru korkstykki, sem halda henni uppi, pegar hún liggur kyr. Neðan á veiðipokanum eru minni pokar, sem veiðipokinn er tæmd- ur um. Á pokanum eru lykkjur, sem renna í hringjum, til pess að innbyrða veiðina. 2. ágúst 1917 var kaupmanni Julius Andreas Hansen Schau i Reykjavík veittur einkarjettur til 5 ára á útbúnaði til loft- hilunar með ofnpípum. Hafði uppgötvun pessi áður hlotið einkarjett (Patent) i Danmörku. Einkarjetlarkröfur: 1. Luftopvarmningsanordning ved Af- træksrör fra Kakkelovne, karakteriseret ved et i Aftræks- rörets lodrette Del indsat Rör, der omstryges af Forbræn- dingsprodukterne, hvorved der frembringes en Opvarm- ning af Luften i Röret og en deraf fölgende Luftcirkulation gennem dette. 2. Ved en Luftopvarmningsanordning som den i Krav 1 angivne, den Anordning, at Aftræksröret er forbundet med Skorstenen saavel foroven som forneden ved Rör, i hvilke der er anbragt Spjæld, hvorhos det indre Rör udvendig og Aftræksröret indvendig bærer hver sin fremstaaende, for- oven gennembrudte Ribbe, alt i den Hensigt, at Forbræn- dingsprodukterne skal kunne ledes enten op og ned gen- nem to adskilte Rum i Aftræksröret eller kun op gennem dette til Skorstenen. Loftskeytastöðin. Loftskeytastöðin á Melunum við Rvík er nú fullgerð og afhent landssjóði. í úttektarnefnd voru skipaðir Friðbjörn Aðalsleinsson stöðvarstjóri, Guðmundur Illiðdal verkfræð- ingur og Vilhjálmur Finsen ritstjóri. Stöðin er aðallega ætluð til sambands við skip í haíi, en er pó svo stór, að hún mun að nóttu til geta náð sam- bandi við næstu stöðvar erlendar, í Englandi og Noregi, ef á parf að halda, t. d. við sæsimabilanir. Langdrægi stöðvarinnar á að vera minst 750 km að degi til eða ca. 1500 km um dimmar nætur. Staðið hefur til að sett yrði upp álíka stór loftskeyta- stöð í Færeyjum og hafði Stóra Norræna Ritsímafjelaginu verið veitt einkaleyfi á henni, en framkvæmd hefur engin orðið á pessu enn pá. Þegar Færeyjastöðin er reist, á loft- sktytastöðin hjer að sendast á skeytum við hana, en hún sendir áfram til Evrópu. Loftskeytatækin eru frá Marcom'-fjelaginu í London, og voru sett upp af starfsmanni pess, er Leary heitir. (Nán- ari lýsing á stöðinni er í 1. árg. bls. 36 pessa tímarits.) Minningartaflan yfir Rögnvald heilinn Olafsson hefur nú verið sett upp á vesturveggnum i samkomusalnum á Vífilstaðahælinu. Um fjelagsmenn. Frá 1. mai var Hjörtur Porsteinsson skipaður bæjar- verkfræðingur Reykjavíkur. Nýr fjelagsmaður. L. M. Blok, cand. polyt., aðstoðarverkfræðingur við vegamálin. Paul Smith, símaverkfræðingur, M: V. F. í., hefur nýskeð fengið stöðu í Noregi sem framkvæmd- arstjóri fyrir bæjarsímanum í Stavanger (A/S Stavan- ger Telefonforretning) og hefur þar af leiðandi sagt upp stöðu sinni sem símaverkfræðingur hjer frá 1. ágúst næstkomandi. Leitt er það að missa hjeðan góða og duglega verkfræðinga, — ekki veitir landinu af þeim, sem hjer eru, — og með Smith hverfur hjeðan einn þeirra, sem mikill missir er að. Hann hefur unnið hjer mikið og þarft verk, þar sem hann liefur verið fastur verkfræðingur landsímans frá því fyrsta er síminn var stofnaður 1906. En það er ekki að furða þótt duglegir verkfræðingar telji ekki landssjóðsstörf- in hjer til frambúðar, þegar þeir geta erlendis fengið margfalt betur launuð störf; hjer er þeim á opinber- um stöðum — sjerstaklega þeim, er landsstjórnin veitir — boðin kjör, sem ómögulegt er að una við, landinu sjálfu til stórskaða og mikils aukakostnað- ar. — Fyrir Verkfræðingafjelagið er brottför Smiths til- finnanlegur missir; hann hefur verið í stjórn þess þegar frá fyrstu, og gegnt staríi sinu þar sem gjald- keri með mesta dugnaði. Jafnframt munu fjelags- menn lengi minnast hans fyrir glaðlyndi á fjelags- fundum, þar sem hann var stöðugur gestur. Fjelagið óskar honum alls góðs í hinni nýju og ábyrgðarmiklu stöðu sinni og voltar honum besta þakklæti fyrir góða samvinnu og áhuga á málefnum fjelagsins. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.