Neisti - 23.12.1996, Blaðsíða 1

Neisti - 23.12.1996, Blaðsíða 1
ISTI MALGAGN JAFNAÐARMANNA A SIGLUFIRÐI. 1. TBL. 1996 ÁÐM.: KRISTJÁN L. MÖLLER GLEÐILtG jðl ALÞÝÐUfLOKKSfÉLÖGIN í SIGLUf IRÐI Elsta ástæóa fyrir helgihaldi á þessum árstíma var sú að hvetja sólina til að hækka á lof ti og f agna henni þegar hún sást. Þannig haf a menn alltaf f agnaó birtunni og tekið hana fram yfir myrkrið. Menn vilja fremur vera sólarmegin í líf inu, geti þeir verió sinnar gæfu smióir. Ymislegt getum við gert til aó létta okkur skammdegið. Maður er manns gaman segir í Háva- málum, og tilefni til samskipta gefast víða. Flestir eiga góðar minningar frá f yrri tímum og þær eiga að fá aö koma upp á yfirborðið. Við eigum aó temja okkur að byggja á því jákvæða, til að hindra það neikvæóa og reyna aó láta það veröa okkur tamt að safna þeim sólargeislum sem gefast til að reka burtu skuggana og þaö neikvæöa. „Þökkumþað sem var en tregum ekki - þökkum það sem er og kvíðum ekki" eru orð sem koma frá Sigurbirni Einarssyni biskupi og hamingjan f elst í því að eiga nóg í sjálfum sér. Á jólahátíðinni hefur Ijósið alltaf skipað heiðursess, og þannig er það einnig nú, bæjaryfirvöld hafa lagt sitt að mörkum til að lýsa upp skammdegið hér í bæ með miklum jólaskreytingum sem settar eru upp í byrjun jólamánaðar, ogbæjarbúar haf a ekki látið sitt eftir liggja. Jólatréið á Ráöhústorgi sem er gjöf vinabæjar okkar í Danmörku er táknræn jólaskreyting sem minnir okkur einnig á þennan gamla siö aö skrey ta hýbýli okkar f yrir hátíð ljóss og frióar, og sígrænn litur jólatrjánna minnir okkur á að af tur kemur vor í dal. Þannig eiga gullin jólaljósin á jólaskreytingunum að minna okkur á að vera jákvæð, og reyna að gera lífiö bjartara fyrir hvert annað. Vió höfum verió samstillt við aó lýsa upp skammdegið og skreyta bæinn. Megi komandi hátíð færa okkurfrið oggleði. Sendum bœjarbúum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár méð þökk fyrir árvb sem er að líða Bœjarstjórn Siglufjarðar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.