Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 3
TÍMARIT V. F. Í. 1918 Rafmagnsstöð Reykjavíkur. Lýsing og áætlun verkíræðingauna Jóns Porlákssonar og Guðmundar Hliðdals, ásamt 2 af pcim uppdráttum, er henni fjdgdu, (3. og 4. bl. Timar. V. F. í. 1918). Bæjarstjórn Reykjavíkur t'ól verkfræðingunum Jóni porlákssyni og Guðm. Hlíðdal að gera frumvarp og áætlun um kostnað við byggingu rafmagnsstöðvar við Elliðaárnar og liafa þeir sent bæjarstjórninni álit, sem með leyi'i bæjarstjórnarinnar er prentað hjer á eftir, ásamt 2 af uppdráttum þeim, er álitinu fylgdu. I. Yfirlit yfir notkun Elliðaánna til aflframleiðslu. 1. R e n s 1 i ð. Úrkomusvæði Elliðaánna er talið 260 ferkílómetrar. Forenede Ingeniörkontorer i Kristiania hafa áætlað meðal rensli þeirra 4.0 ten- ingsmetra á sekúndu, en minsta i’ensli 2.5 tenm. á sek. Með því að ekki liggja fyrir nægilegar athug- anir til nýrrar ákvörðunar renslisins, er hjer gengið út frá að það sje eins og Forenede Ingeniörkontorer hafa áætlað það. Nokkrar líkur cru þó fyrir því, að ineðalrenslið sje eittlivað meii-a en þelta. 4.0 teningsmetrar á sek. fyrir 260 ferkílómetra lirkomusvæði samsvara því, að 15.4 lítrar renni af hverjum ferkin. á sekúndu. Nú liggja fyrir nokkrar i’enslisathuganir um önnur vatnsföll á Suðurlandi en Eiliðaárnar, þar á meðal um Sogið, Hvítá og pjórsá, og benda þaír athuganir til þess, að rensli allra þessara þriggja vatnsfalla muni samsvara nálægt 60 lítrum á sek. fyrir hvern ferkm. úrkomusvæðanna. pað er að vísu eðlilcgt að meira rensli sje af úrkomusvæðum þessara vatns- falla en af úrkomusvæði Elliðaánna, þvi að noldcuð er af jöklum í þeim öllum, og auk þess liggja þau að nokkru leyti hærra yfir sjávarmál cn úrkomu- svæði Elliðaánna. En samt er fremur ótrúlegt að afrenslið af úrkomusvæði Elliðaánna sje ekki nema 14 bluti móts við afrenslið af úrkomusvæðum hinna vatnsfallanna, svo að ef meðalrensli Elliðaánna cr i raun og veru ekki nema 4.0 tenm. á sek., þá verður það naumast skilið á annan hátt en þann, að úr- komusvæðið sje í raun rjettri minna en 260 ferkm., vegna þess, að vatn af noklcrum hluta svæðisins renni burtu neðan jarðar í aðra átt en til Elliðaánna. 2. Renslisjö f n u n. Ef unt er að jafna rensli Elliðaánna, þannig að það verði 4.0 tenm. á sek. að staðaldri, eykst notagildi ánna til aflframleiðslu um 60%, því að afl þeirra miðast þá við meðalrenslið, 4.0 tenin., i staðinn fyrir minsta renslið, 2.5 tenm. á sekúndu. Fyrir liver 100 hestöfl sem fást úr ánum án renslisjöfnunar verður unt að fá 160 hestöfl eftir renslisjöfnunina. Að vísu liggja ekki fyrir enn þá nægar athuganir á rensli Elliðaánna og breytingum þess eftir árstíð- um til þess, að unt sje að ákveða með fullri vissu stærð geymslurúms þess fyrir vatn, sem þarf til fullkominnar renslisjöfnunar. En eftir þeim atbug- unuin, sem fyrir liggja, sjerstaklega eftir renslis- mælingunum sem gerðar voru undir umsjón Bene- dikts Jónassonar þáverandi bæjarverkfræðings frá júli 1913 til júli 1914, virðist mega áætla, að vatns- geyinslurúmið þurfi að nema 6 miljónum tenings- metra. Auk stærðarinnar verður að gera þá kröfu til geymslurúmsins, að það sje nokkurn veginn vatns- helt, svo að ekki leki óhæfilega mikið vatn úr því niður í jarðlögin undir þvi, og renni burtu neðan- jarðar án þess að koma að notum til aflframleiðslu. Nú cru viða hraun í farvegum Elliðaánna og um- hverfis þá, og verður að gæta þess að treysta ekki um of á að þau lialdi vatni. Verður )>ví, að svo miklu leyti sem mögulegt er, að vclja þannig löguð svæði undir geymslurúmið, að þar sjcu annað livort i s- aldarmyndanir eða vatn á yfirborði; is- aldarmyndanirnar eru vfirleitt valnsheldar af því að svo mikill jökulleir cr í þeim, og þar sem vatn stendur á yfirborði er sýnt með reynslunni að botn- lekinn er ekki svo mikill, að lcoma muni að sök. Að öllu athuguðu verður ekki sjcð, að kostur sje á öðru hentugu og nægilega stóru vatnsgcymslu- rúmi lil renslisjöfnunar cn Elliðavatni og lág- lendinu kringum það, og er stungið upp á að nota jafnframt Rauðavatn til þess að auka stærð geymslurúmsins, og til þess að unt verði að fá hent- ugt fyrirkomulag á aflstöðvum, án þess að þiýsti- vatnsleiðslur til aflstöðvanna verði óhæfilega langar. Rauðavatn liggur í dæld utan við úrkomusvæði

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.