Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1918, Blaðsíða 17
T í M A R I T V. F. í. 19 18 43 Bókafregn. G. Sœtersmoen: Vandkraften í Tbjorsá Elv, Island. Planer for Utbygning af G Kraftanlæg. 72 bls. 32 blöö teikningar. Iíristiania 1918. — Oft hefur mjer komið til liugar, liver aðstaöa Islands myndi verða að styrjöldinni lokinni. Ilvert sem litið er um heiminn, er feykilegur undirbúningur undir samkepni þá, sem óhjákvæmilega mun rísa upp. Næstu árin verða vafa- laust í teknisku og verslunarlegu tillili stórmerkileg, þegar framleiðslan í þarfir hins friðsamlega lífs byrjar að nýju um allan lieim á alveg nýjum grundvelli, bæði tekniskum og fjárhagslegum. Hvað verður þá um okkur? Höfum við nokkuð búið okkur undir framleiðsluna þegar aftur verður hægt að koma vörum á markað? — Pvi miður virðist mjer sára lítið gert hjer á landi í þá átt, að minsta kosti svo heyrum kunnugt liafl orðið! Mjer vitanlega er það litið annað heldur en að selja flesta togara landsins, og skipa fossanefnd. Hvort þessar ráðslafanir verða landinu til bless- unar, verður timinn að sýna, að svo stöddu sje engin dóm- ur lagður á það. En ofl hafa mjer dottið í hug línur eftir Erik Bögli: Da Fanden en Gang vilde at intet maatte ske, — da satte han i Verden den förste Komité. — En e/ svo skyldi fara, að starf fossanefndarinnar yrði til þess að ekk- ert skeður, að fossarnir verði látnir renna í friði eins og áður, þá má með sanni segja að fjandinn bali liaft sitt í gegn! Eins og allir vita, liafa einstöku útlendingar halið undir- búning til starfsemi lijer á landi að striðinu loknu, og hjer liggur nú fyrir áætlun um notkun Pjórsár-allsins eftir norska verkfræðinginn G. Sœtersmoen. Það er ekkert smá-fyrirtæki sem um er að ræða; vatnsallið, sem lil stendur að nota, er talið 1 millíon hestöfl. Stofnkostnaður 276,9 millíonir króna! Petta eru tölur, sem einar nægja til þess að margan sundl- ar; en það dugar ekki, við verðum með köldu blóði að gera okkur Ijóst, hver áhrif slíkt fyrirtæki mundi hafa, og bvernig haganlegast verður að framkvæma það, því að, — úr þvi sem komið er, — virðist óhjákvæmilegt að »gera eittlivað«; við höfum ekki ráð á að láta þessi million liest- öfl vera ónotuð enn um óákveðinn tíma — ef kostur er á að hagnýta allið nú. Mikil ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem eiga að skera úr þessu máli. Rit það, sem lijer er um að ræða, byrjar á nokkrum al- mennum upplýsingum um ísland, áður en lýsing Pjórsár og áætlanirnar koma. Sá hluti árinnar, sem ráðgert er að beisla, nær yíir 65 km. svæði af árfarveginum, eða alla leið frá Urriðafossi skamt fyrir neðan Pjórsártún, up]) að Klofa- ey; fallhæðin á þessu svæði er alls 236 m. og þar við bæt- ist foss í Tungá, Hrauneyjarfoss, meö 96 m. fallhæð. Grundvöllurinn fyrir allri notkun fossanna okkar eru vatnsrennslismælingar. En þær eru eitt af því, sem vanrækt hefur verið að framkvæma bjer á landi. Pví hefur verið nauðsynlegt fyrir »Titan« fjclagið, — sem stcndur á bak við þessa áætlanir — að láta gcra slíkar mælingar, enda hefur það verið gert siðan í júlí 1915. Vatnsliæðarmælingar hafa verið gerðar við Þjórsárholt og við Haga, og eru þær mælingar teknar upp i ritið þangað tilíjúlí 1917. Pví mið- ur er tímabilið stutt, og þó sjcrstaklega athugavert, að mælingarnar við Haga liafa fallið úr 5 mánaða tima á hverj- um vetri vegna iss. Við Þjórsárholt eru þær einnig töluvert götugar. Virðast þvi þessar vatnsmegnsmælingar allvcik undirstaða undir jafnmiklar áætlanir. Mjer finnst það nokkuð varhugaverl að draga af þeim almennar ályktanir um, hverjir mánuðir sjeu vatnsmestir, hverjir vatnsminstir. Jeg býst við að t. d. janúar 1918 liafi reynst töluvert vatnslítill, en höfundurinn vill halda fram að mars og april sjeu vatns- minstir. Pess skal getið að í grein Jóns Porlákssonar um Vatnsaíl á íslaudi (Tím. V. F. í. 2. árg. bls. 20) cr getið um mæling í Pjórsá í október 1916, 250 m3. á sek., »og var áin þá svo lítil sem liún getur orðið«, en sarakv. vatnshæðar- mælingum þeim, sem höl'undur tilfærir, befur vatnið fallið töluvert lægra bæði i nóvember og desember 1916 og í mars—maí 1917 heldur en nokkru sinni í október 1916. En þrátt fyrir því vitnar hölundur á bls. 12 í þessa mælingu J. P. og telur hana í góðu samræmi. /Etla mætti þó af þessu að minsta vatnsmegnið sje full hátt reiknað 250 m:l. á sek. Jeg hefi lijer fyrirliggandi nokkrar vatnsbæðarmælingar í Ilvítá frá júlí 1910 til júlí 1912, fyrra árið vikulegar, seinna árið daglegar. Vatnshæðin (mæld hjá Brúarhlöðum) er mjög mismunandi; minst hel'ur hún orðið á þessu timabili í sept- ember 1910, en mest i april 1912 (20. apríl). Annars var vatnsinegnið cins og við var að búast yíirleitt minst á vetrarmánuðunum. Höfundurinn furðar sig á þvi, live vatnsmegnið sje jafnt; auðvitað er nokkuð undir því komið, hvað menn mcina með jöfnu vatnsmegni, en jeg fyrir mitt leyti mundi telja það töluvert breytilegt. — En þar sem liöf. (á bls. 11) vill halda þvi fram að það sje »staðreynd (Kendsgerning), að lofthitinn liafi að eins litil áhrif á jökulvötnin islensku« þá get jeg ekki verið lionum sammála. Petta er alveg gagn- stætt því sem livert mannsbarn hjer á landi veit og því sem P. Thoroddsen segir í »Lýsing íslands« I. bls. 285. Auðvitað liefur úrkoman töluverð áhrif á jafnlöngu vatns- falli og Pjórsá, en að einnig lotthitinn og sólin hafi afar- mikil áhrif á vatnsmegn árinnar, mun engin kunnugur rengja. Pað væri al'ar fróðlegt að fá nákvæmar rannsóknir á þvi hve mikill hluti vatnsrennslisins stafar af innri bræðslu jökulsins (»subglaeial aktion«). Að eins fjórar vatnsmælingar hafa verið gerðar í Pjórsá: Prjár við Pjórsárholt: í júlí 1915: 505 m3. pr. sek., í júní 1917: 335 m:l. og í september 1917: 272 m3. ein við Haga i júlí 1916: 625 m°. (Hagi er 6 km. fyrir ofan Pjórsárholt). Höf. virðist gera ráð fyrir, að vatnsmegnið sje þegar lítið (eöa minst?) er í ánni 250 m*. á sek. en bvergi er þó greiní- lega fram tekið, hvort liann telur þetta minsta rensli. Mesta rensli telur liann hinsvegar 2000 m:l. á sek. Með því að nota stöðuvötnin i nánd við Pjórsá sem uppistöður gerir höf- undur ráð fyrir að neðantil i Pjórsá megi fá 300 m*. á sek. i 5 mán., 500 m8. hina 7 mán., við Búrfell 285 og 180 m3. og neðarlega i Tungná 120 og 150 m8. Getur verið að þetta sje nálægt hinu rjetta, en mjer virðist sem sagt undirstaðan veik. Pó má ætla, að munur sá, sem lram kynni að koma við nánari rannsóknir, verði ef til vill ekki svo mikill, aö hann hafi veruleg áhrif á fyrirtækiö, og tími er enn til þess að gera ítarlegar rannsóknir, enda verður vatnsmælingunni haldið áfram. Ráðgert er að reisa 6 aflstöðvar: við Urriðafoss með 96000 li. ö. i 5 mán., 160000 í 7 mán., við Hestafoss með 57000 og 95000 h. ö., við Pjórsárholt með 57000 og 95000 li. ö., við Skarð með 12000 og 70000 h. ö., við Búrfell með 330000 og 550000 li. ö., og við Hrauneyjarfoss með 115000 og 144000 h. ö., alt mælt á túrbinásum. Alls verður þetta 697000 og 1114000 li. ö. Ætlast er til að leiða aflið að góðri höfn í nánd við Reykjavik (Skerjafjörður). Pví næst fylgir itarleg lýsing á hverri allstöð út af fyrir sig ásamt uppdráttum. — Járnbrautin er næsti kallinn. — Hefði nú ekki verið á- stæða til fyrir landsstjórnina að nota þessi stríðsár til að

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.