Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 3
Tímarit V. F. 1. 1919. Útveggir íbúðarhúsa. Fyrirlestur fluttur í V. F. í. 18. des. 1918 af Jóni Þorlákssyni verkfræðingi. Inngangur. Ætlunarverk útveggjanna í ibúðarhúsum er í aðal- atriðum þrenskonar: 1. ) Að bera þungann, scm má greina þannig sundur: a) pakþungi, ásamt snjóþunga og vindþrýst- ingu. b) pungi gólfanna, fleiri eða færri, ásamt not- þunga sem á þau getur komið. e) pungi veggjanna sjálfra. 2. ) Að stemma stigu fyrir útstreymi hitans úr her- bergjum- hússins. 3. ) Að verja vindi og vatni utan að inngöngu i herbergin. Markmið fyrirlestrarins er að rannsaka, liver gerð litveggja sje hentugust liieð tilliti til fullnægingar allra þessara ætlunarverka, eins og nú er háttað þekk- ingu vorri á byggingarefnum og með þeim kosti hyggingarefna, sem hjer er fyrir hendi. Með þvi að naumast er um annað veggjaefni að ræða alment lijer á landi til að bera þungann, en steinsteypu í einhverri mynd, fjallar fyrirlesturinn að mestu leyti um steinsteypuveggi. 1. Styrkleiki veggjanna. pað er mjög misjafnt, hve mikinn þunga litveggir ibúðarhúsa þurfa að bera, og þar af leiðandi misjafnt hve sterkir þeir þurfa að vera. Nú er óframkvæman- legt að ákveða styrkleika hvers einstaks veggjar eftir þvi, hve mikinn þunga honum er ætlað að bera, heldur verður að skifta öllum útveggjum venjulegra ihúðarhúsa í flokka, og ákveða í eitt skifti fyrir öll, hverjar kröfur skuli gera til styrkleika livers floklcs fyrir sig. Sem dæmi upp á slika flokkun má nefna, að Byggingarsamþykt Reykjavíkur flokkar útveggi steinhúsa þannig, og ákveður jafnframt minstu leyfi- legu þykt i hverjum flokki: a) Gaflveggir, sem engir bitar hvila á, í tveim efstu hæðum húss, og útveggir, sem bitar hvíla á, í efstu hæð hússins, minsta þykt 9 þml. b) Gaflveggir, sem engir bitar hvila á, fyrir neðan tvær efstu hæðir hússins, og útveggir, sem hitar hvila á, i næst efstu hæð, minsta þykt 12 þuml. c) Útveggir, sem bitar livíla á, í þriðju efstu hæð hússins, minsta þykt 15 þml. Sjeu fleiri hæðir, eykst þykt útveggja þeirra, er bitar hvila á, um 3 þml. fyrir liverja hæð niður eftir, að kjallara meðtöldum. Undir glugg- um má þyktin vera 9 þml., þótt veggir sjeu ann- arsstaðar þykkari, nema í kjallaranum, þar 12 þml. minst. pessar þyktarákvarðanir, sem gerðar voru árið 1903, áður en byrjað var að byggja steinsteypuhús að nokkrum mun hjer á landi, verða nú vitanlega ekki teknar gildar rannsóknarlaust, þegar ákveða skal hentugustu gerð steinsteypuveggja. En vel má hafa flokkun veggjanna svipaða þessu. pó verður að gæta þess, að þegar loft eru gerð úr járnbendri steinsteypu, eins og nú er algengi, þá hvilir þungi loftanna á öllum útveggjum, og verður því iniimi munurinn á gaflveggjum og liliðveggjum en áður, að þvi er snertir þunga þann, sem þeim cr ætlað að bcra. Til rannsóknar á þvi, hve mikill þungi komi á útveggi íbúðarhúss með steypuloftum, skal gengið út frá tilhögun, sem sýnd er á 1. mynd. Breidd hússins er 11 metrar, hæð milli gólfs og lofts 2,8 m. ris, port 1,5 m. að hæð og skammbitaloft ætlað til geymslu á Ijettum varningi. Ennfremur eru þung- arnir áætlaðir þannig: pakþungi, að meðtöldum snjóþunga og vindþrýst- ingu, fyrir hvern ferm.af grunnfleti hússins (pappa- torfþak) .............................. 300 kg. Skammbitaloft með varningi, hver ferm. 300 — Efsta gólf úr steinsteypu með notþunga, hver ferm............................. 550 — Útveggurinn sjálfur, liver ferm........... 000 —

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.