Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 7
T I M A R I T V. F. í. 19 19 17 inni gerð, eða holveggur með tiltekinni gerð, vegna þess að kostnaður við mótin, sem ekki er tekinn með i samanburðinn, verður ekki sá sami fyrir einfaldan vegg og liolvcgg. 2. Hitageymslan. Engir útveggir fullnægja algerlega þvi verkefni, að varna útstreymi liitans úr íbúðarhúsum. Jafn- skjótt og mismunur er á hitastigi innan við vegg og utan við hann, strcymir liiti gegn um vegginn, því meiri, sem hitamismunurinn er meiri, en að öðru leyti mismunandi eftir gerð veggjarins. Reglan um hitastrauminn cr þessi: W — k X F (t, — t2) og þýðir: W tala liitaeininga þeirra, er á hverri kl.st. streyma gegnum allan vcgginn. F flatarmál veggjarins í ferm. t^ liitastigið innan við vegginn, á C. C bitastigið utan við vegginn, á C. k sú tala bitaeininga, sem streymir á ld.st. gegn- um 1 fcrm. af veggnum, þegar mismunur hita- stiganna inni og úti cr 1° C. Talan k, eða hitastreymi veggjarins, er mis- munandi eftir gerð veggjarins, og er hún þá jafn- framt mælikvarði fyrir því, hve skjólgóður vcggur- inn cr. pví meira sem hitastreymið er, því ver full- nægir veggurinn verkefni sínu, scm hjer ræðir um. Áður en farið er út í það, að bera saman hita- stcrymi mismunandi veggjagerða og leita eftir á- kveðinni niðurstöðu um hentugustu gerðina, skal jcg lcitast við að gera grcin fyrir því undirstöðuatriði, hvaða f j á r li a g s-þýðingu það hafi, Iivort hita- streymið er meira eða minna. Telja má að hjer á landi sje yfirleitt þörf á sjer- stakri hitun ibúðarherbergja alt að 250 daga á ári hvcrju eða h. u. b. frá 23. sept. til maímánaðarloka. Samkvæmt veðurathugunum (sjá íslandslýsing porv. Thoroddsens) er meðalhitinn úti í Reykjavik þannig á þcssu tímabili: Mánuðir Meðnl biti Dngar Dagar X st'S C° + -T“ September 78 7 54.6 Oktðber «3 9 31 120.9 Nóvember 1.2 30 36.0 Desember -4- 1.2 31 37.2 Jnnúar H- 1.1 31 34.1 Febrúar = 08 28 22.4 Mnrz = 0.5 31 15.3 April 3.1 30 93.0 Mni 6.4 31 198.4 Samtals 250 + 502.9 h- 109.0 Meðalhiti 502.9H-109.0 250 = + 1.57°C. Á sama hátt hefi jeg fundið meðalhita á Akureyri fyrir sama tímabil h-0,58" C. Nú er venja, að reikna hitanir íbúðarhúsa þannig, að liitaslig íveruherbergja sje 20° C., eða geti orðið það þegar menn vilja. Samkvæmt þvi ætti meðal- mismunur hitans inni og úti yfir allan hitunartím- ann að vera: I Reykjavík...... 20,0 -- 1,57 = 18,43° C. Á Akureyri....... 20,0 + 0,58 = 20,58° C. pegar um það er að ræða, hve mikill liiti streymi í raun og veru gegnum útveggi ibúðarhúsa yfir allan hitunartímann, má þó ekki gera ráð fyrir, að hitinn sje slöðugt 20° C. í öllum herbergjum. Fyrst og fremst verður að sleppa næturstundunum, og tel jeg hæfi- legt, að reikna, að liitunin starfi að fullu i 18 kl.st. á sólarhring, en alls ekki í 6 kl.st. í öðru lagi verður að taka tillit til þess, að ekki er daglega hafður 20° liiti í öllum herbergjum, bæði af því að sumum þyk- ir það óþarflcga mikill hiti, og af þvi að sum herbergi eru ekki hituð eða notuð að staðaldri. Jeg áætla, að hæfilegt sje að telja meðalmismun liitastiga inni og úti yfir allan hitunartimann í Reykjavík 13° C, þcgar um það er að ræða, að ákveða meðalhitastrauminn gcgnum útveggi íbúðarhúsa yfirleitt. Eftir þessum forsendum má nú reikna út hve mikill hiti streymir gegnum hvcrn fermetra í út- vegg íbúðarhúss alls yfir hitunartimann á hverju ári. pað verða: H = 250 X 18 Xl3 X k = 58500 k hitaeiningar. pessu næst er að gera grein fyrir, live mikið elds- neyti þurfi lil þcss að framleiða þennan hita. Venju- leg, góð ofnkol hafa alt að 7000 hitaeiningar livcrt kg; það fer eftir gcrð og hirðingu eldfæranna live mik- ið nýtist af þessum hita; eins og eldfærum er háttað upp og ofan má ckki vænta, að meira nýtist en rúmlega helmingur hitagildisins, og geri jeg það 3(550 liitaeiningar fyrir hvert kg. Til þess að fram- leiða ofannefndar 58500 k hitaeiningar þarf þá 58500 k 3650 16 k kg af kolum á hverju ári. T i 1 þ e s s a ð f r a m 1 e i ð a h i t a þ a n n, s e m streymir á 1 á r i g e g n u m 1 f e r m e t r a a f ú t v e g g ibúðarhúss í Reykjavík, þarf 16 X k kg af kolu m, e f h i t a - s t r e y m i veggjarins e r k. Með því að sumar af forsendunum fyrir þessari ályktun eru bygðar á ágiskunum, væri mjög æski-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.