Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið IV. 1945. Minningarorð: Þorleif K. Sigurðardóttir, Ijósmóðir, Hún var fædd að Svelgsá 13. janúar 1875. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson oddviti og bóndi þar og kona hans Ingibjörg Guðbrandsdóttir. Dvaldist hún hjá foreldrum sínum til æfiloka þeirra, en faðir hennar dó 5. janúar 1903 og móðir henn- ar 18. des. 1905. Tók hún þá við bústjórn hjá Guðbrandi bróður sín- um er þá fór að búa á föð- urleifð þeirra. Var hún þar bústýra til vorsins 1913, að hún giftist eftirlifandi manni sínum Þorsteini Jónassyni óðalsbónda að Helgafelli. Eftir 9 ára búskap að Helgafelli, keyptu þau hjón og fluttu að Kongsbakka og bjuggu þar síðan. Þau eign- uðust 1 son sem nú er kvæntur og búsettur á Kongsbakka. Einnig ól hún upp 6 fósturbörn, 2 meðan hún bjó með bróður sínum, en 4 annaðist hún ásamt eigin- manni sínum. Þórleif heitin var mikil gáfukona og kvenskörungur. í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.