Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 6
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Til mæðra- og ungbarnaverndar má telja þá skipan, sem komið hefur verið á framkvæmd fóstureyðingarað- gerða í landinu. Mæðrum til tryggingar miðar það, að slíkar aðgerðir eru heimilaðar, ef lífi þeirra eða heilsu telst hætta búin af þunguninni, en ungbörnum til verndar, að reynt er að girða fyrir misbeiting aðgerðanna. Þó að vera kunni nokkrar misfellur á framkvæmd fóstureyð- ingarlöggjafarinnar, mun mega fullyrða, að í þessum efn- um stöndum vér engri þjóð að baki. Yfirleitt er það heiður vor íslendinga, að um barnsfarir og meðferð ungbarna erum vér ekki eftirbátar menning- arþjóða, og stöndum vér einkum framarlega, að því er tekur til lítils ungbarnadauða, sem er minni með oss en flestum öðrum þjóðum. Með nokkrum ugg er til þess að líta, að hart komi niður á barnsfæðandi konum sú bylting, sem orðið hefur í þjóð- lífinu, að konur, aðrar en húsmæður einar, hverfa nú meira og meira frá heimilisstörfum, og nær umkomuleysi húsmæðra af þeim sökum bæði til sveita og kaupstaða. I kaupstöðum og öðru þéttbýli er einkum horft til þeirra bjargráða, að konur ali börn sín utan heímilis á sjúkra- húsum eða sérstökum fæðingarstofnunum, og er þegar fullráðið, að reist verði á næstunni á vegum ríkis og Reykjavíkurkaupstaðar fæðingarstofnun, er fyrst um sinn geri jafnvel betur en rúma á hverjum tíma allar sængurkonur í Reykjavík. En engan veginn leysir sú lofsverða rausn allan vanda, og sízt þeirra sængurkvenna, sem fyrir hafa á höndum sér ung börn, er ekki verða eftir skilin forsjárlaus, auk þeirrar heilsuraunar að koma heim af fæðingarstofnun og eiga þá að taka við umsýslu heim- ilis, ef til vill öllu úr skorðum gengnu vegna undangeng- innar f jarvistar húsmóðurinnar. Vel búnar fæðingarstofn- anir eru vissulega dýrmæt trygging barnsfæðandi konum og ungbörnum og þá einkum ómetanlegar, þegar verulega ber út af um fæðingar. En „fátt er svo gott, að galli né

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.