Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Page 8
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ætla sumir, að henni beri að eiga frumkvæði að aðgerð- unum, í stað þess, sem er, að hennar hlutverk er að girða fyrir misbeiting þeirra. Löggjafar þessarar mun ekki sjá mikinn stað fyrr en foreldrum og öðrum aðstandendum vanmetafólks skilst gildi hennar, en barnaverndarnefndir og kennarar ættu hér að vera sjálfkjörnir leiðbeinendur. Auk þess sem hjúskapur er í sóttvarnar skyni meinað- ur fólki, sem haldið er smitandi kynsjúkdómi, berklaveiki eða holdsveiki, nær slíkt bann einnig til fávita, geðveikra manna og flogaveikra, og mun það bann sett til höfuðs spillingu kynstofnsins. En lítils árangurs er að vænta af slíkum ráðstöfunum í landi, þar sem allt að því fjórða hvert barn fæðist utan hjúskapar. Aðalfundur (Útdráttur úr fundargerð). Aðalfundur Ljósmæðrafélags Islands var settur 21. júní 1945 í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Á fundinum voru mættar 30 ljósmæður og margar þeirra langt að komnar. Frú Sigríour Sigfúsdóttir ljósmóðir setti fundinn í fjær- veru formanns og stýrði hún fundinum. Fundarstjóri minntist látinnar ljósmóður, Þorleifar Sigurðardóttur á Kóngsbakka, og risu fundarkonur úr sætum. Ritari las þá fundargjörð síðasta aðalfundar, og var hún samþykkt athugasemdalaust. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins, skýrði frá hag þess og kostnaði við iitgáfu blaðsins og frá eignum sjúkrasjóðs. Fundarstjóri skýrði því næst frá störfum stjórnarinnar á árinu; var

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.