Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 9
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ 43 þar fyrst, að lagt var fyrir alþingi frumvarp til laga um lenging Ljósmæðraskólans úr einu ári upp í 2ja ára nám o. s. frv. Sagði fundarstjóri svo frá, að þingið hefði ekki séð sér fært að taka frumvarpið til meðferðar í þetta sinn. — Um þetta urðu talsverðar umræður, og þarf sjálfsagt enginn að örvænta um, að þetta nái ekki fram að ganga, þar sem það verður beinlínis nauðsynleg breyting, þegar hin nýja fæðingardeild tekur til starfa. Að svo búnu fól fundurinn stjórninni að halda þessu máli vakandi og fá því framgengt, ef unnt verður. Næst skýrði fundarstjóri frá þvi, samkvæmt áður upp- lesinni fundargjörð síðasta aðalfundar, viðvíkjandi heilsu- verndarstöð Vestmannaeyja, að landlæknir hefði eftir beiðni stjórnar Ljósmæðrafélagsins gjört fyrirspurn til Vestmannaeyja, hvort útiloka ætti ljósmæður þar frá eftirliti með vanfærum konum við væntanlega heilsuvernd- arstöð í Vestmannaeyjum. Svarið var, að það hefði aldrei komið til mála. Þá var launamálið næst tekið fyrir. Fundarstjóri skýrði svo frá, að það hefði verið rætt innan stjórnar Ljósmæðra- félagsins, hvort nokkuð mundi ávinnast ljósmæðrum í hag með tilliti til launaltjara við það að ganga í „Bandalag starfsmanna ríkis og bæja“. Og ennfremur sagði fundar- stjóri frá viðtali sínu við stjórn Bandalagsins og las upp lög þess. Urðu miklar umræður um þetta mál. Allflestar fundarkonur tóku til máls, og voru þær allar mjög á einu máli um nauðsyn launahækkunar og sögðu mörg dæmi því til stuðnings, hve laun ljósmæðra væru tilfinnanlega lág, samanborið við það, sem gjalda þyrfti fyrir, hvað litla heimilishjálp sem væri. Og töldu sumar sér jafnvel ómögu- legt að halda áfram ljósmóðurstarfi með þeim mun, sem nú væri á launum ljósmæðra og annarra kvenna, — við venjuleg heimilisstörf. Eftir miklar umræður kom fram svolátandi tillaga.: „Fundurinn skorar á stjórnina að gjöra allt, sem unnt er, til þess að bæta launakjör ljósmæðra sem

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.