Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Side 4
50 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ leggöngin fundið fyrir augabrúnum. Sjúklingur var þreytt þegar hún kom á deildina, en að öðru leyti eðlileg útiits. Bióðþrýstingur var 115/70, hiti 37,2 stig, æðaslög 84 á mínútu og engin eggjahvíta í þvagi. Grindarmál: 26 — 28 — 20. Kviðurinn var útþaninn og erfitt að greina fóst- urhluta. Fósturhljóð eðlileg hægra megin neðan nafla. Var nú gerð rannsókn gegnum leggöngin og fannst þá að út- víkkun var að fullu lokið, höfuð við grindarbotn í ennis- stöðu og vissu ferköntuðu hausamótin aftur. Augabrúna- boginn fannst að framan. Höfuð virtist ekki stórt og sýnd- ist ekkert því til fyrirstöðu, að barnið gæti fæðst, þó um ennisstöðu væri að ræða. Var nú konan svæfð með æther og Kjellands-töng lögð á höfuð barnsins frá hlið til hliðar. Með léttu átaki tekst að ná höfðinu fram, en þá stendur allt fast og töngin sleppur af. Með hendi tekst að ná höfðinu alveg út, en heldur ekki meir. Andlitið veit stöðugt fram og fóstrið geispar. Er nú þreifað fyrir sér og tekst hæglega að kom- ast upp með fóstrinu að aftan. Þar eru engin þrengsli og ekkert að finna utan naflastrenginn. Að framan finn- ast báðar axlirnar og ganga þær niður í grindina, en brjóstið er togað upp að framan og myndar þar kamb, sem ekki er hægt að átta sig nánar á. Hann hverfur upp á bak við lífbeinið. Nú eru báðir handleggir leiddir niður og bæði viðbeinin klippt í sundur, hol fóstursins opnað og innýflunum náð út. Tekst þá að leiða niður báða fætur að aftan. Út frá brjósti fóstursins framanverðu liggur breiður stilkur upp að öðru fóstri og finnst þar fyrir brjóstkassa, öxlum og höfði, sem veit fram á við. Það kom síðar í ljós, að fóstrið var sveigt aftur á bak, svo að brjóst þess vissi niður. Höfuðið lá hærra uppi en brjóstið og vissi fram. Fæt- ur vissu aftur og upp. Þegar togað var í fyrra fóstrið, kom stilkurinn betur í ljós. Hann var 5—6 cm breiður. Var hann klipptur í sundur. Eftir það tókst að ná síð-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.