Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Qupperneq 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 53 kvöldin. Blóðþrýstingur lækkar jafnt og þétt niður í 115/ 70. Blóðrannsókn við burtför: 85%, eggjahvíta í þvagi: 0,6%. Við burtför af deildinni vóg barnið 2250 g og virtist dafna vel. Var því gefin brjóstamjólk frá fóstru. Á 16. degi var móðir og barn burtskráð af deildinni og send til amtsjúkrahússins í Gentofte. Eftir því sem Greenhill og Lee skýra frá, samkvæmt skýrslum frá Greulic, sem athugaði skýrslur um fæðing- ar yfir 1210001876 konur í 21 landi, kemur ein tvíbura- fæðing á hverjar 85,2 fæðingar. Af hverjum 7628,7 fæð- ingum er ein þríburafæðing og af hverjum 670734 fæð- ingum ein f jórburafæðing, en ein fimmburafæðing af hverj- um 41.600.000 fæðingum. Boudouin getur um sexbura og Barfurth um sjöbura. Á 38 dögum höfum við fengið tvenna samvaxna tvíbura. — Innlagningarnúmer kvennanna var 634 og 890. Þetta er sérstök og óvænt tilviljun, og um hvoruga var vitað fyrir. I mánaðarritinu ,,Radiology“, 54. bindi, jan.—júní 1950, skýrir Charles M. Gray frá því, að hann hafi aðeins rek- izt á eitt tilfelli, þar sem tekizt hafði að greina sam- vaxna tvíburt á Röntgenmynd fyrir fæðingu, og hafði hann þó farið vandlega yfir þær skýrslur, sem hann gat náð til. Þetta var 25 ára gömul kona. Tíðir hafði hún haft 4. jan. 1948. Eitt barn átti hún áður. Var það fætt 1943. Sú fæðing var eðlileg og stóð aðeins 4 klst. Barnið vóg 3500 g. Síðari meðgöngutíminn var og eðlilegur, þar til í júni- mánuði, að óeðlilega mikið vatn fór að safnast í legið. Þ. 31. maí stóð legbotn 22 cm yfir lífbeini, en 12. júií stóð hann 33 cm fyrir ofan lífbeinið. 21. júní vottaði fyrir bjúg á fótum og 12. júlí var hann orðinn útbreidd- ur og farið að bera á greinilegum örðugleikum við andar- drátt, vegna hins mikla þrýstings í kviðarholinu. And- þrengslin jukust jafnt og þétt fram að fæðingu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.