Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Qupperneq 8

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Qupperneq 8
54 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Vegna hins mikla legvatns höfðu læknarnir grun um vanskapnað og létu taka Röntgenmynd af konunni þ. 12. júlí. Tókst þá í fyrsta skipti að greina samvaxna tví- bura í móðurkviði (thoracophagus, þ. e. tvíburar sam- vaxnir á brjósti). Vegna þess, hversu sjaldgæft þetta er, var konan mynduð á ný þ. 19. júlí. Þótti þá enginn vafi á um sjúkdómsgreininguna. Nokkrum dögum síðar var gerður keisaraskurður á kon- unni. Bæði fóstrin dóu, annað eftir 10 mínútur, hitt eftir 20 mínútur. Greinarhöfundur segir um Röntgenmyndirnar: Það er augljóst, að hér er um óvanalegt fyrirbæri að ræða. Á myndinni sjást greinilega tvö fóstur og höfuð beggja liggja uppi í legbotni og bæði jafn hátt, en það er óvana- legt, þegar um eðlilega tvíbura er að ræða. Þar að auki voru höfuð þeirra sveigð aftur meir en venjulegt er, en það sem mesta athygli vakti var þó það, að fjarlægðin milli neðstu hálsliða og efstu brjóstliða var allt of lítill til þess, að eðlilegur brjóstkassi tveggja fóstra gæti rúm- azt þar. Seinni Röntgenmyndin var tekin í þeim tilgangi, að sjá, hvort innbyrðis afstaða fóstranna hefði tekið nokk- urri breytingu frá því að fyrri myndin var tekin. Reynt var líka að breyta stöðu fóstranna utan frá. Það tókst ekki, og þótti því öruggt, að sjúkdómsgreiningin væri rétt. 1 „Zentralblatt fiir Gynaekologie", 1950, 8. tbl., segir dr. med. F. Becker frá öðru tilfelli. Ekki tókst að greina það á Röntgenmynd. Þar var um að ræða 36 ára gamla konu, sem gekk með þriðja barn sitt. Fyrri fæðingarnar voru eðlilegar. Framan af meðgöngutímanum hafði hún kastað upp, orðið vör við kippi í handleggjum. Hún kvart- aði um mæði og hafði bjúg á fótum. Heimilislæknir henn- ar sendi hana inn á deildina 14. júní 1949. Reyndist hún þá vera blóðlítil, hafði skemmdir í hjartavöðva og lélega blóðrás, sem lýsti sér í hörundsbláma, stækkun á lifur og miklum bjúg á fótum. Ekki fannst eggjahvíta né syk-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.