Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1922, Blaðsíða 14
10 TlMARIT V. F. í. 1922. auka fiskveiðarnar að mun. Staður þessi er Skál- ar á Langanesi suðaustanverðu. 29. Skálar á Langanesi, bl. XXI. Fiskipláss þetta er á sunnanverðu Langanesi, það hefir vaxið upp nú á síðustu árum og eru þar að- eins nokkur hús, sem þó aðallega eru notuð yfir sumai’vei’tíðina. þar er enginn verslunarstaður, en atvinnan er aðallega fólgin í fiskveiðum á nokkra báta, svo og í kaupum fiskjar og lifrar af öllum þeim fjölda fiskiskipa, einkum færeyskum, er veið- ar stunda við Langanes um sumarmánuðina. Eink- um eru það kaupmenn frá Seyðisfirði, er reka þessa atvinnu. Lendingin er örðug, þar eð aðeins er örmjó fjara neðan undir 10—12 m háum lóðrjettum hömr- um. Aðeins á 2 stöðum eru aflíðandi brekkur, svo að báta má setja þar upp, en á báðum stöðunum er mjög lítið afdrep. Vestari lendingin er breiðari, en þar er svo háttað, að þar er ekki hægt að gera nokkurt skjól að gagni, nema það hafi mikinn kostn- að í för með sjer. En út af eystri lendingunni er tangi og nokkur sker, sem væri ágæt undirstaða undir h'tinn steypugarð. Slíkur garður, sem að fram- an endar í kringlóttum garðhaus, er sýndur á bl. XXI. Rifið er upp úr um fjöru og gert er ráð fyrir, að garðurinn sje steyptur beint á það, nema að ut- anverðu: á undirlag úr steypupokum, en að suðaust- an við garðinn sje stórgrýti honum til styrktar. Á skerið er gert ráð fyrir að settur sje kringlóttur kassi úr járnbentri steypu. Breidd garðsins að ofan er 2,5 m, á honum 1,0 m hár öldubrjótur, og verður hæð hans að ofan 3,5 m yfir fjöruborð, en 1,9 m yfir flóðfar. Slíkur garður myndi bæta lendinguna mjög, því þá hyrfi ólgan, sem kemur um sundið milli skersins og tangans. Kostnaðurinn yrði um 27,000 kr. Á Norðurlandi kom Kirk verkfræðingur á þessa staði: Austan Eyjafjarðar: Raufarhöfn, Kópa- sker og Tjörnes; í mynni Eyjafjarðar: Dalvík og Ól- afsfjörð; í Skagafirði: Hofsós og Sauðárkrók; við Húnaflóa: Kálfshamarsvík, Skagaströnd, Blönduós, Kollafjörð og paralátursfjörð. Staðhættir eru svo ólíkir á þessum stöðum, að um nokkurn samanburð getur ekki verið að ræða. 30. Raufarhöfn, bl. XII. þessi litla höfn er á Melrakkasljettu austanverðri; höfnin er í sjálfu sjer ágæt, en þó mætti gera hana enn þá betri, með tiltölulega litlum kostnaði. I suð- austanátt leiðir nokkra kviku inn á höfnina, eink- um um sundið á milli Ilólmans og Höfðans, og veld- ur nokkrum óróa. En sje hlaðinn garður í sundið og auk þess gerður um 75,0 m langur hafnararmur í suðvestur frá Hólmanum, svo sem sýnt er á bl. XII, myndi fást fullkomin kyrð á höfnina. Dýpi er fremur lítið á höfninni, en botnrannsóknir, er gerðar hafa verið, hafa leitt í ljós, að hægt er að dýpka nokkuð, um —1 m á miklum hluta hafn- arinnar, svo að á fjöru yrði á talsvert stóru svæði meira en 3,0 m dýpi, alt að 5,0 m dýpi. Eftir að þetta skjól hefir fengist, gætu einnig talsvert stór skip komið þar. En þar eð nú er stórt svæði, með 4,0 m dýpi á höfninni, virðist það ekki svo nauð- synlegt áð hún sje dýpkuð, fyr en skjólgarðarnir eru gerðir. Verslunarstaðurinn er lítill, íbúar eru innan við 100, en á seinni árum hafa fiskveiðar talsvert verið stundaðar þaðan, einkum síldveiðar, og eiga þessar veiðar sennilega fyrir sjer að aukast. Auk þess myndi höfnin verða mikilvæg sem athvarfshöfn, því að á öllu Norðausturlandi er engin verulega örugg höfn, er leita megi til undan stormi. Kostnaðurinn við þessi hafnarvirki, sem minst hefir verið á, má ætla að verði: Garður út í Ilólmann.............kr. 25,000,00 Hafnargarður frá Hólmanum í sv, 75,0 m.........................— 120,000.00 alls kr. 145,000,00 þar við bætist dýpkun á um 15 ha svæði niður í 3—5 m dýpi . . — 600,000,00 31. Kópasker, bl. XIII. Kópasker er á Melrakkasljettu vestanverðri, þar eru aðeins örfá verslunarhús — kaupfjelag og útbú frá verslun á Raufarhöfn, — hefir staður þessi því hingað til ekki verið mikilvægur. Fiskveiðar í stór- um stýl eru ekki reknar þaðan. En staðnum er vel í sveit komið og landskostir góðir, svo að það er eng- in tilviljun, að nú á síðari árum hefir gildi staðarins vaxið nokkuð. Lendingin er í sjálfu sjer ekki slæm, en það vantar góða bátabryggju; hún ætti auðvit- að að liggja út frá Kópaskerinu í norðanverðri vík- inni. Skerið nær upp yfir flóðhæð og ætti að gera um 40 m langan garð frá lanði út í það; frá suður- enda skersins má svo gera bryggjuna í suðaustur- átt. Út á 1,0 m dýpi á fjöru, mætti fyrst gera hana úr kössum úr járnbendri steinsteypu, en bryggjuna mætti lengja eftir þörfum. En sökum þess, að vel má fá þarna hafnarkví, með alt að 4,0 m dýpi, með því að gera 570 m langan hafnargarð, þarf garðurinn frá landi að vera þann- ig, að hann geti verið hluti af þessum hafnar- garði. Siíkur garður er sýndur á bl. XIII og má ætla að hann kostaði um 500,000 kr. Jafnvel þó að höfnin yrði ekki mjög stór, virðast hafnarmann- virki þessi þó hafa mikinn rjett á sjer, bæði vegna sveitaverslunar og fiskveiða. Út frá hafnargarðin- um má svo vel gera þverbryggjur fyrir smærri skip, eftir þörfum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.